Greyhawk - Norðið

Yfirferð um nýliðna atburði

Athugasemd stjórnanda: Þessi færsla er öll rituð í metastíl, ekki m.t.t. spilaborðsins og karaktera.

Orrustan um Stoink átti sér stað fyrsta dag Sprettutíðar. Síðan eru liðnir 16 dagar en afar margt hefur átt sér stað á þessum stutta tíma og margt af því hefur mikil áhrif á það sem er framundan.

Helst af öllu þarf að skýra hvað hefur gerst í suðausturhluta Ræningjaríkjanna. Eftir frelsun Sarresh, sigurinn í Stoink og það sem er að gerast í Gljúifrinu er staðan þannig að Rauðhandarhérað, Stoink, Artonsamay, Reyhu og Gljúfralönd hafa eða eru við það að mynda bandalag við Frelsisherinn. Þannig er komið stórt og mikið skarð í ítök Hins Gamla í Ræningjaríkjunum. Þó má ekki gleyma að herir hans og bandamenn eru enn mýmargir á svæðinu og það þarf enn að sinna því. Gjábarmar og virkin umhverfis Gljúfrið eru vel mönnuð og varin og sama má segja um Balmund. Balmund er umkringd miklum her, sérstaklega suðvestan við bæinn en það er frægt hversu illa borginni er stýrt. Öðru máli gegnir um Gjábarma, þar sem Cranzer stýrir með harðri hendi og er afar öflugur galdramaður.

Ákvarðanir sérsveitarinnar í Dimre gætu haft miklar og slæmar afleiðingar. Dimre ríki er með gott vegakerfi sem er vel við haldið og veitir gott aðgengi að Trúríki hins Föla og Tenh, sem og Drauga- og Niðarskógum. Eftir morðið á Skuggaprelátanum gæti orðið mun erfiðara um vik að ferðast í austri, sérstaklega til Tenh. Það er ljóst að þó undirmenn Pollaks Skuggapreláta hafi ekki enn valið arftaka hans úr sínum röðum, þá verður Frelsisherinn aldrei velkominn í ríkinu.

Sarresh var nokkurs konar höfuðstaður Reyhu og framkvæmdir hafa þegar hafist við að byggja brú milli Sarresh og Hardwyn í Stórhéraðinu Urnst. Fréttir af frelsun Sarresh hafa borist til Gljúfursins, þar sem margir eru annað hvort fyrrum íbúar eða eiga ættir sínar að rekja til Reyhu. Það hefur styrkt samningsstöðu Frelsishersins við Gljúfrabúa.

Salfray akrar tilheyra Stoink. Þar sem íbúar Stoink eru ekki lengur að undirbúa sig fyrir innrás, Artor Gellor og hans lið ferðast um sléttur Artonsamay og Frelsisherinn hefur sent af stað lið, þá eru akrarnir vel varðir og Larn, Rufus og hinir íbúarnir hafa snúið aftur til að rækta Salfray jurtina að nýju. Larn hefur auk þess ákveðið að ferðast öðru hvoru til Admundsvirkis til að vinna með Doru Litharen að lækningum. Rufus gamli ver akrana með kjafti og klóm.

Smiðjur Stoink eru farnar að vinna í akkorði við vopna- og herklæðasmíðar fyrir Frelsisherinn. Það er ekki einungis mikill hvalreki fyrir herinn, heldur mikið áfall fyrir heri Hins Gamla, sérstaklega herina í austanverðum Ræningjaríkjunum. Cranzer vanmat verulega stöðuna og sendi allt of lítið og veikt herlið gegn borginni. Renfus hefur sent hóp af þjófum til að starfa með hernum og sumar af málaliðaklíkum borgarinnar hafa gert samkomulag við herinn. Þá hefur hægri hönd hægri handar Renfusar, stúlkubarnið Smarla, gerst fulltrúi hersins í borginni og er í innri hring Önnu Huron.

Efir nýskeða atburði við Hvessu hefur verið höggvið skarð í her Gjábarma. Cranzer er búinn að missa töfravopnin sem Gennen og búarnir framleiða, sem hafa verið verðlaun fyrir orkahöfðingjana og stundum til þess að útvega fé.

Það er óhætt að fullyrða að Cranzer fyrirlíti Frelsisherinn. Hann hefur mátt þola niðurlægingu út af þessu óvænta nýja afli og skilaboðin frá Dorakaa og Hrókahreiðri verða æ hvassyrtari. Ef Frelsisherinn myndar bandalag við Gljúfrabúa, eins og virðist líklegri með hverjum deginum, þá er eina vörn Gjábarma sem er í nægilega stuttu færi Hallavirkin og ef þau falla, þá er umsátur óhjákvæmilegt. Hafa skal í huga að orkaherinn við Gjábarma er gríðarstór.

Samskipti við Gljúifrabúa hafa gengið vonum framar en þeir eru erfiðir viðureignar, tortryggnir og hafa engum treyst lengi svo það er ekki hægt að treysta á neitt. Varanlegt og sterkt bandalag kemst ekki á fyrr en Gljúfrabúar geta að meira eða minna leiti ferðast óáreittir frá Gljúfrinu, sérstaklega ef þeir geta hafið búskap að nýju.

Áhrif 480; Furyondy 553, Urnst 109, Nyrond 80, Iuz 196, Ræningjaríkin 157 (Stoink  (1), Abbarra 46, Dimre – (2), Rauðhandarhérað - (1), Artonsamay 73, Reyhu 58, Gljúfrið 55, Johrase 46, Flækja 46, Vígvellir -35, Ormsalir -35, Frívirki 46, Grænhöll 46, Miðlendur 5, Fellin -71, Hrókahreiður -144, Grosskopf -71)

(1) Staða Frelsishersins er það sterk á þessum svæðum að aðeins meira háttar stórslys eða illvirki gætu skemmt stöðu hans eða áhrif.

(2) Frelsisherinn er svo fyrirlitinn á þessu svæði að engin leið er til að endurheimta orðspor hans. Gera má ráð fyrir að yfirvöld og/eða ibúar svæðisins muni gera sitt besta til að beinlínis skemma fyrir Frelsishernum.

Frelsisherinn er nú orðinn raunverulegt og mikilvægt afl í Norðrinu. Af þeim völdum hafa fulltrúar eftirfarandi ríkja haft samband við herinn og vilja ráða samstarf: Bissel, Frostfólkið, Nyrond, Perrenland, Ratik, Úlfa-hirðingjarnir og Ehyeh III, hertogi Tenh.

View
Jafnvæginu Raskað

Perille var órótt og átti erfitt með að einbeita sér að nokkru, litróf tilfinninga reið yfir hana meðan hún spíg-sporaði um hvelfinguna sem Gennen hafði úthlutað sérsveitinni. Á einn bóginn hafði hún ekki verið jafn spennt og daginn áður en hún náði 11 ára aldri, vitandi það að hún fengi aðgang að bókasafni föður síns morguninn eftir. Gennen hafði tekið við svarta eikarstafnum sem hún hafði haft af Waqounis og lofað að endurglæða bjarma hanns. Einu not stafsins síðan Sarresh var frelsuð hafði verið að veita smá il við snertingu og sama hvað Perille hafði reynt gat hún ekki glætt hann lífi aftur, en Gennen var viss í fasi þegar hann sagðist geta það. Hann hafði útskýrt ferlið stutlega um hvað það fæli í sér að gera slíkt, ferli sem Perille þekti í kenningu en hafði ekki getað framkallað þar sem gat ekki beitt nógu öflugum göldrum. Annars vegar var Perille glöð yfir því að Gennen gæti þetta en hins vegar var hún full af spurningum um ferlið og eðli galdrasmíða yfir höfuð. Hana langaði til að finna Gennen og rekja úr honum garnirnar en þorði því ekki því hún vildi vera viss um að hann hefði frið til að sinna verkinu, það var síðla dags og Gennen ætti að vera að hvílast til að undirbúa galdra orku sína fyrir morgundaginn, rétt eins og Perille. 

Svo á hinn bóginn veltist ennþá í henni gremja um hvernig hafði farið fyrir Skuggaprelátanum. Sama hversu oft hún fór yfir atburðarásina í höfðinu á sér sat þessi slátrun á fólki sem hafði átt sér stað á þessum skógarstíg ekki vel í henni. Markmið fyrirsátarinnar var einfallt, fella Borlak Traffugen, Hátemplara skugga trúarbrots Pholtusar, og græða nýja bandamenn í formi útlaga frá trúríki hins Föla. Agneta, fyrrum templari Pholtusar sem féll úr náð hans sökum þess að taka sér ástkonu, álfinn Eirith, hafði ásamt fylgismönnum sínum, Eirith, hálflingnum Flóka og búanum Meitli, sett upp launsáturs árásir til að draga hátemplarann út úr virki þeirra og verk sérsveitarinnar var að sitja fyrir honum og fella hann. Allt hafði gengið vel þar til Skuggaprelátinn sjálfur, Miiztirnan Pollak sjálfur, mætti í eftirdragi með Borlak.

