Greyhawk - Norðið

Welcome to your campaign!
A blog for your campaign

Wondering how to get started? Here are a few tips:

1. Invite your players

Invite them with either their email address or their Obsidian Portal username.

2. Edit your home page

Make a few changes to the home page and give people an idea of what your campaign is about. That will let people know you’re serious and not just playing with the system.

3. Choose a theme

If you want to set a specific mood for your campaign, we have several backgrounds to choose from. Accentuate it by creating a top banner image.

4. Create some NPCs

Characters form the core of every campaign, so take a few minutes to list out the major NPCs in your campaign.

A quick tip: The “+” icon in the top right of every section is how to add a new item, whether it’s a new character or adventure log post, or anything else.

5. Write your first Adventure Log post

The adventure log is where you list the sessions and adventures your party has been on, but for now, we suggest doing a very light “story so far” post. Just give a brief overview of what the party has done up to this point. After each future session, create a new post detailing that night’s adventures.

One final tip: Don’t stress about making your Obsidian Portal campaign look perfect. Instead, just make it work for you and your group. If everyone is having fun, then you’re using Obsidian Portal exactly as it was designed, even if your adventure log isn’t always up to date or your characters don’t all have portrait pictures.

That’s it! The rest is up to your and your players.

View
Annálar Norðursins, bindi LXXVIII
Ritað af Arcus Magus Tenser

Margt hefur verið ritað um hópinn sem sumir kölluðu Ljósberana, þó það nafn hugnaðist þeim sjálfum lítt. Margt af því er rangt, áróður, lygar. Margt eru stórlega ýktar hetjusögur, tilbeiðsla.

Ég get boðið upp á sjónarhorn þess sem var viðstaddur marga mikilvæga atburði og jafnvel óbeinn þátttakandi í sumum þeirra.

Á miðju ári 599 CY hitti ég fyrst þennan merka hóp manna og kvenna sem nú hafa hvert á sinn hátt svo mikil áhrif á heiminn. Óopinber leiðtogi hópsins var hinn magnaði Fermat, paladin Mayaheine. Hann var hár ungur maður, með dökkt og örlítið hrokkið hár og dökkleit augu sem gáfu til kynna að hann hefði séð ýmislegt fleira en hina helga sali musteranna sem svo margir af hans sauðahúsi þekkja nánast eingöngu. Þá var annar vígamaður í hópnum, tröllið Robyn, sem bar mikið og þétt skegg og ekki síður glæsilegt sverð. Hann var upphaflega Skjaldlendingur en hafði ekki verið í heimahögum frá barnæsku. Þá var gullfalleg, fölleit ung stúlka í hópnum, Eir að nafni og augljóslega af Suloísku bergi brotin. Hún var kirfilega merkt goði sínu, sólgoðinu Pelor, og reyndist æði öflugur prestur hans. Þá voru tveir töfranotendur í hópnum en afar ólíkir – annars vegar Talia, bráðung álfkona, klárlega gráálfur, sem hafði verið lærlingur hjá Allustan, gömlum lærisveini mínum og hún var einnig hrappur sem tók lífinu passlega alvarlega þrátt fyrir afar alvarlegar kringumstæður þess að hún stóð frammi fyrir mér. Hinn var seiðbúinn Jinx, afar smár jafnvel meðað við sitt kyn, með magnað appelsínugult hár og mikill sjónhverfingameistari.

Erindi þeirra var ekki smávægilegt. Hópurinn var nýkominn frá Greyhawk og hafði þar komið upp um magnað samsæri. Illir menn og dýrkendur ormagoðsins Kyussar höfðu gert tilraun til að kalla fram postula goðsins og hroðalegan kraft ólífsins til að fella tugir þúsunda saklausra borgara. Ljósberarnir höfðu komið í veg fyrir þennan hrylling en einnig uppgötvað að þeir væru rétt að byrja langa ferð. Samband þeirra við Allustan og annan fyrrum nemanda minn, Eligos, leiddi þá til mín.

