Greyhawk - Norðið

Fjórir prestar og ein leyniför
28. Dagur sáðmánaðar

<meta />

Sérsveitar hóparnir tveir hafa tekið sér nokkurn tíma í að ná sér eftir fund sinn með Iuz, hinum gamla, Iuz hinum illa, en sá fundur vó þungt á þeim öllum, bæði líkömum og sálum og hafði skilið eftir sig ör á hvorutveggja.

Þau tókust á við það hvert með sínum hætti, og með stuðningi hvers annars og annarra hetja frelsishersins, en voru farin að vera ansi umtöluð eftir þennan atburð.

Sum þeirra gleyma sér í drykkju, eða draga sig inn í sig. Önnur sækja í trú sína eða leita róta sinna.

Úa hafði fengið áhuga á merkingum sem hún er með á handleggjunum og aftur á bak, þær virðast mynda einhvers konar tákn, en enginn sem hún hefur talað við hefur borið kennsl á þær fyrr en henni er bent á að dvergurinn sem rekur kránna í Admundsvirki, Borþýr, er með keimlíkar merkingar, þó öllu grófari. Hún minnist þess einmitt hvað hann hafi tekið henni og Aurum vel á sínum tíma og ákveður að fara til fundar við han.

Úa hitti á Borþýr á kránni, en hann varð mjög alvarlegur um leið og hún fór að spyrja út í merkingarnar og fer með hana og vini hennar upp á herbergi. Þar talar hann við Úu á dvergamáli sem bara einn annar úr hópnum skildi. Aðrir í hópnum dunduðu sér vandræðalega við annað á meðan.

Borþýr útskýrir að hún komi frá sömu borg og hann, sem sé undir Hrífutindum í Ratik, en hún héti Kal-Vaszud. Hann útskýrði að hann hefði þurft að fara þaðan, en með sorg í augunum útskýrði hann, eftir að gengið var svolítið á hann, að hann verið hluti af gengi í borginni sem hafi verið ráðið til að ráða af dögunum tvo aðalsdverga, en það hefði verið hluti af óprúttnum hildarleik um krúnuna. Það hafi verið foreldrar Úu, Sharock og kona hans. Honum hafi verið ríkulega greitt fyrir, svokallað daggjald, en hann þurfti að sjá sólina til að ljúka við morðið og það var brottrekstrarsök í dvergasamfélaginu þar. Hann sór það upp og niður að hann hafi ekki vitað, til að byrja með, að morð ætti að vera í spilinum, en þannig hafi það farið og nú sitji á valdastóli dvergur sem sé föðurbróðir Úu. Hann segir að einungis inngrip stórs bjarnar hafi bjargað lífi Úu sjálfrar.

Úa er lengi vel hugsi yfir þessu og upp spinnst mikil umræða við vini hennar, en þó meira í víðara samhengi. Hún veltir mikið fyrir sér siðferðinu í Frelsishernum, það truflar hana að þar virðast morðingjar á hverju strái og henni virðist sem einungis hentisemi ákvarði hvenær illmenni þurfi að stöðva og hvenær þau skuli boðin velkomin í hópinn.

Enginn raunveruleg niðustaða fæst þó í málið frekar en áður.

Hópurinn er boðaður á fund hjá Önnu njósnameistara, sem tjáir þeim hvert næsta verkefni þeirra verði, en báðir hóparnir muni vinna saman að því.

Þau eigi að ferðast um fjarflutningshring til Alhaster og þaðan ferðast til Balmundsvirkis. Það sé tryggilega í höndum herja Iuzar, en þeirra verkefni sé að fara þangað undir huldu höfði dulbúin sem málaliðar, en fyrir sé í borginni Anna nokkur, sem sé þar í gerfi málaliðaleiðtoga, en hún sé tengiliður frelsishersins í virkinu og hún muni útskýra staðhætti betur fyrir hópnum.

Eftir að fara yfir áætlanir og útbúa dulargerfi leggur hópurinn af stað, en í Alhaster fær Músin tækifæri til að sýna vinum sínum alla staðina í borginni sem honum myndi aldrei detta í hug að ræna og biluðu gluggana og lausu fjalirnar sem honum dytti aldrei í hug að nýta til þess.

Ferðin til Balmundsvirkis er viðburðalítil, en þegar þangað kemur fer T’Sial miklum eftir að hafa uppgötvað galdur sem eflir getu hennar til að fara með fleipur, en það er mál þeirra sem á hlýddu að sennilega hafi sá galdur verið alveg bráðnauðsynlegur í ljósi þessi hve skrítnar og ósennilegar sögur hún kaus að segja.

Eftir nokkra leit og alls kostar árangurslausa tilraun til hrossakaupa sér hópurinn konu horfa á þau með blöndu af þreytu og forundran í augunum sem segir þeim strax að hún hljóti að vera einn af yfirmönnum þeirra í frelsishernum, enda augnaráð sem þau þekkja vel.

Hún fær þau með sér þangað sem hún hefur höfuðstöðvar og leiðir þau í allan sannleik um stöðu í virkinu.

Herinn sem haldi virkinu og málaliðarnir eru óvígur her, og til einskis að ætla fram gegn honum beint. Hún staðfestir það sem Anna hafði sagt þeim, að veikleiki virkisins sé prestarnir fjórir sem fari saman með stjórn, en þeir séu hver öðrum vanhæfari, en það eina sem þeir geri vel sé að flækjast hver fyrir öðrum til að gera illt verra. Hún útskýrir þó að hver þeirra hafi sína styrkleika, einn eða tvær gætu jafnvel stýrt af einhverri færni ef hinir væru ekki til að flækjast fyrir, svo það síðasta sem megi gerast sé að einn prestur standi eftir án samkeppni, og þá alveg sérstaklega ekki sú sem gætir Dýflissunnar, Olrika Itriksen.

Hún telur fram hvejir það séu. Einn heiti Robard Kovib og gæti bókasafnsins. Hann sé sennilega allra verstur af þeim í sýnu hlutverki sem leiðtogi, þó vissulega sé hann fær fræðimaður. Í bókasafninu séu uppvakningar sem verðir og bókaverðirnir séu dularfullar vofur sem sveima um og gæta innviðisins. Þar séu líka galdralærlingar sem séu að rannsaka bækurnar í þessu merka safni og töframenn leiddir af Bókbindaranum, dularfullri galdrakonu.

Það er þó mikilvægt að taka bókasafnið snemma í ferlinu, ekki síst til að forða fjársjóðum þess undan Iuz liðum, fágætum bókum, bæði um galdra og háæruverðug flón og alls kyns sjaldgæfum gripum og fjársjóðum, en það sé geymt í hirslunni sem sé í innra rými á þriðju hæð, en Anna geti einungis útvegað kort af efri tveimur..

Hópurinn er ekki lengi að byrja að útlista möguleika á fræknu ráni.

Í námunum sé unninn kopar, en ekki af neinni nauðsyn annarri en að pynta fangana sem eru þar notaðir sem þrælar, þar fer með stjórn vígaprestur, Loftor Nomtrag, en hann sé einstaklega grimmur og vígfimur. Hann sé þó ekki það hættulegasta í námunum, en mergbítur nokkur þrammar þar um og lemur á þrælunum, en hann er risi hefst að staðaldri við í stóru miðrými í námunum. Hún nefnir líka að margir þrælanna séu vopnfærir og væntanlega vel til í það að berjast fái þeir raunhæft tækifæri til þess.

Hópurinn ræðir þar möguleikana á að valda Loftor skömm og vandræðum með því að frelsa þrælana og glepja hug mergbítsins og láta hann ganga berserksgang gegn vörðunum og Loftor sjálfum, jafnvel brjótast út úr námunum og inn í borgina.

Í höllinni sjálfri sé mikill vindbelgur að nafni Tresoar Skragg. Hann talar mikið um eigið ágæti og blótar Iuz þess á milli. Hann er þó fær leiðtogi og býr yfir persónutöfrum og væri því mögulega hættulegur, væri hann einn eftir. Það sé hægt að komast inn í höllina eftir drýslagöngum nokkrum og fara svo um nokkuð frjálst

Sú hættulegasta er sem fyrr segir Olrika Itriksen, hún sé í dýflissunni og sé einstakt illmenni. Með henni séu gnollar sem eru verðirnir og leiðtogi þeirra sem þeir kalla móður sína og pyntingameistari Uris, Reyhu maður sem nýtur þess mjög að stunda fag sitt, hann noti það jafnvel stundum til að reyna að fá upplýsingar upp úr föngunum.

Einn fanganna er útsendari mótspyrnunnar í Skjaldlöndunum og það sé gífurlega mikilvægt að finna þann útsendara og fá í gegnum hana tengingu við mótspyrnuna.

Anna segir hópnum líka frá virkinu sem þurfi að sigra líka, eigi Balmund að verða okkar. En fyrir því fer Úrzun, en hann er andsetinn af ára og virðist njóta þess vel.

Hópurinn skeggræðir þetta, sem og fyrirmæli sín og uppástungur beggja Annanna.

Það er mikilvægt að fara ekki of geyst, ef allt gerist í einu vakni grunsemdir en alls ekki leyfa því að gerast að einn prestur standi sterkur eftir þegar hinir eru látnir eða niðurlægðir.

Hópurinn ákvað að taka sér smá tíma í upplýsingaöflun og ráða ráðum sínum

Þegar þarna er komið sögu er 28. dagur Sáðmánaðar

View
Atburðurinn
Aftur til Admundsvirkis

15. dagur Sáðmánaðar

Hetjurnar voru á leið á heim til Admundsvirkis. Hópurinn var hafði verið sendur til að ræða við Skuggaprélátann slóst í för með hópnum sem var að koma frá vel heppnaðri för í Gljúfrið. Hóparnir fóru rösklega yfir enda margir af meðlimum hópanna þreyttir eftir löng ferðalög, átök og vopnaskak undanfarinna vikna.