Það var enginn vafi um það að báðir menn ættu skilið að deyja, hægfara jafnvel ef marka var sögurnar af þeim og það sem þau höfðu sjálf orðið vitni að. Sagt var að ef Skuggaprelátinn væri beðinn um að bera barn yfir læk þá væri það það síðasta sem þú þyrtir að hafa áhyggjur af að hann myndi drekkja barninu, hvalarlosti hans var eithvað sem Agneta hafði sjalf fengið að finna fyrir. Þó hann hafi ekki lagt hönd á hana sjálfur skein víst unun úr andliti hans og fasi meðan Borlak lagði að henni. Sjálfan hafði hópurinn séð Borlak flá mann í nafni Pholtusar fyrir að stela sér brauði.

En þar lá hluti efans sem Perille gat ekki hrist af sér þegar kom að Skuggaprelátinum og fylgismönnum hans. Pholtus er goð sem hvetur til góðra verka en krefst þess að fylgisfólk hanns fylgi ströngum reglum um hegðun og hugsun, en þrátt fyrir það að þessir menn fremdu illvirki þá nutu þeir ennþá blessunar goðsins. Þeir fengu galdra og aðra hæfileika sem einungis voru hægt að framkalla með blessun frá goði, og þessir menn tilbáðu Pholtus opinberlega. Perille velti því þó fyrir sér hvort eithvað annað goð væri að veita þeim blessun í gerfi Pholtusar. Það kæmi henni ekkert á óvart ef svo væri, goðunum var eftir allt ekki treystandi til að gera neitt nema það væri þeim sjálfum til framfara. Staðan á málum í ræningjaríkjunum var lýsandi dæmi um það.

Hitt sem sat í henni varðandi drápið á Skuggaprelátinum var raskið á jafnvæginu á þessu svæði sem andlát hans gæti valdið. Þó þessi hópur væri vart meira en ræningjar og illmenni þá veitti valdið sem þeir höfðu á svæðinu visst jafnvægi. Fyrir það fyrsta héldu þeir aftur Cranzer og orka herjum hans úr austri, þannig veittu þeir vissa vernd fyrir Stoink borg í þeim efnum þar sem þeir höfðu haldið aftur herjunum frá Gjábörmum og svæðunum þar í kring. Á annan veg þá héldu þeir trúríki hins Föla frá því að breiða út áhrif sín inn í Dimre og þarmeð festa tangarhald þeirra á Tenh enn frekar. Í þriðja lagi var leið Frelsishersins norður til Tenh nú í uppnámi. Og það var það sem sat sem fastast í Perille. Þó þeir væru ekki fallegir bandamenn þá voru þeir visst mótvægi við uppgangi fylgismanna Pholtusar.

Hópurinn hafði átt langt spjall kvöldið áður um gildi þess að eiga bandamenn í baráttunni gegn hinum Gamla, jafnvel bandamenn sem flokkuðust seint sem boðberar hins góða í heiminum. Perille hafði talið að jafnvel Úa hefði áttað sig á því að stundum þyrfti illt til að berjast gegn illu, sér í lagi ef jafvæginu væri haldið og tilvist hinna fleiri væri betri fyrir vikið. Það hafði ekki hvarflað að Perille að hún hefði frekar átt að einbeita sér að því að útskýra mikilvægi þess fyrir T'sial.

T'sial hafði blaðrað eithvað um að hafa sér Skuggaprelátinn geri sig tilbúinn að ráðast að hópnum eftir að þau höfðu stigið fram til að fella Borlak, en þessar útskýringar pössuðu ekki við það Perille hafði sjálf orðið vitni að. Þegar hópurinn hafði ruðst fram og veist að Borlak hafði Skuggaprelátinn haldið aftur af sér, hann kastaði varnargöldrum og virtist ekki taka illa í útskýringar hópsins að þeir væru bara á höttunum eftir Hátemplaranum. Hann gaf allavega varðmönnum sínum engar skipanir um að skipta sér af okkur og gerði ekkert sjálfur sem Perille gat séð sem ögrun, en T'sial hélt öðru fram.

Ekki tók svo skárra við þegar bardaginn var afstaðinn. Perille hafði velt fram hugmyndinni hvort hægt væri að koma því þannig fyrir að Agneta tæki sökina á morðinu en þá tók við eithver atburðarás sem átti að fela það í sér að það yrði gert án hennar vitundar. Euler var helsti talsmaður þess og endaði það svo að skeiti var sem Frelsishernum á þá leið, það er óhætt að segja að hvorki Agneta né Frelsisherinn hafi brugðist vel við þessu öllu.

Sérsveitin náði þó að koma sér heilu á höldnu úr Dimre, en óhætt er að segja það að Frelsisherinn verði seint velkominn aftur til svæðisins eins og staðan er núna. Það, og Perille hafði áhyggjur af stöðu sérveitarinnar sjálfrar innan Frelsishersins. Ef hún átti nokkurntíman að ná að sannfæra yfirmenn sína um að tíminn væri kominn til að ljá Tenh aðstoð þá varð hún að passa það að það sægist gjörðir hennar væru Frelsishernum bara til góðs.

En þó hafði förin til Hvessu farið betur, mun betur. Framar vonum, satt að segja.

Búarnir höfðu allir verið á nálum þegar sveitinn bankaði að dyrum, ef þeir sægjust ræða saman af útsendurum Cranzers þá væri voinn vís fyrir smiðina. Þó var þeim veittur aðgangur að turninum og á endanum kom Gennen sjálfur ásamt yfir-smið sínum til að ræða við hópinn. Það virtist sem svo að enginn samningur myndi nást að svo stöddu en þá tóku örlögin völdin.

Lærlingur Cranzers, Lathornae, var mætt, 10 dögum á undan áætlun, til að rukka Gennen og Hvessubúa um galdrahlutina sem þeir áttu að smíða fyrir þá að þessu sinni. Þar sem svo var komið var ekkert annað fyrir Hvessubúa að gera nema fella Lathornaeu og þá sem henni fylgdu, nema sú gjörð gerði það að verkum að þeir þyrftu bráðnauðsynlega á hjálp Frelsishersins að halda, þau þurftu vernd. Samningurinn var sleginn þess efnis að Hvessubúar hættu að aðstoða Cranzer og hjálpuðu þess í stað Frelsishernum gegn því að Sérsveitin mundi veita milligöngu um að sannfæra Gljufurbúa um að veita Hvessubúum vernd. 

Blaðandi í gegnum galdrabókina hennar Lathornaeu fór viss ánægju hrollur um Perille. Hún hafði eignast hluta af þekkinu Lathornaeu, Gennen ætlaði að hlaða stafinn hennar og Hvessubúar ætluðu að þýaðst Frelsishernum. 

Vonandi myndi það hafa nóg mótvægi gegn því sem gerðist í Dimre.

View
Þrautaganga í Gljúfrinu
Björninn unninn

Nokkrir dagar liðu meðan gljúfrabúar veltu vöngum yfir hvernig ætti að bregðast við sáttahönd Frelsishersins, sem þar var kominn í formi Cormacks, Kristu, Abun, Úlfhildar og músarinnar.

Þau gerðust óþolinmóð meðan dagarnir liðu, en að lokum kemur Koraptis með skilaboð, en hann var sá eini meðal Gljúfrabúa sem virtist hafa tekið hópinn í einhvers konar sátt og var því óformlegur tengiliður.

Hann tjáði þeim að Marnik, æðsti prestur hins marga, væri með áhugavert verkefni fyrir þau, en með því gætu þau sannað ágæti sitt, sem Marnik hefði ekki mikla trú á, en hann væri helsti andstæðingur þess að taka þau í sátt í leiðtogahóp Plarsins, Durand Grossmans.

Hópurinn stingur saman nefjum í nokkra stund, og meðal annars er velt fram hugmyndinni að kannski bara drepa Marnik, og sjá hvort næsti æðsti prestur væri kannski þægilegri í viðmóti. Þegar þessi hugmynd hefur verið rædd nokkuð ítarlega virðist Koraptis loksins átta sig á hvað sé verið að ræða, en lætur þau pent vita að ef þetta sé eitthvað meira en algjörlega út í bláinn vangaveltur úr lausu lofti gripnar, þá myndu þau eiga á fæti alla fylgismenn hins marga í Gljúfrinu (sem séu flestir) og ekki síst sig sjálfan og í kjölfarið var slíku tali snögglega eytt.

Þess í stað ákveða þau að heyra í hverju þetta ágæta verkefni felist og hvort þau geti kannski komið sér betur í mjúkinn þannig en með morði.

Koraptis segir þeim að skrítin vera sé með fylgsni ekki langt frá Gljúfrinu, sem komi stundum og ræni fólki. Fyrir utan sé uglubjörn mikill, sem verndi inngang að helli. Þegar á hann er gengið segir hann að auki að það sé einhver skrítin lykt þarna í kring, fenjalykt eða þannig. Þarna hafi nokkrir horfið síðustu daga og vikur.

Hópurinn ræðir meira sín á milli og ákveða að sennilega sé um galdranotanda að vera, sem hafi bundið uglubjörninn til að verja sig, enda uglubirnir ekki sennilegir til að taka slíka varðstöðu upp hjá sjálfum sér. Þau skeggræða lengi og búa til langa og flókna áætlun, sem geti varla annað en mistekist.