Ævintýri þeirra og ferðir voru af ýmsi tagi – hópurinn fann ævaforna grafhvelfingu Vindhertoga undir Pesh-völlum, fann hulda eyju hinnar fornu Stormareglu, ferðaðist til risaborgarinnar Kongen-Thulnir og sigraði þar bæði mikla risa og fjölda dreka - en ekkert af þessu kemst í hálfkvisti við það sem þeir gerðu á síðustu dögum þessa mikla og magnaða ferðalags.

Hópurinn ferðaðist á einn frægasta og skelfilega stað Flanaess, Ormagöngin við botn Gljúfursins Mikla. Þjóðsögur frá fornu fari voru til um þann stað en afar lítið vitað, þó var alkunna að hræðileg skrímsli og ormar héldu þar til, ásamt hinum goðsgnakennda lifandi dauða dreka Dragotha. Dragotha var álitinn helsti leiðtogi safnaðar Kyussar og ljóst að hópurinn myndi verða að kljást við eitt hættulegasta skrímsli veraldar en þeir fengu óvæntan stuðning frá mínum gamla félaga og vin Bucknard – eða öllu heldur vofu hans. Nú eru Ormagöngin öllu þögulli en þó eru flestir á því máli að hættulaus séu þau ekki.

Ljósberarnir voru vart búnir að tortíma Dragotha þegar ljóst var að þeir þyrftu að ferðast rakleiðis til Alhaster borgar í Rauðhandarhéraði. Arftaki (og samkeppnisaðili) Dragotha, Lashonna hafði sett í gang atburðarrás sem myndi enda með því að Kyuss myndi stíga fram í heim okkar, draga þróttinn úr öllum lifandi verum borgarinnar og þannig efla mátt sinn upp úr ölli valdi og verða ósigrandi.

Eitt sinn var Lashonna silfurdreki, eitt helsta og fegursta afl hins góða í veröldinni. Dragotha felldi hana og spilling Kyussar gerði hana að blóðsugu og þræl. Hún hafði áður leikið á hópinn sem hafði algjörlega óafvitandi aðstoðað hana við að ná sínu fram. Það skipti þó litlu þegar allt kom til alls, þar sem hún féll fyrir þeim. Þar má ekki síst gleyma þætti Robyns, sem var ekki eingöngu framúrskarandi bardagamaður heldur einnig flökkuprestur Heironeousar og sérhæfður drekabani.

Þegar hópurinn hittist fyrst hefði varla hvarflað að neinum nokkurs staðar að innan tveggja ára myndi hann standa frammi fyrir goði sem hafði bolað sér leið inn í okkar heim. Á toppi Alhaster-turns stóð vera um sjö og hálfs metra há, í mannsmynd en samsett úr óteljandi möðkum. Ef ekki hefði verið fyrir hetjudyggðir hópsins innan borgarinnar er öruggt að þetta hefði verið þeirra síðasta stund en vegna fyrri verka þeirra var goðið veikburða og hið ótrúlega gerðist - dauðlegi maðurinn Fermat felldi goðið Kyuss eftir magnaðan bardaga.

Það tók íbúa borgarinnar einungis örskotsstund að átta sig á að þessi hópur hafði bjargað þeim frá glötun og fögnuðurinn var mikill en skammvinnur. Zeech prins, höfðingi héraðsins, skoraði á einhvern úr hópnum á hólm til að verja heiður sinn þar sem þeir höfðu reynst bjargvættir Alhaster en ekki hann sjálfur. Robyn stökk til og sigraði prinsinn með lítilli fyrirhöfn. Þá tók við óvænt atburðarrás sem hefur haft mikil áhrif á líf hópsins síðan, sigurvegari einvígisins var hinn nýi höfðingi héraðsins.

Og hvað hefur gerst síðan? Hvar eru ljósberarnir og hvað eru þeir að gera? Hvað hefur gerst í Rauðhandarhéraði og Alhaster?

Robyn var kominn af kotbændum og hafði nær alla sína tíð lítið þekkt annað en herþjálfun, lítillæti og hógværð. Nú var hann skyndilega orðinn höfðingi héraðs í Ræningjaríkjunum. Ljóst var að spjótin myndu berast að honum og ríki hans úr öllum áttum. Hvað átti einfaldur hermaður að gera í þessum aðstæðum? Robyn byrjaði á því að haðrneita að gerast 'prins'. Þess í stað gerðist hann hertogi Rauðhandarhéraðs. Því næst gerði hann tilbeiðslu og tilbiðjendur Hextors útlæga. Loks hóf hann að leita að bandamönnum gegn ræningjum, ómennum og síðast en alls ekki síst, öflum Iuzar.

