Greyhawk - Norðið

Salfray

Ræningjaríkin, ekkert sérstaklega heillandi. Luiz á í meiri erfileikum en flestir félagar sínir í sérsveitinni að vaða í þessari mýri, líklega að sökum hæðar, þó hann viðurkenni það ekki fúslega þá var hann mjög augljóslega pirraður á erfileikunum.

Úa, Euler, Luiz, T‘Sial, Perille og Sonya, sérsveit Frelsishersins, höfðu ferðast í dágóðan tíma  á leiðinni til Salfray-akra og voru augljóslega að nálgast miðað við umhverfið. Salfray jurtir dreifðar um blautt mýrlendi. Luiz var ekki lengi að grípa eina jurt.

Salfray jurtin. Hún er sögð hafa mikinn lækningarmátt ef unnið er úr henni rétt. Ég gæti nýtt hana til þess að hjálpa svo mörgum í frelsishernum. Perille benti á að Larn, græðara sérfræðingur svæðisins, væri kannski ekkert sérstaklega sáttur ef við tökum jurtirnar án leyfis. Ég setti jurtina á öruggan stað innan um brynjuna mína, það er ekki eins og hann telji allar jurtirnar á akrinum. Ég var varla búinn að koma jurtinni fyrir þegar Euler tók eftir bardaga um það bil 200 fetum frá okkur. Þarna var eldri maður sem seint væri kallaður veikburða umkringdur skrítnum verum sem væri lauslega hægt að líkja við mannveru. Við biðum ekki eftir því að hjálpa og réðumst að verunum. Sá gamli sló niður eitt af verunum. Ég sá núna að verurnar glönsuðu nánast eins og þær voru þaktar málmi. Ég reyndi að kasta frostsprengju í eina veruna og hitti en án árangurs. Örvar flugu af verunum og sverð skoppuðu af þeim en á endanum felldum við þær, eða réttara sagt hjálpuðum gamla manninum að fella þær. „Hvað eruð ÞIÐ að gera hér ?“ spurði gamli „eruð þið frá frelsishernum ?“. Við svöruðum játandi, kynntum okkur og báðum um nafnið hans. Rúfus hét hann og benti hann okkur á að tala við Larn inn í þorpi stutt frá okkur.

Við fórum til Larn og hann lýsti því slæma ástandi sem var í bænum. Margar verur og dýr hafa reglulega gert árás á fólkið í salfray ökrunum. Hann bað um okkar hjálp við að koma fólki salfray akra í öruggt skjól í Stoink. Hann var reyndur græðari en vildi helst ekki taka þátt í bardaga. Hann gaf okkur þó þær upplýsingar að það þurfi kaldunnið stál, eða eitthvað álíka, til þess að fella glans-verurnar. Ég fussaði bara, frostsprengjurnar virkuðu augljóslega ekki á þessi kvikindi afhverju ætti kalt vopn að gera það, mér var sagt að ég væri að misskilja, en mýrin hafði ekki góð áhrif á dómgreindina.  Við ákváðum að hjálpa salfray fólkinu, við gætum jafnvel fengið Larn til að hjálpa frelsishernum ef að við komum honum í skjól. Við fengum að gista hjá Rúfus um nóttina og ætluðum að halda af stað daginn eftir. Rúfus og hundurinn hans sýndu Úu mikinn áhuga og var hún sú eina sem fékk hlýtt viðmót. Við deildum húsi Rúfusar með Rúfus og dætrum hans og sváfum á meðan að hundur Rúfusar stóð á vakt.

Við vöknuðum við læti fyrir utan húsið og var þá Rúfus í miðjum bardaga. Við stukkum á fætur til að hjálpa við bardagan, skelfilegir úlfar með rauð augu tóku á móti okkur og ekki skánaði það því þúsundir köngulóa sprungu út úr úlfunum ef þeir fengu högg á sig. Við felldum úlfana og perille brenndi köngulærnar með stafinum sínum. Við færðum okkur að næsta heimili og héldum áfram bardaganum. Rúfus ákvað að skilja við okkur en ætlaði að kalla á okkur ef fleiri kvikindi réðust að bæjum salfray akranna. Við drápum fleiri verur þarr til við heyrðum kallið og var þá stór hópur úlfa og glans-vera að ráðast á bæjinn. Við náðum naumlega að fella öll kvikindin en Perille og T‘Sial lentu illa í köngulónum.

Við fundum Rúfus hvergi en sáum þegar hann breytti sér frá því að vera björn yfir í sitt kunnulega mannlega form. Hann gat breytt sér í Björn! Án þess að drekka nokkurn skapaðan hlut ? Úa virtist hafa mikinn áhuga á þessum hæfileika Rúfus eins og ég. Það væri ekki ósniðugt að eiga Rúfus að vin, að geta breytt sér í Dýr að vild er ekki algengur hæfileiki, við gætum jafnvel lært þennan hæfileika.

 

Larn hafði gefið okkur Salfray jurt sem hann hafði gert nothæfa, það er langt í Stoink og það væri mjög gagnlegt að vita hvernig hann vinnur úr plöntunni. Hann bað okkur um að sannfæra Rúfus um að koma með okkur til Stoink. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur gamall maður, Björn ? Galdramaður, þá var mjög ljóst að Rúfus myndi deyja hér ef hann yrði hér eftir einn. Við báðum Úu um að sannfæra hann, því hann virtist líka best við hana. Hann vildi ekki yfirgefa heimilið sitt, illu öflin höfðu tekið of mikið af honum og Úa skildi það vel, of vel. Restin að Sérsveitinni þurfti að grípa inn í. Þrátt fyrir meðvirkni Úu þá gátum við sannfært Rúfus að koma með okkur svo dætur hans gætu einn daginn komist aftur í heimilið sitt, svo Luz myndi ekki vinna.

Það var nokkra daga leiðangur að komast til Stoink, vonandi komumst við þangað heil að húfi. Þetta var mjög atburðarík heimsókn í Salfray-akrana. Orkar, Drýslar og illir galdramenn er eitt, en verur sem virðast vera gerðar úr stáli er svo sannarlega önnur og athyglisverð ógn. Hvaða óvenjulegi og hugsanlega áhugaverði hryllingur ætli bíði okkar í næstu verkefnum frelsishersins ?

Comments

arnisig

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.