Þau fá nornina, Menfri Rauveen, til að aðstoða sig gegn loforði um að þau muni ná birninum lifandi fyrir hana, en hún útvegar þeim sterkt svæfingalyf. Lengi ræddu þau möguleika á að finna búr, eða sterka keðju, til að fjötra björninn, en hvort tveggja var af skornum skammti hjá íbúum Gljúfursins og því var að lokum ákveðið að láta á reyna án þess.

Þau útvega sér stykki af köngulóarkjöti frá Koraptis og þegar á staðinn er komið hefst Cormack handa við að fylla stykkið af eitrinu. Hann var næstum því sjálfur sofnaður út frá gufunum úr því, en af einskærri heppni áttaði hann sig á hættunni í tæka tíð.

Hópurinn arkar því galvaskur að hellinum, og þegar björninn er í sjónmáli kasta þau stykkinu til hans og reyna svo sitt besta til að fela sig, en Krista varpar þeim áhrínisorðum að birninum að allt muni fara handskolum hjá honum á næstunni. Björninn kærir sig kollóttan um það, og fær sér þess í stað bita af köngulóarkjöti. Því næst fær hann sér óvæntan blund.

Forviða á að þessi áætlun hafi gengið eftir hjá þeim ákveður hópurinn að kanna hellinn, en hrafn Úlfhildar lætur til leiðast að kanna málið. Hann kemur til baka með þær fréttir að þarna sé eitthvað á ferðinni, risi eða tröll, að rífast.

Músin ákveður þá að reyna að læðast inn og sjá hvernig mál standa, og sér þar tvíhöfða jötun, rífast við sjálfan sig. En annað höfuðið, Þórður, var í óða önn að húðskamma hitt höfuðið, Dufþak, sem var mjög niðurlútur og miður sín. Þar sem höfuðin tvö eru mjög niðursokkin í þessi samskipti ákveður hann að drífa sig og hnupla kylfunum þeirra, en er því miður svo óheppinn að annað höfuðið kemur auga á hann.

Músin reynir að sannfæra þá um að hann sé kominn til að hitta móður þeirra, en þau gefa lítið fyrir þær útskýringar og ákveða að búa til úr honum kartöflumús. Þeim gengur þó eitthvað treglega að munda vopn sín, en engu líkara var en að ærsladraugar þeir sem ásækja Abun hafi ákveðið að skipta um skotmark til tilbreytingar og dægrabrigða.

Þrátt fyrir heiðarlega tilraun Þórðar og Dufþaks til að verja híbýli sín og húsmóður fyrir ágangi ævintýramannanna, lágu þeir að lokum báðir í (sama) valnum, og hópurinn hélt áfram.

Innst í hellinum var að finna eitt miðrými og sex útskot, en í fimm þeirra voru manneskjur, þrælbundnar í gólfið með keðjum. Í því síðasta var grimmilegur nornapottur, fullur af einhverju sem hópurinn ákvað að vera ekki að rannsaka nánar.

Manneskjurnar fimm voru hver annarri aumlegri, og ákölluðu hjálp mjög ákaflega.

Full efasamda ákváðu hetjurnar að ein þeirra væri sennilega nornin í gerfi, en frelsuðu þó eina þeirra í einu og könnuðu gaumgæfilega.

Í þriðja útskotinu sá Músin, þegar hún leysti fjötra fangans, að í raun væri lásinn ekki svo kyrfilega festur, hann væri bara látinn líta út fyrir það. Við nánari yfirheyrslu reyndist unga konan ekki geta gefið góð svör, og Krista ákvað að láta hana finna fyrir hamri frelsisins, sem tók að glóa með blessun Trithereons.

Slagurinn var harður og seigt var í norninni, en þó hópurinn væri lemstraður, og Krista alveg sérstaklega, þá höfðu þau að lokum sigur úr býtum.

Uglubjörninn var færður Menfri og höfuð nornarinnar fært til Marnik's, og hópurinn taldi sig í öllu betri sátt eftir þessa vasklegu framgöngu sína.

View
Templarar í Dimre

2. í Sáðmánuði


 
Luiz leit yfir óskornu gimsteinana sína með glampa í augunum og óvenjulega stórt bros á vör. Hann sést venjulega bara með svona svip með flösku í hendi, hellandi óþekktu dufti í illa lyktandi og verr útlítandi vökva. Luiz naut friðarins eftir orrustuna á Stoink jafnt og vinir sínir í Sérsveitinni en friður er víst tímabundinn á meðan sá gamli er á stjá. 


 
Við fórum öll til Smörlu, öll nema Sonja sem breytti sér í hrafn, líklega til þess monta sig. Okkur hafði verið bent á að tala við Smörlu varðandi leiðbeiningar og upplýsingar um þau verkefni sem við eigum að leysa á leiðinni í gljúfrið. Hún virtist ekkert sérstaklega glöð að sjá okkur en hún var tiltölulega þægilegri í samskiptum samanborið við fyrri reynslu. Það er betra að eiga hana sem vin frekar en óvin, þannig að ég ákvað að tala við hana virðulega með mínum fáguðu samskiptahæfileikum en Perille greip fram í og hrópaði eitthverja þvælu á hana. Við fengum þó þær upplýsingar að fylgjendur hins myrka eru góðir liðsfélagar Stoink en eru ekkert sérstaklega vinalegir. Skuggaprelátinn er höfðingi þeirra en enginn veit hver hann er og er líklega staðsettur í skóginum í austanverðu Dimre sem er mjög mikilvægt svæði í stríðinu. Það er magnað að við höfum fengið svona góðar upplýsingar miðað við hegðun félaga minna..


 
„Ég mæli ekki með því að reyna finna skuggaprelátann og fylgjendur hins myrka, þeir eru kannski góðir liðsfélagar Stoink en þeir eru ekki vingjarnlegir við ókunnuga“ Sagði Smarla. Luiz leit á hana brosandi á annarri hlið, skínandi af sjálfsöryggi, og sagði svo lágt að það var nánast ómögulegt að heyra   „Segjum sé svo að einhver vilji hitta Skuggapr-“  „ Fyrirgefðu Luiz" Sagði Perille kurteisislega og leit svo á Smörlu  „við erum samt með sameiginlega samherja og óvini…“ Hélt hún áfram á meðan Luiz reyndi að halda svip nema hálfbrosið hafði breyst í skringilega grettu. T‘sial, Euler og Perille spjölluðu í dágóða stund og fengu frekari upplýsingar. Sérsveitin þarf að leysa tvö verkefni á leiðinni í gljúfrið. Tala við rannsaka Dimre svæðið og finna út hvað Skuggaprelátinn er að gera. Láta töfranotanda hætta að gefa Kranser töfravopn.

Við ákváðum að fara fyrst til Dimre og rannsaka þessa dularfullu fylgjendur þar og vonandi ná að tala við skuggaprelátann. Það gekk þó hægt að leggja af stað því Úa átti í erfileikum með að skilja stéttarskiptingu og kastala, sem þurfti auðvitað að leiðrétta. Perille náði að fræða hana með löngu spjalli áður en við lögðum af stað. Ég öfunda Úu að læra um og upplifa svona mikið nýtt. Þetta var þriggja daga ferðalag til austurhluta Dimre. Við fórum lengstu vegalengdina á fyrsta deginum, enda á hestbaki, sem að margra mati er mjög hættulegur ferðamáti. Ég hef líklega misst tvö eða þrjú seyði á leiðinni og sum þeirra einstaklega hættuleg. Ferðin virtist þó einstaklega þægileg fyrir Euler sem leit út fyrir að kunna betur við sig á hesti heldur en fótgangandi. Við fórum fótgangandi inn í skóginn í austurhluta Dimre á öðrum degi. Sólin skein varla í gegnum tréin og færðin var mjög slæm. Það tók okkur mun lengri tíma að ferðast í skóginum en fótgangandi á greiðfærðum vegi en þetta er þó skárra en að vera á hestbaki. Euler leiddi hópinn í gegnum skóginn en eftir stutta ferð þá lentum við í tveimur ljónum. Við fórum létt með annað ljónið sem hljóp á brott í sárum. En Úa nýtti sér „kraft fjallaföðursins“ til þess að tala við hitt ljónið og vingaðist við það, það varð bara afslappað og rölti rólega í burtu. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að það sé raunverulegur Guð sem er „fjallafaðir“ en hún Úa fær þessa ótrúlegu krafta eitthvernveginn.
Úa hjálpaði Euler að leiða okkur í gegnum skóginn með því að merkja tré, með hlandi, sem var ótrúlega sniðugt en það gekk samt sem áður ekki mjög vel. Við vorum búin að vera í sex tíma í slæmri færð þegar ég tók allt í einu eftir eitthverri hreyfingu. Ég tilkynnti það til félaga minna en þá slettist eitthver mjög illa lyktandi vökvi á mig. Fyrst hélt ég að eitt af seyðunum mínum hafði sprungið á mig, en eitthver hafði kastað þessu á mig. Við sáum í stutta stund einstakling horfa á okkur áður en hann hvarf og stafur birtist og virtist fljúga í lausu lofti. Euler skaut stafinn og hitti beint í hann. Argent hleypur að finna ósýnilegu veruna. T'sial kastar glansandi dufti í veruna svo við rétt sáum hana og Úa kastaði eitthverjum fjólubláum galdri í hana. Við sáum núna það sem virtist vera hálflingur sem fattaði að hann réð ekki við bestu sérsveit frelsishersins og sýndi að hann vildi ekki meir. Ég var ekki sáttur með að fá eitthvern vökva á mig sem ég þekki ekki, með því móti að ég get ekki rannsakað hann. Við reyndum að tala við hálflinginn en hann talaði bara í eitthverri tungu þannig að ég drakk tunguseyðið mitt sem stækkar eyrun. Hann gerði ekki annað en að tala niður til okkar, þannig að ég sýndi honum að ég skildi hann. Það kom honum í opna skjöldu. Hann hélt áfram að hæðast að okkur og sagðist hafa elt okkur í langan tíma hlæjandi. Hrokinn í þessum hálfling! Við vorum algjörlega búin að yfirgnæfa hann og hann talaði bara niður til okkar! En hann samþykkti loksins að leiða okkur þangað sem við ætluðum, sem ég hélt að yrði til Skuggaprelátans, en svo var ekki.

