Greyhawk stríðin stóðu aðeins í tvö ár en á meðan logaði heimsálfan. Í suðri reis upp lítt þekkt fylking Suloískra munka og launmorðingja sem háði laumuhernað og skemmdu innviði margra ríkja og hyggja á yfirráð Suloíska kynstofnsins. Í austri réðust leifar hins forna keisaraveldis fram og ætluðu sér að ná aftur löndum sem höfðu skilið sig frá ríkinu mikla.

Mesta ógnin var þó í Norðrinu. Skelfileg vera, afkvæmi máttugustu galdrakonu heimsins og eins æðsta ára Dýpisins, slapp úr prísund sinni og sameinaði illa menn, ómenni og máttuga töfranotendur ásamt illum klerkum sínum notaði blöndu af hreinum hernaði, ógnun, skæruhernaði og bellibrögðum til að tvístra Norðrinu. Hann hefur ýmis nöfn – Hinn Gamli, Hin Illi o.s.frv. en fáir þora að mæla rétt nafn hans: Iuz.

Síðan eru liðnir nærri tveir áratugir og eftir nýliðna atburði í Alhaster hvílir spenna yfir öllum ríkjum Norðursins. Njósnir herma að herir Hins Gamla séu að safnast saman á ýmsum stöðum og sendi njósnara og könnunarleiðangra á svæði sem eru þeim forboðin.

Stríð liggur í loftinu, stríð sem mun verða mun harðara en áður og gæti algjörlega breytt mynd Flanaess um ókomnar aldir.

Mörg ríki eru enn löskuð eftir stríðið mikla. Aðeins lítill, sjálfstæður hópur treystir til að gera eitthvað í málunum en er eins og stendur allt of lítill til að hafa merkjandi áhrif. Þetta er Her hinna Frjálsu Þjóða – Frelsisherinn og þið eruð meðlimir.

Greyhawk - Norðið

Logogrey2 Fadaz81 Sigz Xandra loftur_amundason arnisig QueenBoogie bbjart