Shairn Vel Valunar

Ræningjaforingi í Hornlöndunum

Description:

cassandra1.jpg

Bio:

Brosin. Þau eru einkenni Shairn, hennar bros og brosin sem hún býr til. Shairn hefur heillandi og fallegt bros. Undirmenn og samherjar hennar glotta illilega. Og fórnarlömb hennar brosa með hálsinum, eftir að hún hefur skorið þvert yfir hann, frá eyra til eyra.

Shairn er um þrítugt, há af konu að vera en rétt undir meðalhæð karla með rauðbrúnt hár og sægræn augu. Hún er nokkur lítil ör á andliti og höndum og vafalítið fleiri sem ekki sjást og tvö djúp á andlitinu. Shairn er myndarleg venjulega og gullfalleg þegar hún brosir en það er sjaldan gleðiefni fyrir aðra. Shairn sést sjaldan án herklæða og það er vitað að hún á mikið af öflugum galdrahlutum. Sverð hennar, Glottbreddan, er víðfrægt – það er öflugt galdravopn sem sagt er að geti talað og sé afar blóðþyrst.
Shairn er sögð ódrepandi. Ekkert eitur, lömun eða bölvun er sagt bíta á hana. Bófaflokkur hennar er sagður algjörlega og skilyrðislaust hliðhollur henni. Hún sjálf er sögð grimm, svikul, lygin og algjörlega siðlaus.
Höll hennar er skelfilegur staður, þar sem allir eru hræddir öllum stundum utan hennar. Shairn er ekki feimin að minna á mátt sinn og styrk – höll hennar er skreytt með uppstoppuðum dreka-, risa- og fjandahöfðum. Þá er sagt að höllin blæði öðru hvoru súru og rjúkandi fjandablóði.
Shairn er samviskulaus morðingi en hún stendur á eigin fótum. Iuz herir hans hafa engin völd yfir henni og það er ekki vitað til þess að hún hlýði nokkrum öðrum. Þó heimurinn væri sennilega betri án hennar þá heldur hún Iuz í skefjum í Hornlöndunum og gæti með stuðningi veikt tök hans þar.

Staða: Eftirlýst, mögulegur samherji
Staðsetning: Rjúkandi Kastalinn í Syðsta hluta Hornlanda

Shairn Vel Valunar

Greyhawk - Norðið Fadaz81