 

Hálflingurinn leiddi sérsveit frelsishersins lengra inn í skóginn þar sem þau hittu einstaklinga sem þau voru ekki að búast við.  Kvennkyns hálf-álf, mennska konu og búa. Mennska konan bauð þeim velkomin og þeim var boðin súpa, ekki lýsandi hegðun fylgjendur hins myrka, og var sérsveitin tortryggin. Hún sagði að hún hafði verið templari en hafði brotið boðorð templaranna og sé það ekki lengur, hún hafði verið send hingað til þess að fá Skuggaprelátann og hans fylgjendur til að fylgja Foltus í staðinn, það hefur ekki gengið vel. Æðsti Templari Skuggaprelátsins, líklega mennskur maður,  hafði brennimerkt hana og lýsti hún honum sem algjöru skrímsli. Fylgjendur hins myrka trúa því að aðeins þeir sem sem gera illa hluti geta gengið í ljósinu og fylgja þeir því aðeins of vel. Sérsveitin var ekki lengi að snúast hugur um fylgjendur hins myrka. Og vilja núna fjarlægja æðsta templarann svo hópurinn verði veikari. 

 

Ég skil þessa trú að vissu leiti, að aðeins þeir sem gera illt geta gengið í ljósinu. Stundum þarf að gera hluti sem væri vart hægt að lýsa sem góðverki fyrir mikilvægt málefni. En að gera illa hluti bara til að gera illa hluti svo þú getir gengið í "ljósinu" er ég ekki sammála um. Fygjendur hins myrka hugsa greinilega ekki með rökum og getum við því ekki sannfært þá um að berjast gegn hinum gamla með frelsishernum. Við þurfum að drepa æðsta templarann. En hvernig ? 

View
Gljúfrabúar

Undanfarnir dagar hafa verið áhugaverðir. Siðir Gljúfrabúa eru ekki líkir neinu sem þið hafið upplifað áður og nú fyrst eruð þið farin að skilja af hverju hermenn Frelsishersins sem þaðan koma hegða sér á gjörólíkan hátt frá félögum sínum.

Gljúfrabúar eru fleiri en 6000. Þeir sem hafa verið þarna lengst komu 583 CY en hópurinn stækkaði fljótt. Yfirgnæfandi meirihluti íbúanna eru menn, flestir frá Gljúfurlöndum og Gjábörmum eða frá Reyhu sléttum. Restin eru bjarndrýslar, gnollar, og þursar. Auk þeirra er flokkur Urzun-orka sem afneitar hinum gamla íbúanna.

Það blasir við að Erythnul, Hinn Margi, er tilbeðinn mikið meðal Gljúfrabúa. Tákn hans og fórnir eru um allt. Við flesta hellismuna er lítið og einfalt  líkneski gert úr viði og stráum sem hangir úr loftinu. Oft má finna skepnur sem hjartað hefur verið skorið úr eða barðar til bana með gaddakylfu. Þið hafið fengið að heyra æði oft að ef þið hefðuð ekki fengið boð um að koma væri löngu búið að fórna ykkur til dýrðar Hinum Marga.

Það er augljóst að Durand Grossman, plar Gljúfrabúa, er nánast tilbeðinn meðal íbúanna. Lítið sést til hans en þegar það gerist þagnar allt og Gljúfrabúar, sem annars eru óagað fólk, bíður eftir fyrirmælum og hlustar vel. Hvert sem hann fer fylgja honum tveir til fjórir hvarfkettir sem fylgjast grannt með hvað gerist í kring. Þessar skepnur eru greinilega greindari en dýr og virðast tala saman með urrum og fnæsi. 

Meðan plarinn er í hávegum hafður, þá er ljóst að galdrakonan Menfri Rauveen vekur ótta meðal Gljúfrabúa. Það er lítið um töfra meðal þessa fólks og mikil hjátrú og þeir óttast þessa öflugu konu. Sagt er að það sé hennar vegna sem mikið af skrímslum Gljúfursins eru bandamenn Gljúfrabúa.

Það er ljóst að það er erfitt að draga fram lífið í Gljúfrinu. Þetta er hrjóstrug auðn og það er lítið sem ekkert hægt að rækta og ekkert beitarland fyrir skepnur. Íbúarnir þurfa að reiða á veiðar - og það í samkeppni við skrímslin, og safna rótum og sveppum neðanjarðar. Þar sem þeir búa beinlínis í veggjum Gljúfursins í litlum hellum þurfa þeir oft að ferðast neðanjarðar eða klifra. Flestir kunna að klifra en þeir sem geta bjargað sér neðanjarðar eru í miklum metum.

Öðru hverju sjáið þið Neslayu fylgjast með ykkur úr fjarska, oft á skrítnum stöðum. Hún hefur furðulega nærveru og það er óþægilegt hvað hún og margfætlan Kliklak sem fylgir henni alltaf virðast náin. Það er augljóst að skepnan hlýðir Neslayu en einhvern finnst ykkur eins og það sé verið að fylgjast með ykkur á sama hátt og rándýr metur bráð.

Svaðamennið og varúlfurinn Koraptis er frekar hress og hefur myndað tiltölulega góð tengsl við ykkur. Það er greinilega litið svo á, að hann eigi að flytja ykkur öll boð. Þið hafið svo sem ekkert slæmt um hann að segja hingað til en það er greinilegt að Gljúfrabúar óttast þennan stóra mann. Úlfurinn Svarglóinn, sem fylgir Koraptis, virðist hins vegar ekki búinn að taka ykkur í sátt.

Á hverjum morgni kemur gamli Sjáandinn sér fyrir á sillu og kallar fram það sem Hinn Margi sýndi honum í draumum. Fæst af því er skiljanlegt og það sem er það er blóðugt og ógnandi. Það væri erfitt að taka manninn alvarlega ef ekki væri fyrir það að Gljúfrabúar hlusta á hvert orð sem hann segir.

Vígklerkurinn Marnik virðist stýra flestum helgiathöfnum. Þær eru blóðugar og ónotalegar. Þið hafið þegar séð hann taka mann af lífi fyrir að stela korni. Það var gert með því að berja hann síendurtekið á aðra hlið andlitsins þar til lítið var eftir nema blóðugt hrúgald. Eftir það var hjartað skorið út og brennt. Marnik er alvarlegur og virðist þykja lítið til ykkar koma. Þið hafið á tilfinningunni að ef hann réði hér, hefði ykkur verið samstundis fórnað.

Þið hafið lítið séð til sléttukonunnar Dethrakiru. Þið eruð fegin því, því það sem sést hefur er miður skemmtilegt. Hún er hinn mesti vargur, skapill og með stuttan þráð. Það virðist vera daglegt brauð að hún berji einhvern til óbóta eða það þurfi að koma í veg fyrir að hún drepi einhvern, oftast fyrir litlar eða engar sakir.

Skáldið Rannvoro er mannblendinn og frekar vinsamlegur. Hann er vinsæll meðal Gljúfrabúa. Svo virðist sem hann hafi þróað kerfi til að bera boð með hornablæstri og trommuslögum og öðru hvoru heyrist blásið eða trommað og margir skilja hvað er í gangi. Það gerið þið ekki.

Þetta fólk er hart af sér. Hver sér um sitt og gætir að sér og sínum. Þó er líka samheldni, enda er þetta fólk sem verður að standa saman þó uppruninn sé ólíkur. Það vekur nokkra furðu að þrátt fyrir skortinn er þetta almennt mjög hraust fólk og vel búið fyrir flest. Flestir eru hrappar eða berserkir. Helstu undantekningarnar, utan ómennana, eru Reyhu-menn. Margir þeirra hafa ekki sagt skilið við hesta sína og þeir flakka um, fara í ránsferðir og snúa svo aftur með góssið. Þið dáist að klifurgetu Gljúfrabúa.

Þegar litið er upp má oft sjá arnfáka á flugi. Þeir eru samherjar Gljúfrabúa og vara við aðsteðjandi hættum. Þið hafið séð hvarfketti og heljarhunda og heyrt orðróma um plarinn geti kallað til gorgimeru í neyð.