Það var dumbungur og örlítil gjóla á meðan sveitirnar tvær örkuðu suður á bóginn í átt að bækistöð Frelsishersins í Admundsvirki. Hingað til hafði hópurinn ekki orðið var við marga ferðamenn, enda ekki sá tími árs að margir voru á ferli, að minnsta kosti ekki í langferðalögum.

Þá sáu þau að langt fram undan gekk gamall maður með staf í áttina til þeirra. Eitthvað við þann gamla þótti þeim einkennilegt og ósjálfrátt leitaði hönd Músarinnar að hjöltum hnífsins hans. Cormack staldraði einnig við og eftir stutta stund höfðu flestir hægt á sér, nema Úa sem var í hrókasamræðum við Argent, en björninn virtist lítinn gaum gefa að blaðrinu í drúíðanum.

“Úa, bíddu aðeins,” sagði Perille.

Í þann mund staldraði gamli maðurinn um þrjátíu skrefum frá hópi ævintýramannanna.

“Hver eruð þið og hvert er för ykkar heitið?” spurði gamli maðurinn. Hann hélt á knýttum en skreyttum staf og föt hans voru hin tötraralegustu.

Músin hikaði og leit á félaga sína. Hann tók nokkur skref til hliðar og lét Cormack skýla sér. Luiz og Krista af næstum ósjálfráða hvötum hertu tökin á vopnum sínum. Sonya dró sig örlítið úr hópnum.

“Við erum á leið heim, gamli maður, hvert ert þú að fara?” svaraði Úa og gætti ekki að hegðun félaga sinna fyrir aftan sig.

Gamli maðurinn brosti grimmilega.

“Ég er fara þangað,” sagði hann og benti í austur. “Nei, ég er að fara þangað,” bætti hann síðan við og benti í vestur. “Þið hins vegar…,” illúðlegur svipur birtist á andliti hans, í sömu mund varð enn þungbúnara og dró verulega fyrir sólu, “þið eruð að fara hvergi. Ykkur þekki ég og hafið þið gert nóg af ykkur, truflað heri mína nóg. Hingað og ekki lengra.” Hann greip báðum höndum um stafinn og gerði sig líklegan til að berjast við hópinn, en það var nú að renna upp fyrir þeim hver gamli maðurinn væri. Hinn Gamli, Iuz, hinn illi ás.  

Krista, sem hafði búist við hinu versta, lagði þagnarálög á stein og grýtti honum í átt að manninum. Hann þaut hins vegar af stað og muldraði nokkur orð, hratt höndum frá sér og lagði stirðnunarálög á meginþorra hópsins. Því næst hrækti hann á Argent sem stirðnaði upp.

Þeir fáu sem náðu að verjast álögum gamla mannsins reyndu að verja vini sína en vopn þeirra virtust ekki bíta á þeim Gamla. Hann umbreytti sér í risastóra djöfullega veru, tætti ævintýramennina í sundur einn af öðrum og það eina sem þeir sem ekki voru undir álögum gátu gert var að flýja.

Skyndilega var sem birti snögglega og englumlík vera, íklædd ljósi, virtist eitt augnablik berjast við þann Gamla. Síðan varð allt svart.

20. dagur sáðmánaðar

Úa opnaði augun. Hana sveið aftan í kálfann og hún vissi ekki hvar hún var. Hún leit í kringum sig og sá að T’Sial var í næsta rúmi, og aðrir meðlimir ævintýrahópanna tveggja voru flestir komnir á ról. Í þann mund sem hún ætlaði að spyrja T’Sial hvar þau væru, gengu Gerólfur, Somnablik og Anna inn í salinn.

Eftir stutt spjall þá komst Úa að því að þau hefðu fundist sofandi í vegakanti af herflokki Frelsishersins. Öll voru þau með sérstakt merki einhvers staðar á líkamanum, merki hins Gamla. Spurningar dundu á þeim, svo Úa missti hreinlega þráðinn mjög fljótlega.

Henni leið illa. Þetta er allt svo mikið, hugsaði hún með sjálfri sér, svo miklu meira en ég ætlaði mér. Úa andvarpaði. Fjallafaðirinn hafði vísað henni að hernum, en undanfarið höfðu sýnir hans snúið að öðru þáttum, æsku hennar og í síðustu sýn hafði hann sýnt henni stað, Kal-Vaszud, en Úa vissi ekki hvar sá staður var.

Þegar Úa varð vör við að hin voru að ræða um tákn á höndum sínum lyfti hún ermunum og sýndi dvergarúnirnar sem voru ristar í húð hennar. Bæði Anna og Somnablis ráku upp stór augu en vildu lítið upplýsa Úu um þær.

Þegar yfirmennirnir í Frelsishernum höfðu svalað forvitni sinni og spurt margra spurning um atburðinn sem gerðist um fimm dögum áður yfirgáfu þau salinn og margir fylgdu í humátt á eftir þeim. Perille gerði sig líklega til að elta Somnablis en Úa trítlaði á eftir henni.

“Perille,” kallaði hún til galdrakonunnar. “Perille, geturðu aðeins beðið? Ég vil aðeins tala við þig.” Perille staldraði við en fylgdist með hvert Somnablis fór. “Heyrðu, af því þú ert alltaf að blaða í svona bókum og svoleiðis og veist svo mikið. Geturðu sagt mér eitt? Veistu hvað Kal-Vaszud er?”

Perille starði um stund á Úu.

“Af hverju spyrðu að því?”

“Af því Fjallafaðirinn sýndi mér svolítið,” svaraði Úa og sagði stuttlega frá sýnum hennar. Perille og Úlfhildur, sem hafði náð þeim, hlustuðu íbyggnar á lýsingu Úu.

“Ég veit svo sem ekki margt um þennan stað,” svaraði Perille þegar Úa hafði lokið frásögn sinni, “en mig grunar að þetta sé ein af neðanjarðarborgum fjalladverganna. Ég vildi óska þess ég vissi meira, en þetta er svona það sem mér dettur helst í hug. Kannski að einhver hér í Admundsvirki viti meira. Af hverju ræðirðu ekki við Borþý? Þú manst kannski að hann virtist bera kennsl á rúnirnar á höndum þínum.”

Úa kinkaði kolli hugsi.

Á meðan þær gengu í átt að híbýlum Somnablis leiddi Úa enn frekar hugann að þessu. Sama hve hún reyndi skildi hún ekki hvert hlutverk sitt í öllu þessu var og hvað hún var eiginlega að gera þarna. Hvers vegna hafði Fjallafaðirinn leitt hana niður úr fjöllunum að Frelsishernum ef hann vildi síðan að hún leitaði uppruna síns?

Hún rankaði aftur við sér þegar þær stóðu fyrir utan heimili Somnablis. Perille vildi gjarna ræða betur við galdramanninn en Úa hafði takmarkaðan áhuga á því. Hún vissi að hinir meðlimir hópsins höfðu að undirlagi Cormack og Músarinnar farið á bar Borþýs. Hún hafði jafnvel minni áhuga á því eins og sakir stóðu. Þær Úlfhildur horfðust í augu.

“Ég er að hugsa um að heilsa upp á Doru,” sagði Úlfhildur. Úu leist ekki illa á þá hugmynd og ákvað að fylgja henni.

Þegar þær komu til græðarans dró Úa Doru afsíðis og ræddi við hana um sýnina og atburðinn með þeim Gamla, en einnig um áhyggjur sínar af stöðu hennar innan Frelsishersins og sérsveitarinnar.

“Ef það að hitta þann gamla sannfærir þig ekki um vonsku hans og illgirni, þá veit ég ekki hvað gerir það. Hann er það sem við þurfum að stöðva. Hann er skán á grauti þessa heims, mygla í brauði, rotinn ávöxtur. Við þurfum að stöðva hann,” sagði Dora af eldmóði.

“Já, en gerum við það í samstarfi við illmenni, á borð við presta Erythnul og Hextors? Erum við þá nokkru skárri?”

“Hinn gamli er illur, svo óumdeilanlega illur. Við verðum að stöðva hann.”

“En við erum samt að reyna slökkva eld með eldi. Það skilur bara eftir sig sviðna jörð.”

“Samt, að lokum grær jörðin og gras sprettur á ný.”

Úa hugleiddi þetta um stund eftir að Dora kvaddi hana til að ræða við Úlfhildi. Sama hve hún reyndi þá gat hún ekki fellt sig við hugmyndina að ganga til liðs við kúgara, morðingja og kvalara. Þá sem fórna öðrum lifandi verum til að svala blóðþorsta illum goðum sínum. Hvernig gat það leitt til betra lífs fyrir íbúa þessa heims? Myndi þetta ekki bara fara eins og með Skuggaprélátann, að þau myndu fella einn harðstjóra fyrir annan, jafnvel annan verri? Var það kannski merki um hringrás og jafnvægi náttúrunnar? Kannski þarfnast dagurinn nætur, rétt eins og nótt þarfnast dags? Henni varð hugsað til þess sem Skuggaprélátinn hafði sagt, að án ljóss væri enginn skuggi. Auk þess, hver voru þau að ráðast gegn goði? Hafði ekki atburðurinn einmitt sýnt hversu lítilsmegnuð þau voru? Hverju breytti þó að allir skógarþrestirnir, íkornarnir og greifingjarnir í einum dal myndu sameinast gegn bjarnarkóngi, æðsta dýri fjallanna? Bjarnarkóngurinn myndi alltaf traðka á þeim.  

Úa kallaði til Argents og gekk út fyrir Admundsvirki til að fá að vera ein með hugsunum sínum.    

21. dagur sáðmánaðar

Úa var með þeim síðustu til að mæta til Önnu daginn eftir. Mörg þeirra hinna voru ansi framlág eftir gærkvöldið, rauðeygð og þreytt. Anna gekk inn til þeirra og ræddi við þau um stund um það sem hafði gengið á áður, um fyrri sendiferðir þeirra og árangurinn af þeim.

