Vayne

Öflugur útsendari Iuzar en í vondri stöðu

Description:

Vayne.jpg

Bio:

‘Null… Að sjálfsögðu.’
Vayne krumpaði saman bréfið. Þetta voru öll ósköpin, eitt lítið bréf. Svo opanði hann það aftur, las það í fjórða sinn og vöðlaði því enn saman og kastaði því á eldinn. Hefði hann fengið þetta bréf fyrir örfáum árum hefði hann bjrálast og brennt sendiboðann samstundis með töfrum sínum.
Nú var komið nóg. Nú var komið að því að gera hið ómögulega.
Vayne settist niður og kallaði fram hrafninn Argúl. Hann skrifaði bréf, henti því og byrjaði aftur. Á endanum setti hann bréfið í lítinn hólk, hvíslaði að Argúl og sendi hann af stað.
‘Sjáum til hvað sagan segir um Vayne núna.’

Vayne er hrapandi stjarna. Hann er með öflugri galdramönnum Flanaess, víðþekkt illmenni, landstjóri Skjaldlandanna og var meðlimur í Æðra Beinhjartanu um árabil. Nú hefur hann verið lækkaður í tign, er í Lægra Beinhjartanu og innilokaður í lítilli borg sem er að mestu í eyði.
Vayne er hávaxinn og myndarlegur, með sítt, bleksvart hár og unglegur. Endalaus vonbrigði og bugun undanfarinna ára sést utan á honum, hann er þreyttur og hokinn – andlega og líkamlega. Hvert sem hann fór í stríðunum gekk liði hans illa og undir hans stjórn hafa herir Iuzar að miklu leiti tapað Skjaldlöndunum, þó það sé ekki eingöngu hægt að kenna honum um. Það eru mörg ár síðan hann hitti goðið og honum er ljóst að það yrðu ekki fagnaðarfundir.
Vayne er í mjög erfiðri stöðu. Admundsvirki, eitt sinn gríðaröflug bækistöð til að stjórna Skjaldlöndunum og flæði vista inn í ríki Iuzar, er sífellt umkringt flota Furyondy. Vayne getur ekki á nokkurn hátt stýrt herjunum þaðan. Jafnvel þó honum tækist að flýja má telja öruggt að goðið myndi refsa honum afar grimmilega. Takist Iuz aftur að ná taki á Skjaldlöndunum þá verður það ekki Vayne að þakka.

Staða: Landstjóri Skjaldlandanna en algjörlega valdalaus utan Admundsvirkis. Margir telja að Vayne sé á mörkum þess að gefast upp og jafnvel svíkja Iuz.
Staðsetning: Pikkfastur í Admundsvirki og varla vært annars staðar.

Vayne

Greyhawk - Norðið Fadaz81