Bjarndrýslarnir halda sig flestir út af fyrir sig. Þeir sjá um að gæta að svæðinu um nætur og fara stundum í ránsferðir. Gnollarnir eru nær því að tilheyra hópnum en þó er fólk vart um sig, enda hafa þeir stuttan þráð og eru sólgnir í mannakjöt. Það er farið afar vel með þursana, enda munar um þá þegar kemur að bardögum. Ykkur hefur verið sagt að forðast orkaflokkinn. Þeir eru þarna af illri nauðsyn bæði í eigin augum og meðal hinna.

View
Ferðalag um Óvinveit Svæði
Úrdrættir úr dagbók Cormacks, þjóns Heilags Cuthberts, af Reglu Stjörnunnar.

2. dagur Sprettutíðar.

Sérsveitin var kölluð saman í dag til að fara í sendiför. Tangarhald Frelsishersins breiðir úr sér nú þegar við höfum framkvæmt hverja vel hepnuðu aðgerðina af fætur annari, fyrsts Admundsvirki, svo Axarhöfn, næst Saresh og nú í Stoink, en það þarf að halda pressunni á óvininum svo hann nái ekki áttum.

Fundinum var stýrt af njósnameistaranum sjálfum, henni Önnu, og verkefnið frekar opið: færa yfirboðurum í gljúfrinu friðþægingar gjafir. Ef við sæjum færi á þá eigum við að reyna að vinna þau á okkar band, en umfram allt þá að koma ekki það illa fyrir að þeir hverfi frá því að vinna með okkur.

Það var svo sum ekki feitum hesti að ríða þegar kom að upplýsingum um Gljúfrið og Gljúfurbúana, flóttamenn, ræningjar. Tilbiðjendur Hins Marga. Það eitt og sér segir mér meira en nokkuð annað sem Anna gat frætt okkur um. Þó virðast þeir ekki óvinveittir okkur og Plar Grothmar var víst búinn að "gefa það til kynna" að þeim gæti þóknast að starfa með okkur þó minnst tveir útsendarar hafi horfið sporlaust eftir að hafa reynt að nálgast þá, mögulega þó vegna þess að þeir gengu ekki hreynt fram. Okkar verk er að ganga á eftir þessu vilyrði.

Það litla sem við vitum um Gljúfurbúa er að þeim er stýrt af Plar Durand Grothmar, þau búa í gljúfirvegnum einhverstaðar sunnanmegin í gljúfrinu, það dvelur hjá þeim útlægur galdramaður að nafni Memphri Rowen og er hann (hún? Það er ekki vitað.) víst búinn að binda alskyns skepnur að vilja sínum. Þá voru talin með Griffonar og Hverfuskepnur. Þó sá Plarinn sér fært að sjá okkur fyrir þýðingum á þremur af rúnunum sem þau nota til að merkja svæðið sitt svo hópurinn gæti heimsótt þau. Merkin voru af skjóli, náttúrulegri hættu og hættu af skrýmslum.

Til að komast á leiðarenda var ákveðið að ferðast sem beinustu leið vestur fyrir Balmund virki en sneiða svo austur fyrir hlíðar Hvítablómfjalls. Leiðarinnar verður vissulega gætt af orkum en svo tekur verra við þegar komið er norður fyrir Balmund virki, en þar telja tröll heimkynni sín.

Hópurinn sem ég ferðast með að þessu sinni er ekki síður litskrúðugur en sá fyrri en ég, Abun, Úlfhildur, Krista og Músin munum taka þetta verkefni að okkur.

1. dagur Sáðmánaðar

Ferðin var frekar tíðindalítil og gekk stórslysalaust fyrir sig. Við vikum okkur undan tveimur varðsveitum orka en annars fór ekkert fyrir okkur á leiðinni. Ég sá um að halda áttum á leiðinni en Músin sá til þess að sem minnst færi fyrir okkur. Við komum að Gljúfur nibbunni þar sem okkur var sagt að finna skjól og við Krista vorum frekar fljót að finna merkinguna um griðarstaðinn. Hestarnir eru afsöðlaðir og búið að kemba þá niður, eldurinn logar reyklaus og nú er undirbúinn matur. Þá er bara að bíða og sjá hvort Gljúfurbúar dæmi okkur þess verðug að nálgast.

2. dagur Sáðmánaðar

Koradis er nýfarinn og drakk ég kannski heldur mikið með honum. Þó drakk hann meira, mikið meira, enda varúlfur.. Ég þarf að rita dagbók svo ferðin verði rétt skjöluð, en ég verð að sofa, vona að ég muni þetta allt á morgun.

3. dagur Sáðmánaðar

Gljúfurbúar nálguðust okkur í seint á 1. degi Sáðmánaðar eftir að við höfðum beðið drykklanga stund í skjólinu sem þau beindu okkur að. Þeir sem fóru fyrir flokkinum Koradis, heljarmikill maður, óvoppnaður en engan vegin bjarglaus verandi varúlfur, og kona að nafni Neslai. Hún er grönn og föl með mikið, rautt hár og bar hún boga sem var ekki betur að sjá en hún kynni vel að beita. Bæði höfðu þau með sér gæludýr, Koradis með mikinn úlf að nafni Svarglóinn og  Neslai með risavaxna margfætlu að nafni KlickClack. Þó þau væri augljóslega full fær um að sjá um sig sjálf, og ábyggilega nóg til að fella okkur öll í sérsveitinni, þá fylgdi þeim þónokkur flokkur af gljúfurbúum. Öll voru þau harðskeitt að sjá, ýmist úfin, loðin eða bæði, skítug og síður en svo vinveitt.

Eftir nokkra ögrun af hálfu Koradis og Neslai þá tókust með okkur tölur en okkur tókst að blíðka Koradis töluvert með boð um áfengi og loforð um meira slíkt þegar Krista væri búinn að biðja til galdra daginn eftir. Tekið skal fram að það var gert og Koradis sat hjá okkur við drykkju og teninga spil lengur en getur talist að hann hafi þurft þess, mögulega sér hann okkur ekki lengur sem ógn við sessi sínum meðal ábúenda Gljúfursins.

Þau fóru með okkur leið upp gljúfurbarmana og sýndu okkur dvalarstað sinn. Ekki er að undra að þeim hafi tekist að vera hér falin í heila kynslóð, vistaverur þeirra eru innan í röð sprunga meðfram suður vegg gljúfursins og er ekki með nokkru móti hægt að sjá að hér séu menn á ferli fyrr en nánast er komið inn í fyrsta heimilið.

Fundurinn með Plarinum fór frekar vel sem best ég get séð, við kynntum okkur fyrir hirð hanns og færðum honum gjafirnar sem Anna lét okkur í té. Úlfhildur útskýrði fyrir hirðinni hvernir hægt væri að sá þessum undra fræjum í gljúfur vegginn og sýndi hversu lítið þyrfti til svo fræin gæfu vöxt, þó þau væru öll steinrunnin á svið er ég viss um, af ásýnd þeirra að dæma, að þetta sé mesta gjöf sem þau hafa nokkru sinni fengið. Plarinn var þó heldur ánægðari að sjá allt vínið sem kom í kistunni frá Önnu, maðurinn örugglega kominn með algjört ógeð á að reyna að brugga úr sveppunum sem þau eru vön að láta sér til matar.

Hirð Plarsins var á þessa leið: Rowen galdramaður er oeridísk, eins og Plarinn sjálfur, kona um fimmtugt, hún er útlagi úr hirð frá norður veldi. Ranvoro er hirðskáldið, hann ber trumbu og notar horn til að koma skilaboðum til gljúfurbúa. Dethrakira er Oeridísk vígakona frá Reyhu, gengur um full brynjuð og með stórt sverð ef þau hefðu ekki sannfært mig um annað þá hefði ég haldið að hún væri klerkur hins gamla af útbúnaði hennar að dæma. Marnig er vígaklerkur hirðarinnar, prestur Erythnul. Svo sat hjá þeim gamall og blindur maður sem ég man ekki að hafi verið getinn á nafn, en hann er sjáandi líkt og Abun nema á meðan Abun er bara skrýtinn þá var þessi fylgjandi Erythnul. Einnug komumst við að því að að auki við að hafa bundið griffina og hvarfaverur vilja sínum þá er Rowen líka búinn að temja til sín gorgíveru sem okkur var sérstaklega bannað að eiga við, og heljarhunda.

View
Til Dimre
2. í Sáðmánuði

Í þann mund sem hani galaði og boðaði komu dags lögðu hermenn frelsishersins af stað frá Stoink norður á bóginn, í átt að Dimre. Reyndar lifði haninn ekki lengi, enda íbúar Stoink margir hverjir ekki enn búnir að jafna sig eftir hátíðahöldin í kjölfar sigursins á orkahernum frá Gljúfrinu, sem og árlegum hátíðum í tengslum við Sprettutíð. 

Úa, Sonja, T’Sial, Perille og Luiz héldu vel vistum búin af stað, ásamt Argent, svartbirninum sem Rúfus hafði kynnt fyrir Úu dagana eftir að árásinni var hrundið. Hópurinn hafði nýtt tímann vel, þó hver meðlimur hópsins með sínum hætti. Á meðan Perilla gróf nefið ofan í hvers kyns skruddur og bókfell, hafði Luiz gert sitt besta til að brugga eitur, á milli þess sem hann þræddi búðir og verkstæði gimsteinaskurðarhandverksmanna. T’Sial hafði fylgt honum en Sonya hélt sig annars vegar innan um fjölmarga og ólíka nátthrafna og hins vegar æfði hún sig í því að vera kráka, en nýfenginn hringur hennar bjó yfir þeim galdramætti að umbreyta henni með þeim hætti. 

