Grekdenn Celrurk, Kyndilberi Gruumsh

Leiðir orka til dýrðar Gruumsh, afneitar Iuzi

Description:

e6f155870c8a2c479fd78f7d6d5b309f.jpg
Þið haldið kannski að allir orkar norðursins fylgi Iuzi? Þá skuluð þið gæta að tungum ykkar. Gruumsh og hinir orkaguðirnir kunna illa við hvernig Hin Illi hefur hrifsað til sín fylgjendur sína. Sumir þeirra muna hvernig hlutirnir voru áður fyrr og gefa sig ekki. Sögur herma að stór flokkur Kelbit orka fylgi kyndli hins eineygða goðs og séu öflug og hættuleg andspyrna.

Bio:

Lítið er vitað um Grekdenn Celrurk. Sagt er að hann sé tröll að vexti, með húð úr steini og kyndill hans blási eldi og blindi andstæðinga Gruumshar.
Það sem er vitað er að í miðju ríki Iuzar er stór og mikill flokkur orka, flestir af Kelbit ættbálknum, sem enn tilbiðja Gruumsh og leiðtogi þeirra ferðist um með máttugan kyndil sem sé blessaður af goðinu og brennir villutrúarmenn.
Þeir sem þykjast hafa séð þennan Grekdenn segja hann langt yfir tveim metrum, með miklar og gular skögultennur, þykkt og gróft hár og skegg. Þá er hann sagður hata alla nema hreinræktaða orka og fyrirlíta orog-orka, menn og álfa. Öxi hans kallar eftir blóði manna og álfa.
Staða: Grekdenn hatar alla nema orka en flokkur hans berst hatrammlega gegn Hinum Gamla. Hann gæti verið samherji eða andstæðingur.
Staðsetning: Kyndilberinn og flokkur hans ferðast vítt og breitt en aldrei frá ríki Iuzar. Það gæti reynst erfitt að hafa upp á þeim.

Grekdenn Celrurk, Kyndilberi Gruumsh

Greyhawk - Norðið Fadaz81