Greyhawk - Norðið

Áhlaupið á Admundsvirki

Stiklað á stóru um stórsóknina

Miklir atburðir hafa átt sér stað undanfarin ár í Flanaess. Margt gerðust í suðvestrinu og sérstaklega í suðurhöfum og sagt er að hópurinn sem þar var mest að verki hafi lagt að velli áraprinsinn goðsagnakennda Demogorgon. Fyrir örfáum árum reis ormagoðið Kyuss upp úr dýpinu í Alhaster og var hársbreidd frá heimsyfirráðum. Hinn ævaforni lifandi dauði dreki Dragotha var felldur.

Þessir atburðir eru hins vegar, þrátt fyrir að vera heimsskekjandi, afar merkingarsnauðir fyrir hinn almenna borgara. Í þeirra augum eru stærstu fréttir undanfarinna ára fall Admundsvirkis.

Eldsnemma á jarðdagsmorgni hinum þriðja í þarfamánuði réðist furðulítill flokkur djarfra einstaklinga á eyjuna og borgina og náði henni á sitt vald á aðeins einum degi.

Ástæður þess að litlu liði tókst að gera það sem herjum heilu ríkjanna tókst ekki í meira en áratug eru ýmsar en ein gnæfir yfir aðrar. Töframeistarinn Vayne, einn öflugasti töframaður Flanaess og fyrrum eitt æðsta handbendi Hins Gamla, snérist gegn leiðtoga sínum og opnaði leiðina að borginni. Hann fyrirskipaði að stærstur hluti hádrýslanna á suðurströndinni færi á norðvesturströndina vegna hreyfinga þar. Aðeins örlítill hluti liðsins var eftir þegar áhlaupið hófst og gat lítð gert til að hindra áráina. Þegar búið var að sigra eða hrinda varliðinu á flótta var slegið upp tjaldbúðum. Þá fyrst urðu hlutirnir áhugaverðir.

Ættflokkahöfðingjar orkanna í borginni komu saman til að undirbúa gagnárás sem hefði tortímt innrásarliðinu. Allir helstu vígamenn eyjunnar voru samankomnir þegar Vayne kæfði þá með eitraðri þoku á sama tíma og hann lét eldhnöttum rigna yfir þá. Aðeins örfáir höfuðsmenn voru eftir.

Tamrin Soldat, Gaerolf Skjaldbrjótur og Somnablis frá Hrókahreiðri leiddu áhlaupið á kastalann eftir að Harald Brennuvargur var búinn að klára stórkotahríð. Ronson, Gorobnar og Feryon Þursabani réðust gegn musterinu og klerkunum. Sérsveitir réðust á minni varðstöðvar og virki og óbreyttu hermennirnir börðust á götunum.

Það tók ekki langan tíma að ná valdi á borginni og mannfall var lítið hjá Frelsishernum. Þó skyldi ekki halda að þar með væri sigur algjörlega unnin. Enn eru hádrýslasveitir í norðvestri og orkar í norðaustri. Hádrýslarnir eru þaulskipulagðir, þrautþjálfaðir og sérfræðingar í að setja upp launsátur. Orkarnir eru hins vegar grimmir og berjast til síðasta blóðdropa. Þá eru flökkusögur um aðrar hættur á eyjunni og hver veit nema nema einhverjar ógnir leynist enn í borginni.

Fyrstu verk Frelsishersins verða því annars vegar að tryggja eyjuna og hins vegar að styrkja innviði Admundsvirkis. Það þarf að laga höfnina og endurbyggja og hefja birgðaflutninga og verslun. Herkvíin er enn á staðnum en nú er hún ekki til að varða útgöngu heldur til að verja inngöngu.

Nú þegar eru komnir fyrstu vísar að hinni nýju miðstöð andspyrnunnar. Framúrskarandi herklæða- og vopnasmiðir hafa mætt á svæðið ásamt lærlingum. Græðarar hafa komið sér fyrir og sinna lækningum, rækta jurtir og brugga seyði. Bruggmeistari hefur opnað kránna að nýju og hefur gert mikið til að létta á þrýstingnum. Hestaþjálfari frá hirðingjalöndum er kominn í virkið. Framandi sjóræningi hefur landað skipi sínu í höfninni. Ketískur kaupmaður hefur hafið birgðaflutninga. Kona sem sögð er af englakyni heldur til á bókasafninu ásamt töfrafólkinu. Fjórir prestar hafa hver tekið að sér bæði sálgæslu og að byggja upp musteri. Síðast en svo sannarlega ekki síst hefur engin önnur en Polaria Gellor af valdaætt Stórhéraðsins Urnst komið sér fyrir í höllinni og talar máli hersins utan Admundsvirkis og Alhaster.

Ljóst er að margt er framundan á eyjunni áður en lengra er haldið – en Frelsisherinn hefur unnið sinn fyrsta sigur og fátt annað er á vörum fólks í Norðrinu.

Comments

Áhugavert :)

Áhlaupið á Admundsvirki
Fadaz81

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.