Úa flautaði til Argents og kallaði hann til sín. 

“Ég held, úr því þú ert svona grænn,” sagði Úa á máli drúíða og staldraði við til að skoða eyru Argents, “nei, úr því þú ert svona dökkbrúnn fyrir aftan eyrun – ég skil ekki svona orðaleiki þessa samfélags – sko, Perille sagði að þú værir grænn fyrir aftan eyrun og ég ætti að kenna þér, eins og Aurum kenndi mér þegar ég var græn fyrir aftan eyrun.” 

Argent fylgdist með Úu, tungan lafði úr skoltinum svo sleftaumar láku af henni. 

“Perille lyktar kannski undarlega, svolítið eins og karlarnir í Stoink sem voru að gera að svínshúðunum. Kannski af því hún er alltaf inni í bókageymslum. Hún er samt pínu eins og íkorni. Hún safnar fullt af vitneskju og grefur hana inni í sér. Ég óttast samt pínu að hún sé eins og íkornarnir heima, og gleymi oft hvar hún grefur hneturnar, – eða sko þessar vitneskjur.” Úa leit til Perille. “Ég hef samt á tilfinningunni að hún hafi eytt of miklum tíma með bókunum. Hún er samt fín, hún er uglan okkar.” Úa gekk af stað. 

“Komdu, Argent,” sagði hún og svartbjörninn kinkaði kolli. Eftir nokkur skref stoppaði Úa og sneri sér að birninum. “Argent, komdu.” Björninn starði um stund á Úu en tölti síðan af stað. 

“T’Sial er æðisleg,” sagði Úa og bendi með hökunni að T’Sial, “hún kann að dansa og sveifla spjótinu sínu í hringi og miðar alltaf beint í óvini okkar. Stundum miða ég framhjá þeim. T’Sial er líka svo sterk, hún er eins og gaupa. Hún hleypur ótrúlega hratt og veit líka svo mikið. Hún  er svo…” Úa þagnaði og starði dreymin um stund á T’Sial, síðan andvarpaði hún. “En mér finnst eins og T’Sial vilji stundum ekki hafa mig í kringum sig. Eins og Sonja.”

Úa hnykklaði brýnnar og sneri sér að dökkklæddu konunni frá Stoink. 

“Þú skalt passa þig á henni. Hún er bölvaður broddgöltur þessi kona og alltaf eitthvað að reyna meiða mig með orðum. Og já, passaðu þig líka á orðum. Þau eru stórhættuleg. En já, Sonja, ég held að hún hafi verið minnsti broddgölturinn í gotinu og mamma hennar hlýtur að hafa hafnað henni, því hún er stundum svo grimm. Núna, eftir hún fékk hringinn þarna, þá getur hún breytt sér í hrafn.” Augu Úu leituðu til hringsins á hendi Sonju. “Æ, ég veit það ekki, kannski er hún bara alltaf svona þreytt, kannski bara alltaf að lóða og finnur hvergi stein til að merkja. Eða hún þarf kannski alltaf að sofa í heyi – samt, þau hin sofa líka alltaf í heyi og þau eru ekki alltaf svona pirruð.”

Þau gengu áfram um stund og björninn reyndi að sleikja á sér nefið. 

“Ég á eftir að segja þér frá Luiz. Hann lyktar líka sérkennilega og er einkennilega oft ekki með augabrúnir. Í Admunsenvirki heyrði ég tvo karla tala um að hann væri alkemisti, ég veit ekkert hvað það þýðir, en hann er að minnsta kosti oftast nær almennilegur. Mig grunar að þetta tvennt tengist. Hann er allavega oftast nær fínn, segir ekki margt en þegar hann lætur heyra í sér þá er það oftast með miklum skarkala, sprengingum og látum.” Úa brosti. “Hann er svona pínu eins og lítill loðfíll á ávaxtamarkaði. Og talandi um ávaxtamarkaði, ef einhver býður þér að kaupa brú, ekki láta plata þig. Brúin er epli. Eða appelsína. Ég man ekki hvernig Perille útskýrði þetta.”

Argent kinkaði kolli og brosti. 

“Þetta er annars svona að mestu leyti hið vænsta fólk. Þau eru að gera sitt besta, hafa hvert um sig sinn djöful að draga – misstóra þó,” sagði Úa og skaut augum til Sonju, “en upp til hópa gott fólk sem gæti ekki gert birni mein. Perille er reyndar varálfur, ég veit ekki hvað mér finnst um það. Álfar eru eitthvað svo…” Úa hristi sig eins og um hana færi hrollur. “T’Sial fyrir einhverjar sakir óttast hesta, krákan er eins og hún er og Luiz, óttast ég, á eftir að springa út.” Úa leit til Argents. “Náðirðu þessum? Springa út. Þetta er sko brandari. Svona orðabrandari. En ekki reyna leika þetta eftir. Orð eru stórhættuleg.” 
 

View
Orustan um Stoink
Fellur lóðrétta borgin?

1. dagur Sprettutíðar

Viðbragðsteymi Frelsishersins hafði ekki lengi fagnað bandalaginu við Stoink þegar hóp Reyhu fólks bar að garði með geigvænleg tíðindi.

Risavaxinn her orka á vegum hins gamla hafði safnast saman örstutt frá borginni og myndi vera kominn til borgarinnar eftir tvo daga. 

Ljóst var að bandalag Stoink við Frelsisherinn hafði ekki tekið langan tíma að spyrjast út, og bersýnilega átti að berja alla slíka tilburði niður með látum, fast og örugglega, til að sýna öðrum í svipuðum hugleiðingum flónsku þess að ætla að rísa gegn Iuzi.

Tveir dagar buðu ekki upp á mikinn undirbúning. Leiðtogar Frelsishersins sem komið höfðu til viðræðna fólu viðbragðssveitinni að aðstoða Stoink við varnir sínar, en þurftu sjálfir frá að hverfa.

Rhenfus og Marla voru ákveðin í að borgin skyldi varin, en virtust jafnvel hálft í hvoru búast við að það væri illmögulegt og Marla minnti á það að það væri betra að lifa af til að koma aftur síðar, en að berjast til síðasta blóðdropa ef óvígur her árásarmanna næði inngöngu á fleiri en einum stað í einu.

Varnir borgarinnar teljast þó allt að því goðsagnakenndar. Einungis ein leið var fær til að gera raunverulegt hernaðaráhlaup og er leitun að leið sem er betur vörðuð. 

Ytri veggurinn er 40 feta hár, þakinn sverðum, blöðum og skörpu stáli sem valda fjörtjóni hverjum sem kýs að klífa hann. Hliðið er rammgert og styrkt göldrum og eina aðgangsleiðin vörðuð tveimur ofvöxnum valslöngvum og tveimur illvígum mannhæðar fleygvörpum.

Fréttir Reyhu fólksins hermdu þó að orkarnir væru vel undirbúnir, með risa-múrbrjót og tilbúnir með eigin valslöngvur og rammgerða stríðsturna, sérhannaða til að koma orkasveitum hratt og örugglega yfir múrana ef þeir komast upp að þeim.

Hópurinn fær það verkefni að skipuleggja varnirnar, og undirbúa í því skyni þá galdra og þau tól sem þeim voru tiltæk.

Einn maður í bænum, yfirmaður vígvélasveitanna, reyndi að fræða þau eins og hægt var um vandamálin og hvernig hægt væri að einbeita vörnum borgarinnar sem best, en ljóst var þó að ekki var nægilega mikill tími til stefnu til að þau gætu orðið raunverulegir sérfræðingar.

Fyrsta dag Sprettutíðar rann orustan upp. Dagur sem hefði átt að markast af hátíðahöldum og fögnuði var þess í stað myrkur og tregafullur.

Viðbragðsteymið tók stjórn á annarri valslöngvunni og sameinuðust þau öll um að einbeita skotþunganum á annan turninn, þar til hann myndi laskast nóg til að þurfa að hægja ferðina, en einbeita sér þá að hinum. Áætlunin gekk út á að hægja nóg á þeim til að útséð væri að ekki tækist að yfirbuga borgina og taka þá fyrir vígvélar andstæðingsins og þegar það væri komið í höfn væri hægt að kalla til riddaralið vinveitt Stoink og Frelsinshernum,  annars vegar Reyhy fólkið og hins vegar hóp undir stjórn Artor Gellor, réttborins prins  Artonsamay. Sem gæti þá hrakið herinn til baka, en sem væru ekki tilbúnir til að leggja sig í hættu nema vita að borgin myndi standa.

Við tók spennuþrunginn morgunn, þar sem hópurinn reyndi sitt besta til að manna valslöngvuna risavöxnu, en skiptust á að hlaupa til annarra verka sem á þurfti að halda. Perille fór fyrir teyminu í því verkefni, en þó hún kynni ekki sérstaklega á vígvélar var hún vel menntuð og hafði bakgrunn í stærðfræði og verkfræði sem gerði henni þó amk. kleyft að skilja undirliggjandi breyturnar í þess háttar hernaði.