“Ég er með nýja skipanir, þið eigið að fara til Balmund. Miklum hluta af her Iuzar er stýrt þaðan. Þar eru fjórir hershöfðingjar, allt klerkar hins illa og þeir eiga mjög erfitt með að vinna saman. Með því að etja þeim saman tekst okkur kannski að valda herjum hins Gamla nægilega miklum vandræðum til að við náum að taka Skjaldlöndin aftur.”

Hetjurnar spurðu Önnu margra spurninga, en Úa var hljóð. Balmund var nær fjöllunum hennar og hugsanlega nær Kal-Vaszud. Hún leit í gaupnir sér. Hvort ætti hún að gera, elta sýnir Fjallaföðursins eða hlýða skipunum Önnu?

Eftir nokkrar umræður kvaddi Anna hópinn og sagði þeim að búa sig undir för til Balmund. Úa fylgdist með þeim hverfa á brott. Síðan sneri hún sér að Argent.

“Komdu, Argent,” sagði hún ákveðin, “ég held við ættum að ræða aðeins við Borþý.”

View
Launráð og Leynadarmál í Heldarn
Partur 2 - Sviksemi Sunnanmanna

Móður eftir eltingaleikinn var Narrogoran farinn að skilja af hverju Pathraan, hirðsveinn föður hans, maðurinn sem hafði hlotið þann heiður að sjá til þess að Narrgoran ælist upp sem maður, hefði varað hann við tvískinnungi fólksins að sunnan. Þó fólkið hans ætti til að beyta brögðum til að ná yfihöndinni í bardaga, jafnvel sjá til þess að fólk svæfi illa nótina áður eða að átt hafi verið við úbúnað manna fyrir einvígi, þá virtist vera fátt sem fólkið hérna mundi ekki fórna heiðri sínum fyrir hérna fyrir sunnan.

<meta />

Það sem hafði byrjað eins og venjulegur morgun á krá Petreneks, manns sem hafði verið lofað í hástert fyrir að vera traustverður, hafði nú leitt til þess að hann lá dauður við fætur hópsins. Sviksemi hans virtist engum takmörkum bundin, en ljóst var að hann hafði reitt fram féð sem líkgrafarinn hafði þegið fyrir að senda lík til Rotengu í Fendrelan, Rotengu sem hafði dregið Narrgoran á tálar, og einnig að hann hafði borgað kokkinum fyrir að byrla hópnum eitri.

Morguninn hafði svo sum byrjað eins og hver annar þar sem hópurinn safnaðist saman við morgunverð á krá Petreneks, nema þessi hefði vel getað verið sá síðasti fyrir þau öll. Eftir að hafa barið frá sér einkenni eitursins, bruna í maga, svita og svima, þá braust hópurinn inn í eldhúsið á kránni. Hálflingurinn sem eldaði matinn var svo sum ekki lengi að játa á sig sökina en játningin hans gerði lítið til að sefa reiði Narrgorans.

Hópurinn hafði borið hálflinginn að heimili hans og þar var hann hnýttur við stól, eftir að hópurinn sendi Bram eftir setuliðstjóranum, en hann stóð bara í vegi fyrir því að hópurinn gæti yfirheyrt hálflinginn, þá var hann fljótur að átta sig á að valið stóð á milli þess að vera beittur göldrum eða barinn. Hann myndi segja frá öllu á hvorn veginn sem væri.

Eftir að hálflingurinn hafði vísað þeim á peninginn sem hann hafði fengið greiddann þá vöknuðu grunsemdir þeirra sem þenkja dýpra í hópnum, nefnilega hjá Drífu og Carel. Báðar peninga hrúgurnar, annarsvegar frá kokkinum og hins vegar líkgreftraranum, voru samsettar af peningum víðsvegar frá Flaness, það fékk þau til að velta því fyrir sér hver hefði greiðan aðgang að slíkum fjárhæðum af svo blandaðri mynt. Og aftur, þá veltu þau því fram að mögulega væri Petrenek ekki allur þar sem hann var séður. Mögulega var hjálpsemi hans bara í nösunum á honum en hann hafði borið sig allan fram við að lýsa því yfir hvað hann vildi mikið hjálpa en hópurinn hafði ekki fengið neitt gagnlegt frá honum ennþá. Þar að auki hafði eini maðurinn sem Petrenek hafði talað illa um, Oskotan, leitögi verslunarsamtakana, reynst hópnum hjálplegastur manna hér í Heldarn að setulipstjóranum undanskildum og einnig hafði hann aðgang að slíku fé í þessari samsetning sem gjaldkeri samtaka verslunarmanna.

Þessar grunsemdir leiddu til þess að ákveðið var að Drífa og annar einfeldningurinn hópsins, Böðvar, myndu fara til Petreneks og hafa ofan fyrir honum á meðan Carel og Nezrak myndu brjótast inn til hans til að sjá hvort eithvað grunsamlegt væri þar að finna. Á meðan því stóð fóru Narrgoran og hinn einfeldingur hópsins, Bram, með hálflinginn í fangelsi. Eins undarlegur einfeldningur og Bram kann að vera þá fann Narrgoran það ekki í sér að hæðast að honum þegar hann virtist átta sig á því að háflingurinn hafði ekki meiri áhuga á sólagoði hans en svo að hann gæti linað refsinguna sem hann sæi fram á fyrir öll morðin sem hann hafði framið að beinan blaðsnifsi og poka af gulli. Eins lítið álit og Narrgoran hafði á honum þá varð hann að bera virðingu fyrir því að hann blótar þó goð sitt opinberlega eins og sæmir, en honum var greinilega mikið niðri fyrir við þessa uppgötvun.

Þegar hópurinn hittist svo aftur þá var ekki annað að sjá en að svikarinn væri fundinn. Carel og Nezrak höfðu fundið bygginga teikningarnar of miðstöð verslunarmanna sem Petrenek hafði stært sig af að hafa fjármagnað úr eigin vasa. En þeir voru vissir um að eithvað væri bogið við þær þar sem einhverjir veggir væru mun þykkari en þörf var á. Hópurinn bar teikningarnar á borð fyrir Oskotan og hann útskýrði þær fyrir þeim. Eftir stutta eftirgrenslan þá var það augljóst að þessir veggir voru holir og ætlaðir til njósna.

Narrgoran fór strax í það að leita leiða til að komast inn í vegginn inni í skrifstofu Oskotans, hann þreif í útanáliggjandi hluti eins og málverk og kertastjaka, reif frá öll húsgögn og ábreiður en allt fyrir ekki. Á endanum misti hann þolinmæðina og lét hamarinn vaða í vegginn þrátt fyrir andmæli Oskodans. Það tók ekki langan tíma berja nógu stórt gat til að hópurinn gæti smokrað sér inn í vegginn.

Að innan var það ljóst að það væri engin leið til að opna veggina að innan en hópurinn fann þó hvar holrúmin sameinuðust í holan stokk sem leiddi niður. Á botni stokksins voru svo leynistaður nöðrunnar. Efir að hafa þrætt sig í gegnum hálfgert völundarhús fullt að gangandi beinagrindum þá mætti Petrenek hópnum með eitri á pílum og hnífum áður en hann leiddi hópinn í eltingaleik í gegnum hvelfinguna yfir fallhlera og gegnum urmull af beinagrindum. Hann hæfði Carel með pílu og stakk Narrgoran í lærið með eitruðum hníf, Narrgoran hristi eitrið af sér en það hægði á Carel svo hann beið hópsins inni í hvelfingunni meðan hópurinn hljóp uppi Petrenek.

Þegar þau höfðu náð nöðrunni þá var hún ekki lengi að falla í valin, en Petrenek reyndist aumur bardagamaður þegar á hólminn var komið. Það eina sem hann virtist geta var að eitra fyrir andstæðingum og reyna svo að reka egg í viðkvæma staði, en hann hafði stungið Narrgoran nokkrusinni svo hann fann fyrir. En svo til að undirstika hversu mikil heigull hann var þá kaus hann að taka eigið líf frekar en að sæta sig við að hafa verið sigraður í bardaga og svara fyrir gjörðir sínar, en þegar virtist vera að hann væri sigraður þá barst froða frá munnvikum hans og hann hristist allur í dauðateygjum sínum.

Petrenek var varla fallinn þegar hópurinn var truflaður af lófaklappi og kvennmannsrödd sem barst frá kristalkúlu innan í herberginu það sem Petrenek hafði verið felldur. Konan í kristalkúlunni bar sig digurbarkalega og kynnti sig sem Altheu, en hún sagðist þekkja hópinn ásamt öllum öðrum meðlimum sérsveita frelsishersins og varaði við því að illt væri í vændum fyrir þau öll. Narrgoran gaf satt að segja ekki mikið fyrir aðvaranir hennar, þær hljómuðu fyrir honum eins og gremja einhvers sem tapað hafði í glímu, engu að síður voru hún og hennar samherjar búin að sína að þau myndi beyta hvaða brögðum sem væri.

Þegar þetta var afstaðið þá kom það í ljós að eitur Petreneks hafði gert gott betur en að hægja á Carel, en hann fannst dauður þar sem hópurinn hafði skilið hann eftir. Menn tóku því mis vel að félagi væri fallinn, Bram hálf veinaði og það sást á öðrum að þau tóku því ekki vel. Narrgoran hafði séð nóg af dauðu fólki áður, vinum jafnt sem óvinum, og kippti sér því ekki mikið upp við þetta. Auðvitað var það leiðinlegt að missa vin, en aðvaranir Altheu sátu í Narrgoran meðan hann tók hringinn sem huldi hugsanir af fingri Carels.
 

View
Launráð og Leyndarmál í Heldarn
Partur 1 - Grafarinn Grunsamlegi

Eftir frækilega frammistöðu í Fendrelan hélt teymi frelsishersins til Heldarn í leit að uppsprettu eitruðu sveppafrjóanna og útsendara Svörtu Klóarinnar sem dreifa þeim.

Teymið frækna samastóð af Carel, mennskum galdranotanda af óræðum toga og fullkomlega venjulegum hrafni hans, Böðvari Blóðskömm, hálf-þurs með meiru , Drífu Trandemyr, sérfræðingi í ísgöldrum, Nargorran 'Svarthamar' Ettreme, aðalsmanni frá Steinborg með áberandi bláan hamar úr stjörnustáli, Bran, paladin og áköfum boðbera sannleika Pelors og Nezrak, fámálum manni sem sérhæfir sig í fangbrögðum.