Eir var einning af kotbændum komin en hafði öllu meiri skilning á þeim aðstæðum sem vinur hennar var lentur í. Hún reyndist afar verðmæt hjálp við að mynda bandalög, fylkja liði og sameina söfnuði hinna góðu goða á svæðinu. Þá hóf hún aðgerðir við að reyna endurvekja hina fornu Stormareglu. Óvæntast af öllu var þó að eftir nána samvinnu vinanna tveggja urðu þau mun meira og nú er Eir hertogynja Rauðhandarhéraðs.

Talia byrjaði á að halda heim til Diamond Lake, þar sem hún tók við silfurnámu föður síns og var eina virka samkeppnin við hinn slepjulega Balabar Smenk. Bæði eru slóttug og leikin í laumuspili og erfitt að meta hvort myndi hafa betur eða hversu langan tíma það myndi taka en koma Fermats til bæjarins breytti stöðunni verulega. Taliu leiddist kyrrstaðan og hélt aftur norður til gamalla félaga. Hún er mikilvægur hlekkur í frelsisbaráttu Rauðhandarhéraðs en afar sjaldséð, hvort sem það er vegna sjónhverfinga eða feluhæfileika. Þá segir sagan að öfl tengd erkidjöflinum Mephistophelesi leiti hennar og hafi illt í huga en hún hefur séð við þeim hingað til.

Jinx kom gríðarlega á óvart. Hann afþakkaði með öllu tilboð um að gerast hirðseiðmaður Alhaster, borgarmeistari Grossetgrottel, meðlimur í Hringráðinu og ýmislegt fleira. Allt sem hann vildi var að halda aftur heim til Grossetgrottel , finna æskuástina og fá að vera í friði, sem hann og gerði. Þótti mörgum að einn helsti sjónhverfingameistari sögunnar væri að sóa algjörlega hæfileikum sínum, mætti og getu en hver verður að gera svo sem honum eða henni lystir.

Fermat hét Robyn vini sínum að aðstoða hann við að leita uppi bandamenn og stóð svo sannarlega við það. Hann ferðaðist til Greyhawk borgar, Urnst ríkjanna og Furyondy. Orð hans höfðu mikil áhrif hvert sem hann fór og má segja að kveikjan að Frelsishernum sé að miklu leiti honum að þakka. Þegar Fermat var búinn að safna bæði fé og liði og koma því til Alhaster ákvað hann að kalla þetta gott, í bili í það minnsta. Hann hélt til Diamond Lake, þar sem móðir hans tók fagnandi á móti honum. Upphaflega ætlaði hann sér lítið annað en hvíld en fljótlega fékk hann nóg af spillingunni og notaði bæði mátt sinn og áhrif til að verða skipaður hérðasstjóri. Cairn hæðir eru ekki lengur lagalaust útlagaríki. Þó er tæpt jafnvægi milli hans og þrjótsins Balabar Smenk.

Alhaster gekk í gegnum magnað breytingaskeið í kjölfar þess að Kyuss var felldur. Þar sem áður stóð pýramídi og turn er nú tvö hundruð metra djúpt skarð í jörðinni. Illskan streymir upp úr hellunum og skelfileg skrímsli tengd maðkagoðinu munu ferðast í hellunum. Hertogahjónin og þeirra helstu bandamenn fylgjast grannt með en ekkert hefur skriðið upp úr pyttinum ennþá. Hádrýslarnir eru farnir, sömuleiðis tilbiðjendur Hextors og því fækkaði íbúum mikið. Í þeirra stað er komið stórt setulið og heilmikið af ævintýrafólki. Rauðhandarhérað er eina Ræningjaríkið sem liggur við Nyr Dyv og er því gríðarverðmætt fyrir lið Iuzar. Því er hættan mikil og hvergi er hægt að ferðast um héraðið án þess að rekast á verði, svo ekki sé minnst á njósnara og töfra sem ekki sjást.