T'Sial reyndi að hvetja hana til dáða með sérstökum vígdansi, en annars var teymið allt í því að hlaða og miða vélinni undir hennar leiðsögn þangað til múrbrjóturinn nálgaðist skyndilega hliðið ískyggilega.

Þá hlupu frá fyrst Úa sem fékk fyrst fjallaföðurinn til að binda brjótinn niður, en þegar þeir losnuðu bað hún fjallaföðurinn um að ausa úr skálum reiði sinnar yfir teymið sem bar brjótinn, en þær skálar voru í það skiptið fullar af köngulóm. Í kjölfar hennar fór svo Luis, en hann sá þann kost vænstan aðhenda sprengjum yfir orkana sem reyndu að berja niður vegginn.

Þegar brjóturinn var kominn alveg upp við vegginn fóru líka Euler með bogann sinn og T'Sial, sem sturtaði niður á þá boldangs hnullungi, sem geymdur hafði verið í Blaðurskjóðunni (sem var ekki stórhrifin af að vera full af ódýru og annars ómerkilegu bergi)

Í tvö skipti virtist sem hliðið ætlaði að falla, en í bæði skiptin vantaði orka-teymið herslumuninn þó svo hliðið virtist gefa undan var eitthvað sem hélt, hvort það voru galdrar eða sameiginlegur vilji borgarbúa er erfitt að segja.

Þó stríðsturnarnir væru harðir í horn að taka, þá létu þeir sig að lokum fyrir einbeittri orrahríð valslangvanna, en sá síðari komst langleiðina að veggnum eftir að vígvélar Stoink fóru að sýna aldurinn og fjöður eftir fjöður brotnaði í fleygvörpunum og keðjurnar í valslöngvunum slitnuðu. Valslöngvur orkanna ollu töluverðum skaða, en til allrar lukku hafði hópurinn fjárfest í galdra-bókfellum sem gátu gert við þær á handahlaupum.

Eftir að seinni turninn skaddaðist og skransaði til, og ljóst mátti þykja að hann kæmist ekki nema mjög hægt áleiðis, virtist ljóst að borginni væri borgið.

Teymið við múrbrjótinn var sigrað og turnarnir orðnir auðveld skotmörk sem bersýnilega myndu ekki komast leiðar sinnar.

Þá var blásið í hornið og Artor Gellor og riddaralið hans þustu inn á völlinn öðru meginn og Reyhu menn úr hinni áttinni. Orkarherinn tvístraðist og þeir sem gátu flúið flúðu, en hinum var slátrað. Dagurinn var unninn og borg þjófanna stóð enn.

Þetta var niðurstaða sem hópurinn og leiðtogar borgarinnar höfðu vart þorað að vonast eftir, mannfall í algjöru lágmarki og varnir borgarinnar svotil óskaddaðar, en óvinurinn á flótta.

Rhenfus var í sjöunda himni og þó hann hafi áður tekið viðbragðshópinn í sátt var hann nú yfir sig hrifinn.

Eftir fögnuðinn bauð hann þeim að hitta sig og bar á borð fyrir þau dýrustu gersemar sínar. Hann sagði að nú myndu þau hljóta raunveruleg verðlaun.

Í boði var fagursmíðaður bogi, samskeyttur úr þremur viðartegundum og þrunginn öflugum göldrum. Gömul og ryðguð, en samt heilleg og sterkleg brynja, sterklegur skjöldur með skjaldarmerki Stoink, fíngerður og fagur hringur, sem komist hafði með krókaleiðum til Stoink eftir að álfurinn sem átti hann lést, illvígur hnífur sem gaf frá sér ónotatilfinningu, hringur með hauskúpu sem tekinn hafði verið að útsendara Iuzar, belti með innlagðri fjöður af Harrusi, arnar Trithereons.

Hópnum var boðið að velja þrjá af þessum hlutum. 

Eftir miklar umræður varð fyrir valinu að taka Bogann, hringinn af útsendara Iuzar og belti Harrusar.

Bogann fékk Euler, enda hin besta skytta, en boginn er viti borinn galdrahlutur, einbeittur að frelsun Tehn og tilbúinn til samstarfs við alla sem vilja vinna að því marki. Sú niðurstaða var Euler ekki mikið fagnaðarefni, en virtist þó tilbúinn til að taka það verkefni að sér sem málamiðlun.

Belti Harrusar eykur snerpu og viðbragð notandans, og getur í stuttan tíma á dag veitt algjört frelsi frá öllu sem hefta vill notandann. Luis fékk það belti til eignar.

Hringurinn er einnig gæddur greind og þar að auki mikilli tortryggni. Hann verndar hug notandans en hvíslar líka varúðarorðum og sérhagsmunagæslu í huga hans. Hann féll í skaut Sonju.

Úa og T'Sial sátu hjá, enda höfðu hvor um sig fengið verðlaun í formi annars vegar Blaðurskjóðunnar og hins vegar forláta poka af appelsínum.

View
Frelsisherinn og Stoink hafa myndað bandalag
Stórtíðindi í austurhluta Ræningjaríkjannna

26. dagur Kaldkveldu, Stoink.

Þau stóru og miklu tíðindi hafa borist frá Stoink að Renfus borgarmeistari hafi myndað bandalag við hinn nýja Frelsisher og sameinað afl beggja fylkinga muni spila lykilhlutverk í frelsun Ræningjaríkjanna undan oki Hins Gamla!

Að morgni dags ferðist þið út fyrir Járnborgina, yfir á sléttuna og bíðið eftir komu leiðtoga ykkar. Þó ekkert ykkar, utan Sonyu, hafið áður komið til Lóðréttu Borgarinnar þá blasir við að eitthvað liggur þar í loftinu. Sonya veit betur og skilur af hverju félagar hennar finna fyrir einhverju. Það er nefnilega frekar hljótt í borginni. Það gerist aldrei.

Engin hlátrasköll, drykkjulæti, hamraglamur, bardagahljóð eða yfirleitt nokkuð af þeim hljóðum sem maður mætti eiga von á.

Í fjarska má greina leiðtoga ykkar, sem hafa ferðast hingað alla leið frá Admundsvirki gegnum Alhaster. Þetta er tilkomumikill hópur, um hundrað manna herlið leitt af Tamrin sjálfum sem ekki fer frá Admundsvirki nema mikið liggi við. Hann er ekki einn. Anna Huron, Gaerolf Skjaldbrjótur, Polaria Gellor, Salim Kaz Al'Oahu og Skuggaliljan eru með í för. Hér verður breiðu spjótunum beitt.

Eftir að hafa tekið á móti leiðtoga ykkar og gefa skýrslu um ástand mála og hvað á daga ykkar hefur drifið er haldið inn í borgina.

Og þvílíkar viðtökur!

Þrjótar, þjófar, ræningjar, málaliðar og vígamenn Stoink eru uppi í öllum hæðum byggingana í kring og kalla til ykkar allir sem einn. Á jörðinni eru æðstu leiðtogar þjófaklíkunnar, foringjar málaliðahópanna, æðstu ráðgjafar Renfusar og loks hinn tröllvaxni borgarmeistari. Renfus æpir upp og yfirgnæfir hundruðir ef ekki þúsundir manna og kvenna í kringum sig og í kjölfarið þagnar borgin.

"VELKOMNIR LEIÐTOGAR FRELSISHERSINS! ÞÁ ER LOKS KOMIÐ AÐ ÞESSUM FUNDI SEM MUN MARKA UPPHAF ENDALOKAGUNAR HINNA FRJÁLSUNINGJARÍKJA! JÁRNBORGIN HEFUR NÓGU LENGI LÁTIРÁSTANDIРYFIR SIG GANGA EN NÚ ER KOMIРNÓG! SAMAN MUNUM VIÐ HREKJA BURT ÖFL HINS GAMLA OG AÐ ÞVÍ LOKNU MUN STOINK AÐSTOÐA VIÐ FRELSUN NORÐURSINS!" Að máli Renfusar loknu fagna borgarar ógurlega.

Að þessu loknu er haldið til hallarinnar. Renfus býður til veislu og það er vægt til orða tekið að segja að vel sé veitt. Þrátt fyrir að eftir móttökuna sé komið að samningaviðræðum sem gætu orðið strangar, þá hika Renfus og hans samherjar ekki við að drekka vel og það er einstök upplifun að sjá Renfus borða, maturinn nær sogast upp í hann og magnið sem hann torgar er gríðarlegt.

Að veislunni lokinni halda æðstu leiðtogar til samninga. Það er nokkuð yfir ykkar sess að taka þátt í þeim en þakklæti Tamrins dylst ekki hvað varðar hlutverk ykkar í að stuðla að fyrstu kynnum milli Stoink og Frelsishersins.

Viðræðurnar ganga fram á kvöld en það er létt yfir fólkinu þegar dyrnar opnast. Þegar Renfus hlær drynur í kring. "MEGI ÞESSIGULEGI FUNDUR LIFA Í SÖGUM OG KVÆÐUM ÞEGAR FRAM LÍÐA ALDIR, HÉR HÓFST FRELSUN NORÐURSINS OG NÚ SKAL DRUKKIÐ!"

Það er fagnað ógurlega í Þjófaborginni. Þið hafið séð ýmislegt en meira að segja Gaerolf hefur ekki séð annan eins drykkjuskap. Gleðin er í algleymingi - þar til að rétt um miðnætti heyrist hornblástur frá borgarmúrunum. Eitthvað steðjar að.

