Mordenkainen

Fræagsti og máttugasti galdramaður Flanaess

Description:

Mordenkainen06.jpg

Bio:

Konungar hlýða ráðum hans, þá sjaldan þau eru gefin. Drekar sækja hann heim og ræða stöðu mála í heiminum. Sumir öflugustu töfrar sem beitt er eru hans uppfinning. Ekkert fer framhjá honum og hver einasti kimi vekur áhuga hans.
Hann er Mordenkainen. Hann er öflugasti galdramaður sem heimurinn þekkir, kannski sá öflugasti fyrr og síðar. Hann hefur framið gríðarleg illvirki, hann hefur bjargað heilum þjóðum frá glötun. Hann skoðar allt frá öllum hliðum, oftast úr fjarlægð en stundum með beinum afskiptum. Hönd hans er ósýnileg allt þar til honum finnst þörf á nærveru sinni og þó blasir hún við öllum.
Hann er Mordenkainen og þú veist aldrei hvar þú hefur hann.

Mordenkainen er þekktasti galdramaður Flanaess og meira að segja í fleiri víddum. Hann hefur fyrir löngu komist upp fyrir eðlileg mörk dauðlegra manna. Mordenkainen stofnaði Hringinn og fylgist með öllum heiminum. Mordenkainen hefur afar sérstaka, nærri einstaka, sýn á heiminn. Hann trúir á jafnvægið sem afl og það er honum afar mikilvægt að hvorki öfl góðs, ills, óreiðu eða reglu nái yfirhöndinni. Það er ekki algengt en kemur stöku sinnum fyrir að hann eða útsendarar hans skipta sér til að viðhalda jafnvæginu og bæði miklar hetjudáðir og voðaverk hafa verið gjörðir hans.
Mordenkainen er hávaxinn maður á óræðum aldri og í mjög góðu formi. Hann er mun eldri en hann virðist vera. Hann er auðþekktur – með rakað höfuð og hökutopp og yfirskegg, miklar og hvassar augabrúnir og ungleg augu. Hann er með sterk Baklúnísk einkenni en einnig veikari Oeridísk. Mordenkainen er ávallt tilbúinn fyrir hvaða aðstæður sem er, þó þess gerist sjaldan þörf.
Mordenkainen býr í risavöxnu virki í Yatil fjöllum sem er að hluta í annari vídd. Að minnsta kosti tveir drekar þjóna honum þar, ásamt fjölda af öðrum verum.
Það er ljóst að framtíð Flanaess mun ráðast í Norðrinu og því er öruggt að Mordenkainen fylgist afar vel með en vegir hans eru dularfullir og ekki einu sinni nánir vinir og samstarfsmenn vita hversu langt og djúpt angar hans ná.

Staða: Einn þekktasti, ef ekki þekktasti, einstaklingur Flanaess sem fylgist með öllu. Langöflugasti galdramaður Flanaess, utan mögulega Iggwilvar.
Staðsetning: Mordenkainen býr á afar afskekktum stað í Yatil fjöllum en getur ferðast hvert sem er á augnabliki.

Mordenkainen

Greyhawk - Norðið Fadaz81