Upplýsingar hópsins gáfu til kynna að gróunum hefði verið smyglað til Fendrelan af kaupmanninum Lavolin, en sá hafi sennilega ekki vitað hvað hann bæri með sér. Rotenga, prestur Iuzar í Fendrelan, hafði búið til uppvakninga úr líkum sendum annarstaðar að, en þó ekki víst að hún væri endilega á bakvið dreifingu eitursins.

Hópurinn byrjar á að ræða við Gloriu, foringja setuliðsins í Heldarn. Hún tjáir þeim að setuliðið haldi skjöl yfir ferðir vagna í og úr bænum, en sennilega ætti líka að leita til kaupmannasamtakanna, sem haldi sínar eigin bækur.

Hún vísar þeim líka á gistihús í bænum, rekið af Petrenek, góðlyndum og ógrunsamlegum kráareiganda, sem sé einnig gjaldkeri kaupmannasamtakanna og sennilega vingjarnlegri og áreiðanlegri en Osgodan, leiðtogi þeirra. Sennilega ættu þau að fara að ráðleggingum hans í samskiptum við samtökin. Krúnan í Furyondy hafi leigt þeim vistarverur þar.

Hún útskýrir að í bænum sé ekki bara eitrið í korninu að valda vandræðum, heldur hafi ýmiss konar varningi verið spillt með  undarlegri olíu sem þorni hægt, en springi svo með látum þegar hún er þurr, og hafi verið notuð til að eyðileggja birgðir hjá hinum ýmsu kaupmönnum. Hún veitir þeim innsigli sitt til að geta rannsakað þetta mál í hennar umboði.

Þau læra líka ýmislegt um bæinn og búaættirnar tvær sem eru stór hluti hagkerfisins, en þær hafi báðar tekið til við að lána á miklum ofurvöxtum, Glóskins ættina og Herrelan ættina. Böðvar langar mikið að heimsækja þær, enda ólst hann upp hjá búum.

Á kránni tekur Petrenek vel á móti þeim með mat og veigum, en býðst líka til að taka við spurningum þeirra og grennslast fyrir daginn eftir, en hann segir að sennilega sé betra að hann athugi þetta fyrir þau undir borðið áður en þau tali við Osgodan, en hann væri vís til að líta á rannsóknina sem afskipti af samtökunum. Hann segir þeim líka að hann hafi sjálfur orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgunum og þurft að greiða skemmda matinn úr eigin vasa.

Hópurinn tekur því rólega það sem eftir lifir dags, en daginn eftir biðja þau Petrenek um gögn samtakana um ferðir vagna til og frá bænum, og eins staðsetningar og tímasetninga sprenginga og skemmdarverka. Síðan halda þau af stað í leit að frekari upplýsingum.

Hjá skrásetjurum setuliðsins er mikið af gögnum, en engin þeirra eru nægilega læs á slíkt bókhald til að sjá nokkuð augljóst, Nezrak verður þó eftir og fer yfir efnið og tekur afrit af helstu upplýsingum.

Drífa, Bran, Böðvar, Carel og Nargoran fara á meðan að tala við Glóskins ættina, án þess að hafa þó nokkuð sérstakt að spyrja þau.

Þar er tekið tortryggilega á móti þeim og um leið og fram kemur hvaðan þau koma líta búarnir á það sem sjálfkrafa ásökun um að Frelsisherinn hljóti þá að gruna þau um að vera í liði með Iuzi. Eftir misheppnaðar tilraunir til að lægja öldurnar kveður hópurinn í köldu.

Petrenek hittir þau í hádeginu og afhendir gögnin, en útskýrir líka að Osgodan hafi tekið eftir honum að gramsa í gögnunum og fengið það upp úr honum hvað hann væri að gera, svo sennilega ættu þau að fara á hans fund hið snarasta, svo hann upplifi sig ekki jaðarsettan eða jafnvel að verið sé að ráðast gegn honum.

Sá fundur gengur mjög vel, sérstaklega eftir að Osgodan var gefin flaska af dýru víni sem Petrenek útvegaði, en heiðarleiki hópsins og málgleði Drífu dugðu til að sannfæra hann um einlægni þeirra. Eftir að kökum var útdeilt fengu þau aðstoð hans við að bera saman gögn samtakanna og gögn setuliðsins, en Osgodan fann þá misræmi sem þeim hefði aldrei tekist að sjá, en svo virðist sem gögnum samtakana hafi verið breytt til að þegar vagnar eru geymdir við kirkjugarðinn gerist það stundum að einn þeirra er látinn hverfa úr bókunum.

Þetta er allt saman hið grunsamlegasta. Hópurinn heldur til kirkjugarðsins til rannsókna á málinu, en koma við hjá Petrenek til að láta hann vita og vara hann við, en augljóslega sé Svarta Klóin með útsendara í samtökunum sem sé í einhvers konar skrifara eða ábyrgarðstöðu þar sem hann hafi aðgang að gögnum. Petrenek er brugðið en fullvissar þau um að komist verði til botns í þessu og hann muni fara varlega við rannsókn málsins.

Í kirkjugarðinum er grafari að vinnu, en þau höfðu komist að því að hann væri aðkomumaður, fyrrum hermaður, að nafni Blarfengar. Hann svarar í fyrstu fálega, en þegar honum er sýnt innsigli Gloriu býðst hann til að sýna þeim inn í grafhýsið, en hópinn grunaði að líkin sem Rotenga hafði fengið send, sem voru gömul en vel varðveitt, gætu hafa komið þaðan, en það fannst Blarfengar ósennnilegt.

Þegar hópurinn var kominn að luktum dyrum fyrir framan elsta hluta grafhýsisins togar blarfengar í rofa, sem fyllir hýsið af þykkri þoku, og hverfur svo á harða- spretti.

Nezrak, Bran og Böðvar ná þó að hlaupa hann uppi, og þó hann sé harður í horn að taka ná þeir að berja á honum þangað til hann gefst upp.

Hann virðist þó furðu lítið vita, hann sé skuldugur búunum upp fyrir haus, og hafi ekki getað hafnað boði sem leyfði honum að standa í skilum. Skipanir hafi birst á kofa-gólfinu hjá honum fyrirvaralaust og greiðslur einnig.

Þau fara að lokum með hann til setuliðsins og segja Gloriu frá stöðu mála. Henni er mjög brugði, en segist lítið geta gert til að aðstoða frekar en hún hafi þegar gert.

Eftir yfirheyrslur á grafaranum heldur hópurinn aftur á gistihúsið til að hvíla sig, en vissu þó að enn væru ýmsir hundar grafnir í Heldarn

View
Niður í Undirheima
Þangað og aftur í Gljúfrið

8. dagur Sáðmánaðar

Hetjurnar vöknuðu við að heyra barið í trumbur. Eftir nokkrar eftirgrennslan kom í ljós að æðstu stjórnendur Gljúfurbúa voru hvergi sjáanlegir að Sjáandanum undanskildum. Gamli maðurinn beið hetjanna í hásætissal plarsins og virtist vel mettur eftir að hafa gætt sér á uglubirni kvöldið áður. 

"Hinn margi veitti mér sýn," sagði hann og benti kræklóttri hönd að hetjunum, "hann sýndi mér hvernig þið getið sannfært plarinn um að ganga til liðs við þennan her ykkar." 

Hetjurnar litu hver á aðra og færðu sig nær gamla, hálfnakta manninum. Sjáandinn glotti svo skein í tannlausan efri góminn. 

"Já, hann veitti mér sýn," endurtók Sjáandinn og rétti betur úr sér þar sem hann sat við hásætisstallinn. "Hér langt fyrir neðan, djúpt í Undirheiminum, er grafhýsi hvar finna má öfluga galdrahluti. Ég þykist viss um að ef þið færið honum sverðið sem þar er að það fái hann til að líta ykkur í öðru ljósi." Gamli maðurinn neri saman höndum. 

Eftir stuttar samræður ákváðu hetjurnar að þar sem þær höfðu lítið annað fyrir stafni að láta til leiðast og fara ofan í Undirheimana. 

Þegar Cormack og Krista höfðu útvegað allan nauðsynlegan búnað lögðu þau af stað ofan í Undirheimana. Sjáandi Gljúfurbúa nýtti galdrakrafta til að færa stóra stein frá helli einum, hvar finna mátti þröngt einstigi sem leiddi djúpt niður í jörðina. Músin leiddi hópinn og gerði hvað hann gat til að tryggja að gildrur yrðu ekki á vegi þeirra. 

Eftir nokkrar klukkustundir náðu þau niður í stóran helli. Þau höfðu ekki verið þar lengi þegar tvö hellakamelljón sátu fyrir þeim. Þau skutu bæði slímugum tungum sínum að hópnum og náðu Músinni. Cormack, Úlfhildur og Krista voru þó fljót að bregðast við og með samhentu átaki tókst þeim að losa halflinginn, fella annað hellakamelljónið og hrekja hitt á brott. 

"Stundum reynistu ágætlega, stráksi," sagði Músin og þakkaði fyrir sig. Cormack skaut augum að halflingnum og yppti öxlum. 

"Ekkert að þakka, gamli," sagði Cormacki og slíðraði vopnið sitt. 

Hópurinn hélt síðan áfram en fór þó hægar yfir og af meiri gát. Músin læddist á undan og sá þá hvar dökkur pollur lá á hellisgólfinu. Eftir stutta stund sá hann að pollurinn var heldur óvenjulegur og grunaði að þar væri einhvers konar gildra. Sú reyndist ekki raunin, því félagar hans sáu að þetta var náttúrulegt fyrirbrigði, eins konar skófir sem þöktu hellisloftið og gátu brugðist harkalega við hita.