Snemma árið 601 CY fór að sjást til Frelsishersins og hann er nú orðin stór hluti af liði Rauðhendinga. Ekki er vitað hvað er á seyði en það er ljóst að herinn ætlar sér mikla hluti og það fljótlega. Talað er um að herinn ætli sér að snúa vörn í sókn.

Það er afar fátt í þessum heimi og öðrum sem ég hef ekki kynnt mér. Þó hef ég aldrei uppgötvað neina leið fyrir dauðlega aðila til tortíma goði. Kyuss var vissulega einungis hálfgoð og Ljósberarnir felldu hann, helstu útsendara og postula hans og eyðilögðu nær alla helgustu staði safnaðarins. Kyuss er einhvers staðar, einhvern veginn enn til. Börn hans eru enn til og eru hreint ekki svo fátíð. Þó verður ekki um það deilt að máttur hans er hverfandi lítill og verk Ljósberanna björguðuð heiminum. Það verða vafalítið margar aldir þar til maðkagoðið lætur aftur á sér kræla.

Spádómurinn um maðkaöldina rættist ekki.

Töframót, annar dagur þarfamánaðar, vatnsdagur

View
Áhlaupið á Admundsvirki
Stiklað á stóru um stórsóknina

Miklir atburðir hafa átt sér stað undanfarin ár í Flanaess. Margt gerðust í suðvestrinu og sérstaklega í suðurhöfum og sagt er að hópurinn sem þar var mest að verki hafi lagt að velli áraprinsinn goðsagnakennda Demogorgon. Fyrir örfáum árum reis ormagoðið Kyuss upp úr dýpinu í Alhaster og var hársbreidd frá heimsyfirráðum. Hinn ævaforni lifandi dauði dreki Dragotha var felldur.

Þessir atburðir eru hins vegar, þrátt fyrir að vera heimsskekjandi, afar merkingarsnauðir fyrir hinn almenna borgara. Í þeirra augum eru stærstu fréttir undanfarinna ára fall Admundsvirkis.

Eldsnemma á jarðdagsmorgni hinum þriðja í þarfamánuði réðist furðulítill flokkur djarfra einstaklinga á eyjuna og borgina og náði henni á sitt vald á aðeins einum degi.

Ástæður þess að litlu liði tókst að gera það sem herjum heilu ríkjanna tókst ekki í meira en áratug eru ýmsar en ein gnæfir yfir aðrar. Töframeistarinn Vayne, einn öflugasti töframaður Flanaess og fyrrum eitt æðsta handbendi Hins Gamla, snérist gegn leiðtoga sínum og opnaði leiðina að borginni. Hann fyrirskipaði að stærstur hluti hádrýslanna á suðurströndinni færi á norðvesturströndina vegna hreyfinga þar. Aðeins örlítill hluti liðsins var eftir þegar áhlaupið hófst og gat lítð gert til að hindra áráina. Þegar búið var að sigra eða hrinda varliðinu á flótta var slegið upp tjaldbúðum. Þá fyrst urðu hlutirnir áhugaverðir.

Ættflokkahöfðingjar orkanna í borginni komu saman til að undirbúa gagnárás sem hefði tortímt innrásarliðinu. Allir helstu vígamenn eyjunnar voru samankomnir þegar Vayne kæfði þá með eitraðri þoku á sama tíma og hann lét eldhnöttum rigna yfir þá. Aðeins örfáir höfuðsmenn voru eftir.

Tamrin Soldat, Gaerolf Skjaldbrjótur og Somnablis frá Hrókahreiðri leiddu áhlaupið á kastalann eftir að Harald Brennuvargur var búinn að klára stórkotahríð. Ronson, Gorobnar og Feryon Þursabani réðust gegn musterinu og klerkunum. Sérsveitir réðust á minni varðstöðvar og virki og óbreyttu hermennirnir börðust á götunum.

