Nezmajan Dauðaklerkur

Síðasti foringi Hyrndu Fylkingarinnar

Description:

scythe_man_and_friends_by_thedurrrrian-d6ywty6.jpg

Bio:

Það er mikill kostur að stýra her hinna lifandi dauðu. Þeir þurfa enga hvíld, engan mat og það þarf aldrei að hafa áhyggjur af að herinn missi móðinn og flýi af hólmi. Þá er það heppilegur kostur að her af því tagi býr til nýja hermenn, alveg jafn hlýðna og þægilega.
Nezmajen er búinn að safna stórum her og hann stækkar með hverju áhlaupi.

Nezmajen er öðru hvoru megin við fertugt, rétt yfir meðalhæð og frekar ófríður maður. Hann er farinn að tapa hárinu, húðin er náföl og æðaber og hann er með heilmikið exem. Augu hans eru brún og blóðhlaupin. Nezmajen er stoltur klerkur Nerulls og merkir sig honum á alla vegu.
Nezmajen var (er?) meðlimur Broddráðsins, sá eini sem hefur opinberað sig eftir fall Hornlandanna. Hann dregur ekki dul á að hann leitar hefnda og hefur þegar safnað stórum her sem samanstendur af illum mönnum, ómennum og hinum lifandi dauðu. Lífverðir hans eru hinir lifandi dauðu sem aldrei yfirgefa hann. Nezmajen er vopnaður risavaxinni sigð, mun stærri en venjulegur maður gæti notað, sem er sögð drekka blóð.
Nezmajen er sannkallaður dauðaklerkur. Hann tilbiður umfram allt undirheimagoðið Nerull, skapara hinna lifandi dauðu og blótar hann með því að myrða í hans nefni og vekja fórnarlömb sín frá dauðum.
Það er ráðgáta hví Nezmajen er í Fellreev skógi. Það er vissulega góður felustaður en þar sem afgangur Hyrndu Fylkingarinnar er í felum eða horfin til annara landa vekur það furðu hví hann er enn staddur í Iuz löndum og ekki í felum. Eitthvað heldur honum enn á staðnum og það verður að teljast sennilegt að það sé fleira en bara Molag.

Staða: Nezmajen leiðir stóran her gegn Iuzi. Hann er viðurstyggilegt illmenni og morðingi en leiðir eina öflugustu andspyrnuna gegn andstæðingi sínum. Þá var eða er hann í Broddráðinu.
Staðsetning: Nezmajen og her hans eru í Fellreev skógi en skógurinn er stór og það er óþekkt hvar bækistöð hans er.

Nezmajan Dauðaklerkur

Greyhawk - Norðið Fadaz81