Kreshenk

Sleggja Iuzar, setuliðsstjóri í Kendragund

Description:

orc_warrior_by_sgtnick-d6cjohf.jpg

Bio:

Orog-orkar eru skelfileg fyrirbæri. Nógu slæmir eru venjulegir orkar en seiðskrattinn sem blandaði þursablóði í orkakynið brennur vonandi í dýpsta víti fyrir. Þeir eru enn sterkari og harðari af sér og fæðast vígfærir.
Einn þeirra, Kreshenk að nafni er stundum titlaður Sleggja Iuzar. Sá þótti svo grimmur og öflugur í stríðunum að goðið færði honum persónulega að gjöf mikla sleggju úr stjörnustáli sem er þakin glóandi rúnum. Kreshenk ferðast nú um og lemur aðra til hýðni og til dýrðar goðinu.

Kreshenk er í þeirri merku stöðu að vera nafntogaður. Flestir orkar eru andlits- og nafnlaus skrímsli en Kreshenk er nafn sem vekur mikinn ótta. Hann er eins og flestir orogar risi að vexti og feiknasterkur. Hvert sem hann fer fylgir mikill vetrarúlfur. Kreshenk verður seint þekktur fyrir greind en það hefur svo sem aldrei verið eiginleiki sem höfðar til orka.
Sleggja Kreshenks er nærri jafn alræmd og hann. Hún er úr stjörnumálmi og er því óbrjótandi en brýtur allt og alsett glóandi rúnum sem Kreshenk getur virkjað til að auka styrk sinn en frekar. Þá veikir hún andstæðinga hans og er sögð sérlega höggþung.
Kreshenk er málhaltur og getur nánast ekkert talað þegar hann er æstur. Því telja margir að hann sé mállaus en svo er ekki. Kreshenk er algjörlega hliðhollur Hinum Gamla og tilbiður hann heitt. Það verður að teljast ógjörningur að snúa honum.

Staða: Algjörlega hliðhollur Iuzi og boðum hans. Fráfall hans gæti haft verulegar afleiðingar fyrir orkaheri Iuzar.
Staðsetning: Kreshenk stýrir setuliðinu í Kendragund en ferðast töluvert. Þó er nokkuð öruggt að hann fari lítið frá ríki Iuzar.

Kreshenk

Greyhawk - Norðið Fadaz81