Það tók ekki langan tíma að ná valdi á borginni og mannfall var lítið hjá Frelsishernum. Þó skyldi ekki halda að þar með væri sigur algjörlega unnin. Enn eru hádrýslasveitir í norðvestri og orkar í norðaustri. Hádrýslarnir eru þaulskipulagðir, þrautþjálfaðir og sérfræðingar í að setja upp launsátur. Orkarnir eru hins vegar grimmir og berjast til síðasta blóðdropa. Þá eru flökkusögur um aðrar hættur á eyjunni og hver veit nema nema einhverjar ógnir leynist enn í borginni.

Fyrstu verk Frelsishersins verða því annars vegar að tryggja eyjuna og hins vegar að styrkja innviði Admundsvirkis. Það þarf að laga höfnina og endurbyggja og hefja birgðaflutninga og verslun. Herkvíin er enn á staðnum en nú er hún ekki til að varða útgöngu heldur til að verja inngöngu.

Nú þegar eru komnir fyrstu vísar að hinni nýju miðstöð andspyrnunnar. Framúrskarandi herklæða- og vopnasmiðir hafa mætt á svæðið ásamt lærlingum. Græðarar hafa komið sér fyrir og sinna lækningum, rækta jurtir og brugga seyði. Bruggmeistari hefur opnað kránna að nýju og hefur gert mikið til að létta á þrýstingnum. Hestaþjálfari frá hirðingjalöndum er kominn í virkið. Framandi sjóræningi hefur landað skipi sínu í höfninni. Ketískur kaupmaður hefur hafið birgðaflutninga. Kona sem sögð er af englakyni heldur til á bókasafninu ásamt töfrafólkinu. Fjórir prestar hafa hver tekið að sér bæði sálgæslu og að byggja upp musteri. Síðast en svo sannarlega ekki síst hefur engin önnur en Polaria Gellor af valdaætt Stórhéraðsins Urnst komið sér fyrir í höllinni og talar máli hersins utan Admundsvirkis og Alhaster.

Ljóst er að margt er framundan á eyjunni áður en lengra er haldið – en Frelsisherinn hefur unnið sinn fyrsta sigur og fátt annað er á vörum fólks í Norðrinu.

View
Furyondy og Frelsisherinn

Ef veldi Iuzar er táknmynd hins illa í Flanaess, þá er Furyondy hin bjarta andstæða – ríki sem er miðstöð reglu og hins góða.

Furyondy lýsti yfir ævarandi stríði gegn Iuz-ríkjum, stríði sem mun ekki ljúka fyrr en Iuz er úr sögunni og því verður að teljast afar líklegt að því muni aldrei ljúka. Því skyldi engan undra að Furyondy er einn helsti bakhjarl Frelsishersins.

Staðan í dag er sú að það er ekki hættandi á það fyrir ríkið að leggjast í allsherjarstríð gegn Iuz-ríkjum. Þess í stað er stuðningurinn aðallega óbeinn, sjóherinn vaktar enn Admundsvirki og Alhaster frá Nyr Dyv og mjög hátt hlutfall sjálfboðaliða Frelsishersins eru íbúar Furyondy. Að auki ferjar ríkið töluvert fé til hersins.

Ronson, hægri hönd Tamrins og andlegur leiðtogi hersins kemur frá Furyondy. Prestarnir Ontran og Solandus eru það einnig. Helmingur fótgönguliða hersins hið minnsta eru Furyondy-búar og hlutfall þeirra í öðrum sveitum er einnig töluvert hátt.

Ekkert ríki fórnaði jafnmiklu í stríðunum og Furyondy. Mannfall var gríðarlegt, ríkiskassinn var nærri tæmdur og innviðirnir nærri eyðilagðir. Furyondy-búar geta þjarkað um hvað sem er en eitt sameinar þjóðina skilyrðislaust - baráttan gegn Iuzi. Sérstaklega í norðaustrinu, þar sem fólkið man vel eftir kúgun hins illa ríkis.

Þó skyldi ekki ganga út frá því að stuðningur Furyondy ríkis sé algjörlega kvaðalaus. Konungurinn eyddi nær öllum auðæfum ættar sinnar til að fjármagna stríðið og er háður aðalsættum ríkisins til að halda ríkinu gangandi. Ættirnar í suðri vilja aðhald í fjármálum en í norðurættirnar krefjast þess að landamærinn séu varin, hvað sem það kostar og eiga erfitt með að skilja hvað lítill skæruliðahópur geti gert.