Enn þræddi hópurinn sig dýpra ofan í jörðina. Eftir að þau voru komin framhjá á skófunum sérkennilegu þrengdist hellirinn og lá fram í annan minni helli hvar mikil neðanjarðará brast hvítfyssandi fram af miklu krafti. Hinum megin við ánna var annað hellisop og aðeins þröng steinbrú yfir. 

Hópurinn hélt uppteknum hætti og leiddi Músin förina. Í þann mund sem þau voru að komast yfir réðust hellakrabbar í loftinu á hópinn. Þeir köstuðu vefsnærum sínum í stærstu einstaklingana í hópnum, en Abum nýtti galdramátt sinn til að leysa þá. Þau flýttu sér yfir brúnna og inn um hellisopið. 

Eftir nokkra göngu komu þau inn í helli sem virtist manngerður. Þau fylgdu göngunum inn í sal, sem var að hruni kominn. Enn var það Músin sem fór fyrst og fann hann góða leið í gegnum salinn. Hópurinn slapp í gegn án þess að loftið hryndi. 

Þau héldu áfram eftir göngunum og komu að stórum dyrum. Músin rannsakaði þær hátt og lágt en kom ekki auga á gildru. Hann hafði séð nokkrar á leiðinni og tekist ýmist að komast hjá þeim eða aftengja þær. Halflingurinn opnaði dyrnar en gætti ekki að sér, því stór ljár féll úr loftinu og á kaf í öxl hans. Aðeins fyrir sakir verndarálaga sem Cormack hafði lagt á hann hélt Músin lífi, en rétt svo. Þau losuðu ljáinn úr öxl Músarinnar, nýttu galdramátt til að loka sárinu en héldu síðan áfram förinni. 

Að lokum komu þau inn í rými hvar stór steinkista stóð við annan endann. Músin dró fram þjófalyklasettið sitt, áður sem oftar, og hófst handa við að rannsaka kistuna. Í ljós kom að þar var galdragildra sem, hefði Músinni ekki tekist að aftengja hana, getið valdið hetjunum miklum vanda. Þegar þau opnuðu kistuna reis upp vofa, heldur illfrýnileg og pirruð á svip. 

Hún réðst þegar að Kristu og Cormack, á meðan hinar hetjurnar héldu sig lengra frá. Snerting hennar dró mátt úr Cormack og hann fann hvernig lífsstyrkur sinn þvarr. Þau Krista reyndu þó að verjast og börðust hetjulega gegn vofunni, með liðssinni frá félögum sínum. 

Að lokum yfirbuguðu þau þó vofunni og sáu þá að í kistunni kenndi ýmissa grasa. Þar voru þó nokkrir verðmætir hlutir; skjöldur, sverð og ýmislegt fleira. Þeim tókst þó ekki að bera kennsl á þá alla og sáu fram á að þurfa hjálp við það þegar þau sneru aftur til Gljúfurbúa.

Eftir að hafa hvílt sig stutta stund, héldu þau aftur sömu leið heim.  

View
Yfirferð um nýliðna atburði

Athugasemd stjórnanda: Þessi færsla er öll rituð í metastíl, ekki m.t.t. spilaborðsins og karaktera.

Orrustan um Stoink átti sér stað fyrsta dag Sprettutíðar. Síðan eru liðnir 16 dagar en afar margt hefur átt sér stað á þessum stutta tíma og margt af því hefur mikil áhrif á það sem er framundan.

Helst af öllu þarf að skýra hvað hefur gerst í suðausturhluta Ræningjaríkjanna. Eftir frelsun Sarresh, sigurinn í Stoink og það sem er að gerast í Gljúifrinu er staðan þannig að Rauðhandarhérað, Stoink, Artonsamay, Reyhu og Gljúfralönd hafa eða eru við það að mynda bandalag við Frelsisherinn. Þannig er komið stórt og mikið skarð í ítök Hins Gamla í Ræningjaríkjunum. Þó má ekki gleyma að herir hans og bandamenn eru enn mýmargir á svæðinu og það þarf enn að sinna því. Gjábarmar og virkin umhverfis Gljúfrið eru vel mönnuð og varin og sama má segja um Balmund. Balmund er umkringd miklum her, sérstaklega suðvestan við bæinn en það er frægt hversu illa borginni er stýrt. Öðru máli gegnir um Gjábarma, þar sem Cranzer stýrir með harðri hendi og er afar öflugur galdramaður.

Ákvarðanir sérsveitarinnar í Dimre gætu haft miklar og slæmar afleiðingar. Dimre ríki er með gott vegakerfi sem er vel við haldið og veitir gott aðgengi að Trúríki hins Föla og Tenh, sem og Drauga- og Niðarskógum. Eftir morðið á Skuggaprelátanum gæti orðið mun erfiðara um vik að ferðast í austri, sérstaklega til Tenh. Það er ljóst að þó undirmenn Pollaks Skuggapreláta hafi ekki enn valið arftaka hans úr sínum röðum, þá verður Frelsisherinn aldrei velkominn í ríkinu.

Sarresh var nokkurs konar höfuðstaður Reyhu og framkvæmdir hafa þegar hafist við að byggja brú milli Sarresh og Hardwyn í Stórhéraðinu Urnst. Fréttir af frelsun Sarresh hafa borist til Gljúfursins, þar sem margir eru annað hvort fyrrum íbúar eða eiga ættir sínar að rekja til Reyhu. Það hefur styrkt samningsstöðu Frelsishersins við Gljúfrabúa.

Salfray akrar tilheyra Stoink. Þar sem íbúar Stoink eru ekki lengur að undirbúa sig fyrir innrás, Artor Gellor og hans lið ferðast um sléttur Artonsamay og Frelsisherinn hefur sent af stað lið, þá eru akrarnir vel varðir og Larn, Rufus og hinir íbúarnir hafa snúið aftur til að rækta Salfray jurtina að nýju. Larn hefur auk þess ákveðið að ferðast öðru hvoru til Admundsvirkis til að vinna með Doru Litharen að lækningum. Rufus gamli ver akrana með kjafti og klóm.

Smiðjur Stoink eru farnar að vinna í akkorði við vopna- og herklæðasmíðar fyrir Frelsisherinn. Það er ekki einungis mikill hvalreki fyrir herinn, heldur mikið áfall fyrir heri Hins Gamla, sérstaklega herina í austanverðum Ræningjaríkjunum. Cranzer vanmat verulega stöðuna og sendi allt of lítið og veikt herlið gegn borginni. Renfus hefur sent hóp af þjófum til að starfa með hernum og sumar af málaliðaklíkum borgarinnar hafa gert samkomulag við herinn. Þá hefur hægri hönd hægri handar Renfusar, stúlkubarnið Smarla, gerst fulltrúi hersins í borginni og er í innri hring Önnu Huron.

Efir nýskeða atburði við Hvessu hefur verið höggvið skarð í her Gjábarma. Cranzer er búinn að missa töfravopnin sem Gennen og búarnir framleiða, sem hafa verið verðlaun fyrir orkahöfðingjana og stundum til þess að útvega fé.

Það er óhætt að fullyrða að Cranzer fyrirlíti Frelsisherinn. Hann hefur mátt þola niðurlægingu út af þessu óvænta nýja afli og skilaboðin frá Dorakaa og Hrókahreiðri verða æ hvassyrtari. Ef Frelsisherinn myndar bandalag við Gljúfrabúa, eins og virðist líklegri með hverjum deginum, þá er eina vörn Gjábarma sem er í nægilega stuttu færi Hallavirkin og ef þau falla, þá er umsátur óhjákvæmilegt. Hafa skal í huga að orkaherinn við Gjábarma er gríðarstór.

Samskipti við Gljúifrabúa hafa gengið vonum framar en þeir eru erfiðir viðureignar, tortryggnir og hafa engum treyst lengi svo það er ekki hægt að treysta á neitt. Varanlegt og sterkt bandalag kemst ekki á fyrr en Gljúfrabúar geta að meira eða minna leiti ferðast óáreittir frá Gljúfrinu, sérstaklega ef þeir geta hafið búskap að nýju.

Áhrif 480; Furyondy 553, Urnst 109, Nyrond 80, Iuz 196, Ræningjaríkin 157 (Stoink  (1), Abbarra 46, Dimre – (2), Rauðhandarhérað - (1), Artonsamay 73, Reyhu 58, Gljúfrið 55, Johrase 46, Flækja 46, Vígvellir -35, Ormsalir -35, Frívirki 46, Grænhöll 46, Miðlendur 5, Fellin -71, Hrókahreiður -144, Grosskopf -71)

(1) Staða Frelsishersins er það sterk á þessum svæðum að aðeins meira háttar stórslys eða illvirki gætu skemmt stöðu hans eða áhrif.

(2) Frelsisherinn er svo fyrirlitinn á þessu svæði að engin leið er til að endurheimta orðspor hans. Gera má ráð fyrir að yfirvöld og/eða ibúar svæðisins muni gera sitt besta til að beinlínis skemma fyrir Frelsishernum.

Frelsisherinn er nú orðinn raunverulegt og mikilvægt afl í Norðrinu. Af þeim völdum hafa fulltrúar eftirfarandi ríkja haft samband við herinn og vilja ráða samstarf: Bissel, Frostfólkið, Nyrond, Perrenland, Ratik, Úlfa-hirðingjarnir og Ehyeh III, hertogi Tenh.

