Ehldern Blóðhráki

Vígamður sem blótar Erythnul

Description:

canstock18326566.jpg
Ehldern sem hrækir blóði… Þeir segja að bænir hans til Hins Marga rætist og hann blóti hann á gamla háttinn – með því að bíta stykki úr hjarta andstæðinga sinna. Svo mikið er víst að hann hefur sést með þurra blóðtauma í auðþekktu andlitinu.

Bio:

Ehldern blóðhráki er um fertugt, harðneskjulegur maður aðeins hærri en meðalmaður með skollitað hár, há kollvik og handleggir hans eru alsettir örum. Andlit hans er afskræmt – það vantar stykki úr hægri kinn hans og margar tennur þeim megin líka. Hann þarf að halla höfðinu til vinstri til að drekka og éta.
Ehldern er klerkur hins marga, þekktur fyrir ofsa og blóðþorsta. Æðisköst hans eru ógurleg. Hann ferðast oftast einn en stundum með lítinn flokk með sér sem hlýðir honum meira af ótta en tryggð. Ehldern er bæði fær vígamaður og öflugur klerkur. Ehldern er einnig sagður ansi fégráðugur og ekki treystandi fyrir verðmætum.
Ehldern er meðlimur í bófaflokki Shairnar en ferðast einnig oft á eigin vegum. Hann hlýðir kalli Erythnuls og fer oft á flokk þess vegna. Eins og flestir fylgismenn Hins Marga semur honum afar illa við fylgismenn Iuzar og er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að valda þeim vandræðum eða jafnvel dauða.
Hann er vanur að bjarga sér einn og gæti verið öflugur (en ófyrirsjáanlegur) samherji gegn Iuzi. Þó myndu fáir gráta ef hann félli frá.
Staða: Eftirlýstur, mögulegur samherji.
Staðsetning: Syðri hluti Hornlanda eða á ferð hvar sem er í Norðrinu.

Ehldern Blóðhráki

Greyhawk - Norðið Fadaz81