Sigur í Admundsvirki er á allra vörum í Furyondy og hefur gert mikið til að styrkja herinn. Herinn fær meira fé og sjálfboðaliðum fjölgar með degi hverjum. Í raun er það eina sem gæti spillt fyrir stuðningi Furyondy við Frelsisherinn meira háttar ósigur gegn Iuz-herjum en það þarf að fylgjast náið með landamærunum. Endurheimting Skjaldlandanna gæti haft verulega góð áhrif og stóraukið stuðning ríkisins. Ef hægt væri að hrekja ómenni að mestu úr Vesve-skógi mætti einnig gera ráð fyrir auknum stuðningi.

View
Ræningjaríkin og Frelsisherinn

Eins og gefur að skilja, þá eru viðhorf Ræningjaríkjanna til Frelsishersins afar mismunandi eins og ríkin sjálf.

Fyrir það fyrsta hefur æði hátt hlutfall Ræningjanna ekki nokkra minnstu hugmynd um tilvist hersins og væri sennilega nokk sama þó svo væri. Íbúar ríkjanna hafa vanist ýmsu gegnum tíðina og kippa sér lítið upp við baráttu og brölt milli ríkja. Breytingar í Rauðhandarhéraði eru þó tíðræddar, sérstaklega í suðri, og fall Admundsvirkis eru stórtíðindi. Það má gera ráð fyrir að þeir sem hafi mesta vitund og áhuga á Frelsishernum séu annars vegar valdhafar Iuzar í ríkjunum og hins vegar andspyrnan gegn Iuz-herjum.

Launmorðingjaklíka Abbarra veit vel af hernum og hefur þegar sent tvo hátt setta fulltrúa til Admundsvirkis. Það eru ekki allir sáttir við þennan stuðning, en Tamrin og sérstaklega Anna benda á að sérhæfð þjónusta klíkunnar kunni ekki að vera öllum að skapi en geti gagnast í skæruhernaði. Þá sé betra að vera samherji en andstæðingur hinna alræmdu morðingja.

Dimre ríki sýnir Frelsishernum nákvæmlega engan áhuga eins og stendur. Ríkið hefur alla tíð verið frekar einangrað og sér á parti. Það má fastlega gera ráð fyrir að hvernig sem samband Frelsishersins verður við kirkju Pholtusar og Trúríki hins Föla muni speglast í Dimre.

Í Gljúfrinu Mikla dvelur andspyrna Ræningjanna gegn Iuzi. Flestir meðlimir andspyrnunnar eru Artonsamay-búar, Grænhellingar, málaliðar frá Johrase og sérstaklega Gljúfrabúar og Reyhu-búar. Með hverjum degi bætast sjálfboðaliðar í hóp Frelsishersins frá Ræningjaríkjunum, aðallega frá Reyhu eða Gljúfrinu.

Þar sem herir og ítök Iuzar eru sérlega sterk er andstaða gegn hernum mikil – Frívirki, Grosskopf, Johrase, Flækjuskógur, Ormsalir og Hrókahreiður munu berjast harkalega gegn hernum ef ekki kemur tilo verulegra breytinga.

Sum ríkjanna eru öllu meiri ráðgáta. Xavendra, sem ríkir í Fellunum, virðist umfram allt vera að skapa sitt eigið litla ríki. Ræningjar Miðlanda voru nær allir felldir í Stálengjamorðinu. Vígvellingar hafa tvístrast og enginn veit hvar leiðtogi þeirra er, en andstaða þeirra og hatur á Iuzi er vel þekkt. 

Stoink er algjörlega sérstakt tilfelli. Borgin framleiðir yfirgnæfandi meirihluta vopna og vígvéla Iuz-herja en Renfusi borgarmeistara er ekki sérlega hlýtt til yfirboðara sinna og það vita allir. Stoink hefur alla tíð verið sjálfstæð og borgarar hennar hafa aldrei sætt sig við að vera undir oki annarra. Það urðu mikil og afdrifarík tíðindi ef Stoink borg snérist á band Frelsishersins og myndi hafa gríðarleg áhrif í austurhluta Iuz-veldisins.