View
Jafnvæginu Raskað

Perille var órótt og átti erfitt með að einbeita sér að nokkru, litróf tilfinninga reið yfir hana meðan hún spíg-sporaði um hvelfinguna sem Gennen hafði úthlutað sérsveitinni. Á einn bóginn hafði hún ekki verið jafn spennt og daginn áður en hún náði 11 ára aldri, vitandi það að hún fengi aðgang að bókasafni föður síns morguninn eftir. Gennen hafði tekið við svarta eikarstafnum sem hún hafði haft af Waqounis og lofað að endurglæða bjarma hanns. Einu not stafsins síðan Sarresh var frelsuð hafði verið að veita smá il við snertingu og sama hvað Perille hafði reynt gat hún ekki glætt hann lífi aftur, en Gennen var viss í fasi þegar hann sagðist geta það. Hann hafði útskýrt ferlið stutlega um hvað það fæli í sér að gera slíkt, ferli sem Perille þekti í kenningu en hafði ekki getað framkallað þar sem gat ekki beitt nógu öflugum göldrum. Annars vegar var Perille glöð yfir því að Gennen gæti þetta en hins vegar var hún full af spurningum um ferlið og eðli galdrasmíða yfir höfuð. Hana langaði til að finna Gennen og rekja úr honum garnirnar en þorði því ekki því hún vildi vera viss um að hann hefði frið til að sinna verkinu, það var síðla dags og Gennen ætti að vera að hvílast til að undirbúa galdra orku sína fyrir morgundaginn, rétt eins og Perille. 

Svo á hinn bóginn veltist ennþá í henni gremja um hvernig hafði farið fyrir Skuggaprelátanum. Sama hversu oft hún fór yfir atburðarásina í höfðinu á sér sat þessi slátrun á fólki sem hafði átt sér stað á þessum skógarstíg ekki vel í henni. Markmið fyrirsátarinnar var einfallt, fella Borlak Traffugen, Hátemplara skugga trúarbrots Pholtusar, og græða nýja bandamenn í formi útlaga frá trúríki hins Föla. Agneta, fyrrum templari Pholtusar sem féll úr náð hans sökum þess að taka sér ástkonu, álfinn Eirith, hafði ásamt fylgismönnum sínum, Eirith, hálflingnum Flóka og búanum Meitli, sett upp launsáturs árásir til að draga hátemplarann út úr virki þeirra og verk sérsveitarinnar var að sitja fyrir honum og fella hann. Allt hafði gengið vel þar til Skuggaprelátinn sjálfur, Miiztirnan Pollak sjálfur, mætti í eftirdragi með Borlak.

Það var enginn vafi um það að báðir menn ættu skilið að deyja, hægfara jafnvel ef marka var sögurnar af þeim og það sem þau höfðu sjálf orðið vitni að. Sagt var að ef Skuggaprelátinn væri beðinn um að bera barn yfir læk þá væri það það síðasta sem þú þyrtir að hafa áhyggjur af að hann myndi drekkja barninu, hvalarlosti hans var eithvað sem Agneta hafði sjalf fengið að finna fyrir. Þó hann hafi ekki lagt hönd á hana sjálfur skein víst unun úr andliti hans og fasi meðan Borlak lagði að henni. Sjálfan hafði hópurinn séð Borlak flá mann í nafni Pholtusar fyrir að stela sér brauði.

En þar lá hluti efans sem Perille gat ekki hrist af sér þegar kom að Skuggaprelátinum og fylgismönnum hans. Pholtus er goð sem hvetur til góðra verka en krefst þess að fylgisfólk hanns fylgi ströngum reglum um hegðun og hugsun, en þrátt fyrir það að þessir menn fremdu illvirki þá nutu þeir ennþá blessunar goðsins. Þeir fengu galdra og aðra hæfileika sem einungis voru hægt að framkalla með blessun frá goði, og þessir menn tilbáðu Pholtus opinberlega. Perille velti því þó fyrir sér hvort eithvað annað goð væri að veita þeim blessun í gerfi Pholtusar. Það kæmi henni ekkert á óvart ef svo væri, goðunum var eftir allt ekki treystandi til að gera neitt nema það væri þeim sjálfum til framfara. Staðan á málum í ræningjaríkjunum var lýsandi dæmi um það.

Hitt sem sat í henni varðandi drápið á Skuggaprelátinum var raskið á jafnvæginu á þessu svæði sem andlát hans gæti valdið. Þó þessi hópur væri vart meira en ræningjar og illmenni þá veitti valdið sem þeir höfðu á svæðinu visst jafnvægi. Fyrir það fyrsta héldu þeir aftur Cranzer og orka herjum hans úr austri, þannig veittu þeir vissa vernd fyrir Stoink borg í þeim efnum þar sem þeir höfðu haldið aftur herjunum frá Gjábörmum og svæðunum þar í kring. Á annan veg þá héldu þeir trúríki hins Föla frá því að breiða út áhrif sín inn í Dimre og þarmeð festa tangarhald þeirra á Tenh enn frekar. Í þriðja lagi var leið Frelsishersins norður til Tenh nú í uppnámi. Og það var það sem sat sem fastast í Perille. Þó þeir væru ekki fallegir bandamenn þá voru þeir visst mótvægi við uppgangi fylgismanna Pholtusar.

Hópurinn hafði átt langt spjall kvöldið áður um gildi þess að eiga bandamenn í baráttunni gegn hinum Gamla, jafnvel bandamenn sem flokkuðust seint sem boðberar hins góða í heiminum. Perille hafði talið að jafnvel Úa hefði áttað sig á því að stundum þyrfti illt til að berjast gegn illu, sér í lagi ef jafvæginu væri haldið og tilvist hinna fleiri væri betri fyrir vikið. Það hafði ekki hvarflað að Perille að hún hefði frekar átt að einbeita sér að því að útskýra mikilvægi þess fyrir T'sial.

T'sial hafði blaðrað eithvað um að hafa sér Skuggaprelátinn geri sig tilbúinn að ráðast að hópnum eftir að þau höfðu stigið fram til að fella Borlak, en þessar útskýringar pössuðu ekki við það Perille hafði sjálf orðið vitni að. Þegar hópurinn hafði ruðst fram og veist að Borlak hafði Skuggaprelátinn haldið aftur af sér, hann kastaði varnargöldrum og virtist ekki taka illa í útskýringar hópsins að þeir væru bara á höttunum eftir Hátemplaranum. Hann gaf allavega varðmönnum sínum engar skipanir um að skipta sér af okkur og gerði ekkert sjálfur sem Perille gat séð sem ögrun, en T'sial hélt öðru fram.

Ekki tók svo skárra við þegar bardaginn var afstaðinn. Perille hafði velt fram hugmyndinni hvort hægt væri að koma því þannig fyrir að Agneta tæki sökina á morðinu en þá tók við eithver atburðarás sem átti að fela það í sér að það yrði gert án hennar vitundar. Euler var helsti talsmaður þess og endaði það svo að skeiti var sem Frelsishernum á þá leið, það er óhætt að segja að hvorki Agneta né Frelsisherinn hafi brugðist vel við þessu öllu.

Sérsveitin náði þó að koma sér heilu á höldnu úr Dimre, en óhætt er að segja það að Frelsisherinn verði seint velkominn aftur til svæðisins eins og staðan er núna. Það, og Perille hafði áhyggjur af stöðu sérveitarinnar sjálfrar innan Frelsishersins. Ef hún átti nokkurntíman að ná að sannfæra yfirmenn sína um að tíminn væri kominn til að ljá Tenh aðstoð þá varð hún að passa það að það sægist gjörðir hennar væru Frelsishernum bara til góðs.

En þó hafði förin til Hvessu farið betur, mun betur. Framar vonum, satt að segja.

Búarnir höfðu allir verið á nálum þegar sveitinn bankaði að dyrum, ef þeir sægjust ræða saman af útsendurum Cranzers þá væri voinn vís fyrir smiðina. Þó var þeim veittur aðgangur að turninum og á endanum kom Gennen sjálfur ásamt yfir-smið sínum til að ræða við hópinn. Það virtist sem svo að enginn samningur myndi nást að svo stöddu en þá tóku örlögin völdin.

Lærlingur Cranzers, Lathornae, var mætt, 10 dögum á undan áætlun, til að rukka Gennen og Hvessubúa um galdrahlutina sem þeir áttu að smíða fyrir þá að þessu sinni. Þar sem svo var komið var ekkert annað fyrir Hvessubúa að gera nema fella Lathornaeu og þá sem henni fylgdu, nema sú gjörð gerði það að verkum að þeir þyrftu bráðnauðsynlega á hjálp Frelsishersins að halda, þau þurftu vernd. Samningurinn var sleginn þess efnis að Hvessubúar hættu að aðstoða Cranzer og hjálpuðu þess í stað Frelsishernum gegn því að Sérsveitin mundi veita milligöngu um að sannfæra Gljufurbúa um að veita Hvessubúum vernd. 

Blaðandi í gegnum galdrabókina hennar Lathornaeu fór viss ánægju hrollur um Perille. Hún hafði eignast hluta af þekkinu Lathornaeu, Gennen ætlaði að hlaða stafinn hennar og Hvessubúar ætluðu að þýaðst Frelsishernum. 

Vonandi myndi það hafa nóg mótvægi gegn því sem gerðist í Dimre.

View
Þrautaganga í Gljúfrinu
Björninn unninn

Nokkrir dagar liðu meðan gljúfrabúar veltu vöngum yfir hvernig ætti að bregðast við sáttahönd Frelsishersins, sem þar var kominn í formi Cormacks, Kristu, Abun, Úlfhildar og músarinnar.

Þau gerðust óþolinmóð meðan dagarnir liðu, en að lokum kemur Koraptis með skilaboð, en hann var sá eini meðal Gljúfrabúa sem virtist hafa tekið hópinn í einhvers konar sátt og var því óformlegur tengiliður.

Hann tjáði þeim að Marnik, æðsti prestur hins marga, væri með áhugavert verkefni fyrir þau, en með því gætu þau sannað ágæti sitt, sem Marnik hefði ekki mikla trú á, en hann væri helsti andstæðingur þess að taka þau í sátt í leiðtogahóp Plarsins, Durand Grossmans.

Hópurinn stingur saman nefjum í nokkra stund, og meðal annars er velt fram hugmyndinni að kannski bara drepa Marnik, og sjá hvort næsti æðsti prestur væri kannski þægilegri í viðmóti. Þegar þessi hugmynd hefur verið rædd nokkuð ítarlega virðist Koraptis loksins átta sig á hvað sé verið að ræða, en lætur þau pent vita að ef þetta sé eitthvað meira en algjörlega út í bláinn vangaveltur úr lausu lofti gripnar, þá myndu þau eiga á fæti alla fylgismenn hins marga í Gljúfrinu (sem séu flestir) og ekki síst sig sjálfan og í kjölfarið var slíku tali snögglega eytt.