Þið hlaupið upp í múrana og sjáið óvænta sjón. Það er um hundrað manna herlið á leiðinni eftir sléttunni, allt klárlega vanir hestamenn í léttum herklæðum. Liðið stoppar stutt frá hliðinu og leiðtogi þeirra ríður fram. Þetta er ungur maður, tiltölulega myndarlegur en hann hefur klárlega þurft að berjast um ævina og er með stórt ör á kinninni og þykkt og mikið hár og skegg. Hann kallar upp með djúpri röddu. "Við erum Reyhu-menn, reiðmenn hinnar villtu sléttu, sendir hingað af hinum mikla og máttuga máttuga plar Gljúfursins, Durand Grossman, til að heiðra samkomulagið við Járnborgina og, ef svo ber undir, deyja til dýrðar Hins Marga. Megi næstu dagar baðaðir í blóði andstæðinga okkar!" Maðurinn færir stór tíðindi - stór orkaher frá Gjábörmum er á leiðinni með vígvélar og ætlar að berja aftur uppreisnina!

Viðauki: Þið komið innsigli Gellor kvíslarinnar til Polariu, sem fær Önnu til að staðfesta að það er ekta. "Artor Borval" er í raun Artor Gellor prins (eða öllu heldur hertogi, þar sem faðir hans er fallinn frá). Polaria er ólíkt venju frekar hvumsa og virðist ekki alveg vita hvernig skuli bregðast við, en hefur sent boð til skyldmenna sinna í Stórhéraðinu Urnst til að fá leiðbeiningar. Hin venjulega pollrólega og yfirvegaða Polaria er frekar vandræðaleg og feimin í kringum frænda sinn, Perille til umtalsverðrar skemmtunar. Hins vegar heitir hann liði sínu til stuðnings gegn orkahernum og er þegar farinn að ráðfæra sig við leiðtoga Reyhu mannana um hvernig þeir geti starfað saman. Málaliðar "Borvals" eru riddaralið, gráir fyrir járnum og nota áhlaup og treysta síðan á herklæði til varnar, Reyhu menn treysta á hraða og hreyfigetu. Leiðtogi þeirra er frekar fámáll, en þið veiðið upp úr honum að hann heitir Korunak. Það blasir við að þessir menn eru heitir tilbiðjendur Hins Marga og njóta sín best í bardaga og óreiðu og eru sannkallaðir Ræningjar. Þeir munu vafalítið verða hörkusamherjar á vígvellinum en þið getið ekki barið frá ykkur þá hugsun að þið mynduð helst aldrei vera andstæðingar þeirra.

View
Svik í Stoink

„Legðu nú frá þér bókina og drífðu þig, við erum alveg að verða komin!“ sagði Sonya við Perille. Í raddblænum mátti heyra eftirvæntingu yfir að vera nánast komin á heimaslóðir sínar.

Sonya var spennt að sjá upplifun félaga sinna á borginni sinni, Stoink. Öll virtust þau fremur hissa að sjá svona byggingar sem leituðu svona hátt í loftið. Þeim virtist líka bregða í brún þegar þau sáu ferðavenjur borgarbúa, en flestir virtust vera afbragðs klifrarar. Hávaðinn var mikill. Í fjarska heyrði Sonya í slagsmálum sem að endingu leystust upp í skellihlátur. Hún var sátt að vera komin heim, svo sátt að hún virtist um stund gleyma því að hún var þarna á vegum frelsishersins.

Hópurinn kvaddi Larn, Rúfus og þeirra fólk frá Salfray ökrum og fóru sinna leiða.

„Hvar ætluðum við aftur að hitta þau?“ spurði T‘sial
„Á blóðuga broddgeltinum“ svaraði Sonya „Eltið mig“

Þegar hópurinn kom á barinn fengu allir sér öl, nema Perille sem þyrsti í eitthvað kryddaðra og með meiri berjakeim. Meira að segja fékk Úa sér öl og virtist finna vel fyrir áhrifum þess. Eftir stutta stund var Úa farin að velta stéttaskiptingu fyrir sér, en henni þótti það merkilegt að „greifingi“ skildi vera einhver sem var mikils metinn innan samfélags manna. Einnig vakti það mikla furðu að „stétt“ skipti vel siðað fólk máli. Í fjöllunum var gangvegurinn ekki talinn mjög merkilegur nema þar væru góðir steinar.

Eftir drykklanga stund ákváðu þau að best væri að reyna að finna út hverja þau ættu að hitta. Fulltrúi borgarmeistarans gæti verið hver sem er. Í sameiningu ákváðu þau að best væri að Sonya reyndi að spyrja barþjóninn hvort hann vissi eitthvað. Þegar hún minnist á frelsisherinn við hann sá Sonya útundan sér unga stúlku.

„Við tókum frá herbergi uppi, komið“ sagði unga stúlkan sem virtist ekki vera eldri en 12 ára.

Hópurinn elti stúlkuna, sem kvaðst heita Smarla, upp á næstu hæð og inn í fremur lítið herbergi með stóru borði og sætum í kringum það. Þarna inni voru veitingar fyrir alla og Smarla sá til þess að ekki vantaði drykki á borðið. Innan skamms gengu inn tveir menn. Annar var fremur þögull en hinn kom vel fyrir og talaði fyrir hönd þeirra beggja.

„Ég heiti Ditmar og félagi minn er Arnoran“ Og stuttu eftir að hann sleppir orðinu er rýtingur félagans sokkinn djúpt í bringuna á honum. Sonya sá lífsneistann slokkna í augum Ditmars.

„Ég vissi það!“ hrópar Smarla „Ekki leyfa höggorminum að sleppa!“

Við þetta fór allt á háaloft inni í herberginu. Arnoaran, eða höggormurinn eins og hann var víst kallaður, hljóp að hurðinni. T‘sial, Euler og Sonya reyndu að halda honum inni en honum tókst að sleppa.

„Náið honum lifandi!“ æpti Smarla á eftir þeim er þau hljópu á eftir honum niður stigann. Áður en þau komust niður síðustu þrepin heyrðu meðlimir frelsishersins gríðarlegan skarkala á barnum. Við þeim tók heill hópur af mönnum sem allir börðust eins og sannir hrappar frá höfuðborg ræningjaríkjanna. Sonya og félagar börðust vel. Aðeins of vel því að á afar skömmum tíma fékk Arnoran spjót T‘sial aðeins of fast í gegnum sig. Hann tórði þó nógu lengi til að vera yfirheyrður í herberginu á efri hæðinni. Þegar upp var komið sást langar leiðir að Smarla var ekki ýkja ánægð með hópinn.

„Hver gerði þetta?“ spurði Smarla og leit yfir hópinn.

„Ég..“ svaraði T‘sial skömmustuleg

Smarla varð enn óánægðari með hópinn þegar hún sá hversu gagnslaus þau voru í yfirheyrslu. Sonya, sem hefði líklega átt að vera góð í þessu, virtist vera eitthvað utan við sig. Perille reyndi að yfirheyra manninn blíðlega á meðan Luiz og T‘sial hótuðu honum öllu illu. Á endanum skar Smarla Arnoran á háls og skipaði hópnum að fara í annað verkefni. Að ná í síðasta klerk Iuzar innan Stoink og færa Renfusi hann. Hún virtist ekki hafa mikla trú á frelsishernum eftir þessa slæmu tilraun til yfirheyrslu.

Það tók hópinn ekki langan tíma að koma sér á réttan stað. Við þeim tók hvert dýrið á fætur öðru, kölluð fram af manni að nafni Joskoa hinn svikuli. Bardaginn gegn honum var afar langdreginn, svona í ljósi þess að Sonya og félagar pössuðu sig að fara afar gætilega til að verða honum ekki að bana. Ekki vildu þau valda stúlkubarninu henni Smörlu vonbrigðum aftur. Að lokum gafst hinn svikuli upp, dauðþreyttur og farið með hann til Renfusar. Ekki fengu þau að njóta samvista hans lengi, en það eina sem hann gerði var að hrinda síðasta klerk hins gamla fram af hárri byggingunni. Að vísu kinkaði hann kolli til Sonyu, enda höfðu þau átt viðskipti áður.

„Renfus vildi gefa ykkur þetta sem þakkir fyrir þjónustu ykkar“ sagði Smarla við hópinn og rétti þeim snjáðan poka „Þetta getur verið erfið byrði en á sama tíma komið sér vel“ og hún flýtti sér í burtu.

„Hvað ætli sé í pokanum?“ spurði Úa og opnaði hann

„Hæ, hver eruð þið?“ heyrðist úr pokanum

Öllum brá heldur betur í brún og T‘sial svaraði. Að endingu var ákveðið að hún yrði umsjáraðili pokans, sem kallaði sig „blaðurskjóðuna“. Þrátt fyrir að þessi vera væri vafalaust gagnleg var Sonyu létt að T‘sial tók hana að sér.

Eftir atburði dagsins kom hópurinn sér fyrir í húsakynnum sem Renfus útvegaði þeim. Framundan biðu ýmis verkefni innan borgarinnar þannig að nú var kominn tími til að hvílast.

View

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.