View
Solnorstrandríkin og Frelsisherinn

Á norðurhjara Solnor-strandar, við Grendep flóa, eru tvö ríki - Ratik og Beinmýrin. Við fyrstu sýn mætti ætla að hvorugt þeirra skipti miklu máli þegar kemur að baráttunni gegn Iuzi en bæði þurfa að kljást við örðugleika sem gætu skipt sköpum ef Norðrið logar aftur í stríðum. Ríkin eru nátengd bæði sögulega og vegna ættartenglsa.

Beinmýrin er fallin og ómenni (aðallega orkar, gnollar og þursar) ráða nær algjörlega öllu ríkinu. Aðeins Knurl borg og nærumhverfi hennar berst gegn straumnum. Falli Knurl munu ómennin hafa óheftan aðgang norður til Ratik og þaðan til bæði Thillronian skaga og lengra í vestur. Ef það gerist lokar það afar mikilvægri leið í austurhluta Norðursins sem gæti haft miklar afleiðingar ef stríð hefst að nýju. Staðreyndin er sú að nema mikið komi til, þá er það einfaldlega stærra verk en Frelsisherinn gæti nokkurn tímann sinnt að frelsa Beinmýrina en þó gæti aðstoð við að styrkja Knurl og Norðurbandalagið, að ekki sé talað um ef meira væri gert gert mikið fyrir herinn. Mannfólk í Beinmýrinni þráir frelsi og þar er mikið af harðgeru fólki sem gæti styrkt herinn á ýmsa vegu.

Ratik er lítið ríki en afar mikilvægt. Það liggur við norðurmörk Beinmýrar og þar eina landleiðin úr suðri til Thillronian skaga. Ratik hefur myndað bandalag við Frostfólkið (Norðurbandalagið) og það er afar viðkvæmt samband. Ef það veikist eða liðast í sundur mun myndast afar hættuleg glufa frá suðri. Ef það styrkist er mögulega hægt að loka algjörlega á hættur frá suðri og sömuleiðis mynda afar öfluga vörn í austri ásamt einum öflugasta sjóher Flanaess. Þá skyldi ekki gleyma því að nær hvergi finnast fleiri fjalldvergar en í Ratik. Það eru 8-10.000 fjalldvergar í Ratik en þeir eru nær allir sérstaklega íhaldssamir og hafa lokað sig inni í borgum sínum. Ef það tekst að ná samkomulagi við þá er búið að tryggja stuðning frá sérstaklega öflugum her.

Bæði ríkin standa tæpt. Það þyrfti ýmislegt að gerast til að styrkja þau en þau gætu verið ómetanlegir samherjar.

View
Tenh og Frelsisherinn

Tenh er elsta samfellda ríki Flanaess og menningarmiðstöð Flan fólksins. Greyhawk stríðunum lauk aldrei þar. Ríkið hefur verið í samfelldu stríði í tvo áratugi og fjórar afar ólíkar fylkingar berjast um landið. Það verður að höggva á þennan hnút og úrlsitin munu skipta sköpum fyrir framtíð Norðursins og hafa gríðarleg áhrif á framvinduna í baráttunni gegn Iuz-herjum.

Í dag berjast innfæddir, Fölverjar, Steinborgarar og Iuz-herir um ríkið. Frelsisherinn verður að koma í veg fyrir að Iuz nái völdum í Tenh. Það skiptir minna máli hverjir hinna nái völdum en það er mun bæði hafa áhrif á samband við þau ríki og hvernig Tenh mun vegna og geta styrkt baráttuna. Tenh-búar eiga tilkall til ríkisins en standa tæpt. Þjóðin er buguð eftir endalaust stríð, herinn stendur afar tæpt og ráðamenn eru í útlegð. Mikill fjöldi innfæddra hefur yfirgefið sínar hefðir og gengið í raðir Fölverja og biðja til Pholtusar um styrk. Fölverjar eru öflug og öguð þjóð með sterkan her en þeir eru einnig afar ósveigjanlegir og það er erfitt að semja við þá. Steinborgarar eru fámennir en hver Hnefi er á við tylft venjulegra manna í hernaði. Þó er ljóst að þeir myndu ráða með harðri hendi og innfæddum myndi ekki vegna vel undir oki þeirra.