Þess í stað ákveða þau að heyra í hverju þetta ágæta verkefni felist og hvort þau geti kannski komið sér betur í mjúkinn þannig en með morði.

Koraptis segir þeim að skrítin vera sé með fylgsni ekki langt frá Gljúfrinu, sem komi stundum og ræni fólki. Fyrir utan sé uglubjörn mikill, sem verndi inngang að helli. Þegar á hann er gengið segir hann að auki að það sé einhver skrítin lykt þarna í kring, fenjalykt eða þannig. Þarna hafi nokkrir horfið síðustu daga og vikur.

Hópurinn ræðir meira sín á milli og ákveða að sennilega sé um galdranotanda að vera, sem hafi bundið uglubjörninn til að verja sig, enda uglubirnir ekki sennilegir til að taka slíka varðstöðu upp hjá sjálfum sér. Þau skeggræða lengi og búa til langa og flókna áætlun, sem geti varla annað en mistekist.

Þau fá nornina, Menfri Rauveen, til að aðstoða sig gegn loforði um að þau muni ná birninum lifandi fyrir hana, en hún útvegar þeim sterkt svæfingalyf. Lengi ræddu þau möguleika á að finna búr, eða sterka keðju, til að fjötra björninn, en hvort tveggja var af skornum skammti hjá íbúum Gljúfursins og því var að lokum ákveðið að láta á reyna án þess.

Þau útvega sér stykki af köngulóarkjöti frá Koraptis og þegar á staðinn er komið hefst Cormack handa við að fylla stykkið af eitrinu. Hann var næstum því sjálfur sofnaður út frá gufunum úr því, en af einskærri heppni áttaði hann sig á hættunni í tæka tíð.

Hópurinn arkar því galvaskur að hellinum, og þegar björninn er í sjónmáli kasta þau stykkinu til hans og reyna svo sitt besta til að fela sig, en Krista varpar þeim áhrínisorðum að birninum að allt muni fara handskolum hjá honum á næstunni. Björninn kærir sig kollóttan um það, og fær sér þess í stað bita af köngulóarkjöti. Því næst fær hann sér óvæntan blund.

Forviða á að þessi áætlun hafi gengið eftir hjá þeim ákveður hópurinn að kanna hellinn, en hrafn Úlfhildar lætur til leiðast að kanna málið. Hann kemur til baka með þær fréttir að þarna sé eitthvað á ferðinni, risi eða tröll, að rífast.

Músin ákveður þá að reyna að læðast inn og sjá hvernig mál standa, og sér þar tvíhöfða jötun, rífast við sjálfan sig. En annað höfuðið, Þórður, var í óða önn að húðskamma hitt höfuðið, Dufþak, sem var mjög niðurlútur og miður sín. Þar sem höfuðin tvö eru mjög niðursokkin í þessi samskipti ákveður hann að drífa sig og hnupla kylfunum þeirra, en er því miður svo óheppinn að annað höfuðið kemur auga á hann.

Músin reynir að sannfæra þá um að hann sé kominn til að hitta móður þeirra, en þau gefa lítið fyrir þær útskýringar og ákveða að búa til úr honum kartöflumús. Þeim gengur þó eitthvað treglega að munda vopn sín, en engu líkara var en að ærsladraugar þeir sem ásækja Abun hafi ákveðið að skipta um skotmark til tilbreytingar og dægrabrigða.

Þrátt fyrir heiðarlega tilraun Þórðar og Dufþaks til að verja híbýli sín og húsmóður fyrir ágangi ævintýramannanna, lágu þeir að lokum báðir í (sama) valnum, og hópurinn hélt áfram.

Innst í hellinum var að finna eitt miðrými og sex útskot, en í fimm þeirra voru manneskjur, þrælbundnar í gólfið með keðjum. Í því síðasta var grimmilegur nornapottur, fullur af einhverju sem hópurinn ákvað að vera ekki að rannsaka nánar.

Manneskjurnar fimm voru hver annarri aumlegri, og ákölluðu hjálp mjög ákaflega.

Full efasamda ákváðu hetjurnar að ein þeirra væri sennilega nornin í gerfi, en frelsuðu þó eina þeirra í einu og könnuðu gaumgæfilega.

Í þriðja útskotinu sá Músin, þegar hún leysti fjötra fangans, að í raun væri lásinn ekki svo kyrfilega festur, hann væri bara látinn líta út fyrir það. Við nánari yfirheyrslu reyndist unga konan ekki geta gefið góð svör, og Krista ákvað að láta hana finna fyrir hamri frelsisins, sem tók að glóa með blessun Trithereons.

Slagurinn var harður og seigt var í norninni, en þó hópurinn væri lemstraður, og Krista alveg sérstaklega, þá höfðu þau að lokum sigur úr býtum.

Uglubjörninn var færður Menfri og höfuð nornarinnar fært til Marnik's, og hópurinn taldi sig í öllu betri sátt eftir þessa vasklegu framgöngu sína.

View
Templarar í Dimre

2. í Sáðmánuði


 
Luiz leit yfir óskornu gimsteinana sína með glampa í augunum og óvenjulega stórt bros á vör. Hann sést venjulega bara með svona svip með flösku í hendi, hellandi óþekktu dufti í illa lyktandi og verr útlítandi vökva. Luiz naut friðarins eftir orrustuna á Stoink jafnt og vinir sínir í Sérsveitinni en friður er víst tímabundinn á meðan sá gamli er á stjá. 


 
Við fórum öll til Smörlu, öll nema Sonja sem breytti sér í hrafn, líklega til þess monta sig. Okkur hafði verið bent á að tala við Smörlu varðandi leiðbeiningar og upplýsingar um þau verkefni sem við eigum að leysa á leiðinni í gljúfrið. Hún virtist ekkert sérstaklega glöð að sjá okkur en hún var tiltölulega þægilegri í samskiptum samanborið við fyrri reynslu. Það er betra að eiga hana sem vin frekar en óvin, þannig að ég ákvað að tala við hana virðulega með mínum fáguðu samskiptahæfileikum en Perille greip fram í og hrópaði eitthverja þvælu á hana. Við fengum þó þær upplýsingar að fylgjendur hins myrka eru góðir liðsfélagar Stoink en eru ekkert sérstaklega vinalegir. Skuggaprelátinn er höfðingi þeirra en enginn veit hver hann er og er líklega staðsettur í skóginum í austanverðu Dimre sem er mjög mikilvægt svæði í stríðinu. Það er magnað að við höfum fengið svona góðar upplýsingar miðað við hegðun félaga minna..


 
„Ég mæli ekki með því að reyna finna skuggaprelátann og fylgjendur hins myrka, þeir eru kannski góðir liðsfélagar Stoink en þeir eru ekki vingjarnlegir við ókunnuga“ Sagði Smarla. Luiz leit á hana brosandi á annarri hlið, skínandi af sjálfsöryggi, og sagði svo lágt að það var nánast ómögulegt að heyra   „Segjum sé svo að einhver vilji hitta Skuggapr-“  „ Fyrirgefðu Luiz" Sagði Perille kurteisislega og leit svo á Smörlu  „við erum samt með sameiginlega samherja og óvini…“ Hélt hún áfram á meðan Luiz reyndi að halda svip nema hálfbrosið hafði breyst í skringilega grettu. T‘sial, Euler og Perille spjölluðu í dágóða stund og fengu frekari upplýsingar. Sérsveitin þarf að leysa tvö verkefni á leiðinni í gljúfrið. Tala við rannsaka Dimre svæðið og finna út hvað Skuggaprelátinn er að gera. Láta töfranotanda hætta að gefa Kranser töfravopn.

Við ákváðum að fara fyrst til Dimre og rannsaka þessa dularfullu fylgjendur þar og vonandi ná að tala við skuggaprelátann. Það gekk þó hægt að leggja af stað því Úa átti í erfileikum með að skilja stéttarskiptingu og kastala, sem þurfti auðvitað að leiðrétta. Perille náði að fræða hana með löngu spjalli áður en við lögðum af stað. Ég öfunda Úu að læra um og upplifa svona mikið nýtt. Þetta var þriggja daga ferðalag til austurhluta Dimre. Við fórum lengstu vegalengdina á fyrsta deginum, enda á hestbaki, sem að margra mati er mjög hættulegur ferðamáti. Ég hef líklega misst tvö eða þrjú seyði á leiðinni og sum þeirra einstaklega hættuleg. Ferðin virtist þó einstaklega þægileg fyrir Euler sem leit út fyrir að kunna betur við sig á hesti heldur en fótgangandi. Við fórum fótgangandi inn í skóginn í austurhluta Dimre á öðrum degi. Sólin skein varla í gegnum tréin og færðin var mjög slæm. Það tók okkur mun lengri tíma að ferðast í skóginum en fótgangandi á greiðfærðum vegi en þetta er þó skárra en að vera á hestbaki. Euler leiddi hópinn í gegnum skóginn en eftir stutta ferð þá lentum við í tveimur ljónum. Við fórum létt með annað ljónið sem hljóp á brott í sárum. En Úa nýtti sér „kraft fjallaföðursins“ til þess að tala við hitt ljónið og vingaðist við það, það varð bara afslappað og rölti rólega í burtu. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að það sé raunverulegur Guð sem er „fjallafaðir“ en hún Úa fær þessa ótrúlegu krafta eitthvernveginn.
Úa hjálpaði Euler að leiða okkur í gegnum skóginn með því að merkja tré, með hlandi, sem var ótrúlega sniðugt en það gekk samt sem áður ekki mjög vel. Við vorum búin að vera í sex tíma í slæmri færð þegar ég tók allt í einu eftir eitthverri hreyfingu. Ég tilkynnti það til félaga minna en þá slettist eitthver mjög illa lyktandi vökvi á mig. Fyrst hélt ég að eitt af seyðunum mínum hafði sprungið á mig, en eitthver hafði kastað þessu á mig. Við sáum í stutta stund einstakling horfa á okkur áður en hann hvarf og stafur birtist og virtist fljúga í lausu lofti. Euler skaut stafinn og hitti beint í hann. Argent hleypur að finna ósýnilegu veruna. T'sial kastar glansandi dufti í veruna svo við rétt sáum hana og Úa kastaði eitthverjum fjólubláum galdri í hana. Við sáum núna það sem virtist vera hálflingur sem fattaði að hann réð ekki við bestu sérsveit frelsishersins og sýndi að hann vildi ekki meir. Ég var ekki sáttur með að fá eitthvern vökva á mig sem ég þekki ekki, með því móti að ég get ekki rannsakað hann. Við reyndum að tala við hálflinginn en hann talaði bara í eitthverri tungu þannig að ég drakk tunguseyðið mitt sem stækkar eyrun. Hann gerði ekki annað en að tala niður til okkar, þannig að ég sýndi honum að ég skildi hann. Það kom honum í opna skjöldu. Hann hélt áfram að hæðast að okkur og sagðist hafa elt okkur í langan tíma hlæjandi. Hrokinn í þessum hálfling! Við vorum algjörlega búin að yfirgnæfa hann og hann talaði bara niður til okkar! En hann samþykkti loksins að leiða okkur þangað sem við ætluðum, sem ég hélt að yrði til Skuggaprelátans, en svo var ekki.