Það styttist í úrslitastund Tenh. Hið forna ríki þarf sárlega á breytingum að halda og þjóðin þarf að upplifa frið í heimalandinu hvað sem það kostar. Nýr hópur eins og Frelsisherinn gæti komið inn og breytt ástandinu. Framtíð Norðursins gæti verið að veði.

View
Trúríki hins Föla og Frelsisherinn

Goðin eru staðreynd í Flanaess. Goðin hafa missterka birtingarmynd, Boccob er meðal öflugustu goða heimsins en afskipti hans af lífi dauðlegra vera er afar takmörkuð meðan Heilagur Cuthbert er aðeins nýlega orðinn eiginlegt goð en er afar virkur. Iuz er aðeins hálfgoð en stýrir risavöxnu veldi í Norðrinu. Þrátt fyrir þetta er einungis eitt ríki í Flanaess sem er eiginlegt trúríki - Trúríki hins Föla og kirkja Pholtusar ráður þar öllum þáttum lífsins.

Pholtus er stíft og ósveigjanlegt goð algjörrar reglu. Það sama gildir um kirkju hans og hinn gríðarstóra og öfluga her hinna trúuðu. Fölverjar eru hörkuduglegt og traust en það kunna ekki allir við þessa ósveigjanlegu þjóð. Stærstur hluti hers Fölverja er í Tenh og hefur þar afrekað hið nærri ómugulega – hann hefur stækkað. Fjöldi langþreyttra Tenh-búa hefur tekið trúnna og gengið í herinn í þeirri von að frelsa heimaland sitt.

Trúríki hins Föla er stórt, lokað og öruggt land með risavaxinn og afar agaðan her. Það gæti verið gríðarleg lyftistöng fyrir Frelsisherinn að mynda bandalag við ríkið en það væri erfitt og kostnaðarsamt. Þá má telja nærri ómögulegt að mynda slíkt bandalag ef Frelsisherinn á þátt í hrekja her Fölverja úr Tenh.

View
Svörtufen og Frelsisherinn

Hið ævinforna og einstaklega furðulega Svörtufenjaríki hefur alla tíð verið einangrað og skiptir sér afskaplega lítið af restinni af heiminum. Svörtufen liggja hins vegar við norðvestur mörk veldi Iuzar og þar hvíla afar fornir og öflugir töfrar.

Njósnir herma að herir Iuzar forðist Svörtufen. Ef það er rétt er ekki vitað af hverju það er. Landið er fullt af orkum, skrímslum og ævafornum rústum. Sögur herma að hvergi finnist jafn heillegar leifar af veldi og munum Ur-Flan seiðskrattanna. Það er ekki sérlega líklegt að ráðamenn Svörtufenja hafi nokkurn áhuga á bandalagi við utanaðkomandi aðila en það er æði margt á seyði í þessu skrítna ríki.

View
Steinborg og Frelsisherinn

Steinborg skilur í sundur meginland Norðursins og Thillronian skaga. Ríkið er fámennt en íbúarnir eru nær goðsagnakenndir fyrir hörku og það er alkunna að hver þeirra er jafngildi tylftar vopnfærra manna annars staðar frá. Steinborgarar eru ekki bara líkamlega harðir – þeir eru miskunnarlausir og eiga enga samherja. Konungur þeirra, Sevvord Rauðskeggur, er talinn öflugasti lifandi vígamaður Flanaess.

Steinborgarar eru álitnir illir villimenn af flestum öðrum þjóðum en þeir eru einstaklega öflugir vígamenn og fyrirlíta Iuz og alla sem styðja goðið. Það væri mikið afrek að mynda bandalag við þá og sennilega ekki eingöngu dýrkeypt, heldur þyrftu ýmsir að kyngja hlutum sem fáir sætta sig við. Þá myndi það að öllum líkindum skemma verulega fyrir sambandi við Steinborg ef Hnefarnir eru hraktir úr Tenh, en eins og stendur ráða þeir norðurhluta ríkisins og þar með talið höfuðborginni.

View

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.