 

Hálflingurinn leiddi sérsveit frelsishersins lengra inn í skóginn þar sem þau hittu einstaklinga sem þau voru ekki að búast við.  Kvennkyns hálf-álf, mennska konu og búa. Mennska konan bauð þeim velkomin og þeim var boðin súpa, ekki lýsandi hegðun fylgjendur hins myrka, og var sérsveitin tortryggin. Hún sagði að hún hafði verið templari en hafði brotið boðorð templaranna og sé það ekki lengur, hún hafði verið send hingað til þess að fá Skuggaprelátann og hans fylgjendur til að fylgja Foltus í staðinn, það hefur ekki gengið vel. Æðsti Templari Skuggaprelátsins, líklega mennskur maður,  hafði brennimerkt hana og lýsti hún honum sem algjöru skrímsli. Fylgjendur hins myrka trúa því að aðeins þeir sem sem gera illa hluti geta gengið í ljósinu og fylgja þeir því aðeins of vel. Sérsveitin var ekki lengi að snúast hugur um fylgjendur hins myrka. Og vilja núna fjarlægja æðsta templarann svo hópurinn verði veikari. 

 

Ég skil þessa trú að vissu leiti, að aðeins þeir sem gera illt geta gengið í ljósinu. Stundum þarf að gera hluti sem væri vart hægt að lýsa sem góðverki fyrir mikilvægt málefni. En að gera illa hluti bara til að gera illa hluti svo þú getir gengið í "ljósinu" er ég ekki sammála um. Fygjendur hins myrka hugsa greinilega ekki með rökum og getum við því ekki sannfært þá um að berjast gegn hinum gamla með frelsishernum. Við þurfum að drepa æðsta templarann. En hvernig ? 

View
Gljúfrabúar

Undanfarnir dagar hafa verið áhugaverðir. Siðir Gljúfrabúa eru ekki líkir neinu sem þið hafið upplifað áður og nú fyrst eruð þið farin að skilja af hverju hermenn Frelsishersins sem þaðan koma hegða sér á gjörólíkan hátt frá félögum sínum.

Gljúfrabúar eru fleiri en 6000. Þeir sem hafa verið þarna lengst komu 583 CY en hópurinn stækkaði fljótt. Yfirgnæfandi meirihluti íbúanna eru menn, flestir frá Gljúfurlöndum og Gjábörmum eða frá Reyhu sléttum. Restin eru bjarndrýslar, gnollar, og þursar. Auk þeirra er flokkur Urzun-orka sem afneitar hinum gamla íbúanna.

Það blasir við að Erythnul, Hinn Margi, er tilbeðinn mikið meðal Gljúfrabúa. Tákn hans og fórnir eru um allt. Við flesta hellismuna er lítið og einfalt  líkneski gert úr viði og stráum sem hangir úr loftinu. Oft má finna skepnur sem hjartað hefur verið skorið úr eða barðar til bana með gaddakylfu. Þið hafið fengið að heyra æði oft að ef þið hefðuð ekki fengið boð um að koma væri löngu búið að fórna ykkur til dýrðar Hinum Marga.

Það er augljóst að Durand Grossman, plar Gljúfrabúa, er nánast tilbeðinn meðal íbúanna. Lítið sést til hans en þegar það gerist þagnar allt og Gljúfrabúar, sem annars eru óagað fólk, bíður eftir fyrirmælum og hlustar vel. Hvert sem hann fer fylgja honum tveir til fjórir hvarfkettir sem fylgjast grannt með hvað gerist í kring. Þessar skepnur eru greinilega greindari en dýr og virðast tala saman með urrum og fnæsi. 

Meðan plarinn er í hávegum hafður, þá er ljóst að galdrakonan Menfri Rauveen vekur ótta meðal Gljúfrabúa. Það er lítið um töfra meðal þessa fólks og mikil hjátrú og þeir óttast þessa öflugu konu. Sagt er að það sé hennar vegna sem mikið af skrímslum Gljúfursins eru bandamenn Gljúfrabúa.

Það er ljóst að það er erfitt að draga fram lífið í Gljúfrinu. Þetta er hrjóstrug auðn og það er lítið sem ekkert hægt að rækta og ekkert beitarland fyrir skepnur. Íbúarnir þurfa að reiða á veiðar - og það í samkeppni við skrímslin, og safna rótum og sveppum neðanjarðar. Þar sem þeir búa beinlínis í veggjum Gljúfursins í litlum hellum þurfa þeir oft að ferðast neðanjarðar eða klifra. Flestir kunna að klifra en þeir sem geta bjargað sér neðanjarðar eru í miklum metum.

Öðru hverju sjáið þið Neslayu fylgjast með ykkur úr fjarska, oft á skrítnum stöðum. Hún hefur furðulega nærveru og það er óþægilegt hvað hún og margfætlan Kliklak sem fylgir henni alltaf virðast náin. Það er augljóst að skepnan hlýðir Neslayu en einhvern finnst ykkur eins og það sé verið að fylgjast með ykkur á sama hátt og rándýr metur bráð.

Svaðamennið og varúlfurinn Koraptis er frekar hress og hefur myndað tiltölulega góð tengsl við ykkur. Það er greinilega litið svo á, að hann eigi að flytja ykkur öll boð. Þið hafið svo sem ekkert slæmt um hann að segja hingað til en það er greinilegt að Gljúfrabúar óttast þennan stóra mann. Úlfurinn Svarglóinn, sem fylgir Koraptis, virðist hins vegar ekki búinn að taka ykkur í sátt.

Á hverjum morgni kemur gamli Sjáandinn sér fyrir á sillu og kallar fram það sem Hinn Margi sýndi honum í draumum. Fæst af því er skiljanlegt og það sem er það er blóðugt og ógnandi. Það væri erfitt að taka manninn alvarlega ef ekki væri fyrir það að Gljúfrabúar hlusta á hvert orð sem hann segir.

Vígklerkurinn Marnik virðist stýra flestum helgiathöfnum. Þær eru blóðugar og ónotalegar. Þið hafið þegar séð hann taka mann af lífi fyrir að stela korni. Það var gert með því að berja hann síendurtekið á aðra hlið andlitsins þar til lítið var eftir nema blóðugt hrúgald. Eftir það var hjartað skorið út og brennt. Marnik er alvarlegur og virðist þykja lítið til ykkar koma. Þið hafið á tilfinningunni að ef hann réði hér, hefði ykkur verið samstundis fórnað.

Þið hafið lítið séð til sléttukonunnar Dethrakiru. Þið eruð fegin því, því það sem sést hefur er miður skemmtilegt. Hún er hinn mesti vargur, skapill og með stuttan þráð. Það virðist vera daglegt brauð að hún berji einhvern til óbóta eða það þurfi að koma í veg fyrir að hún drepi einhvern, oftast fyrir litlar eða engar sakir.

Skáldið Rannvoro er mannblendinn og frekar vinsamlegur. Hann er vinsæll meðal Gljúfrabúa. Svo virðist sem hann hafi þróað kerfi til að bera boð með hornablæstri og trommuslögum og öðru hvoru heyrist blásið eða trommað og margir skilja hvað er í gangi. Það gerið þið ekki.

Þetta fólk er hart af sér. Hver sér um sitt og gætir að sér og sínum. Þó er líka samheldni, enda er þetta fólk sem verður að standa saman þó uppruninn sé ólíkur. Það vekur nokkra furðu að þrátt fyrir skortinn er þetta almennt mjög hraust fólk og vel búið fyrir flest. Flestir eru hrappar eða berserkir. Helstu undantekningarnar, utan ómennana, eru Reyhu-menn. Margir þeirra hafa ekki sagt skilið við hesta sína og þeir flakka um, fara í ránsferðir og snúa svo aftur með góssið. Þið dáist að klifurgetu Gljúfrabúa.

Þegar litið er upp má oft sjá arnfáka á flugi. Þeir eru samherjar Gljúfrabúa og vara við aðsteðjandi hættum. Þið hafið séð hvarfketti og heljarhunda og heyrt orðróma um plarinn geti kallað til gorgimeru í neyð.

Bjarndrýslarnir halda sig flestir út af fyrir sig. Þeir sjá um að gæta að svæðinu um nætur og fara stundum í ránsferðir. Gnollarnir eru nær því að tilheyra hópnum en þó er fólk vart um sig, enda hafa þeir stuttan þráð og eru sólgnir í mannakjöt. Það er farið afar vel með þursana, enda munar um þá þegar kemur að bardögum. Ykkur hefur verið sagt að forðast orkaflokkinn. Þeir eru þarna af illri nauðsyn bæði í eigin augum og meðal hinna.

View

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.