Conditions

Bleed: Blæðing veldur stöðugum skaða af einhverju tagi, yfirleitt hp en getur verið Ability Damage eða jafnvel Ability Drain. Ef fleiri en ein áhrif sem valda blæðingu eru í gangi gildir einungis sú hættulegasta, nema ef þær valda mismunandi tegund af skaða. Blæðingu má stöðva með DC 15 Heal kasti eða hvaða töfrum eða töfraáhrifum sem lækna hp.

Blinded: Vera sem missir sjón, hvort sem um tímabundin eða varanleg áhrif er að ræða, verður fyrir alls kyns slæmum áhrifum: 2 á AC, missir Dex á AC, -4 á öll Str, Dex og Perception köst. Öll köst eða aðgerðir sem treysta á sjón geta ekki virkað. Allir andstæðingar fá 50% Miss Chance. Blinduð vera þarf að kasta DC 10 Acrobatics kast til að ferðast meira en hálfa hreyfigetu sína eða hún fellur og er Prone. Persóna sem er blind um nokkra hríð venst og dregur úr eða losnar við sum þessara áhrifa.

Broken: Hlutir sem hafa skemmst nægilega til að vera með helming eða minna af hp sínum virka ekki sem skyldi. Vopn fá -2 á árásar og skaðaköst og ógna aðeins á 20 á teningnum. Herklæði og skildir missa hálft varnargildi sitt og tvöfalda Armor Check Penalty. Verkfæri eða hlutir sem þarf á að halda til að framkvæma Skill fá -2 á kastið. Stafir, sprotar og þvíumlíkt þurfa að nota tvöfalt fleiri hleðslur fyrir hverja notkun. Ef hluturinn passar ekki í neinn af þessum flokkum, þá eru mekanísk áhrif engin en allir skemmdir hlutir hafa einungis 75% verðgildi. Ef um töfragrip er að ræða verður viðgerðin að vera með galdri og töfranotandinn verður að hafa Caster Level jafnt eða hærra en hluturinn. Venjulegir hlutir þurfa viðeigandi Craft kast, DC er yfirleitt 20 og vinnan er 1 klst fyrir hvert hp. Ef hluturinn er lagaður upp fyrir helming hp, þá missir hann Broken ástandið. Almennt rukka iðnaðarmenn 10% verðmætis til að laga illa farna eða ónýta hluti.

Confused: Rugluð persóna hefur takmarkaða stjórn á aðgerðum sínum og þarf að athuga í upphafi umferðar hvert ástand hennar er. Samherjar sem reyna að beita styrkjandi galdri sem krefst snertingar á félaga sinn verða hreinlega að hitta. Ef rugluð persóna verður fyrir árás er síðasta veran sem náði höggi á persónuna helsta skotmark hennar nema annað sé sérstaklega tekið fram og reynir að elta veruna uppi þar til hún er dauð eða úr augsýn. Rugluð persóna sem getur ekki framkvæmt þá aðgerð sem tengingakastið gefur upp stendur grafkyrr og bullar þess í stað. Rugluð persóna sem verður fyrir árás þarf ekki að kasta, heldur ræðst sjálfkrafa og stjórnlaust á skaðvald sinn og getur eingöngu gert AoO gegn viðkomandi.

Cowering: Persónan er lömuð af ótta og getur ekkert gert og fær -2 á AC og missir Dex á AC.

Dazed: Persónan er vönkuð og getur ekki framkvæmt neinar aðgerðir en getur varið sig eðlilega.

Dazzled: Persónan hefir fengið ofbirtu í augun og fær 1 á árásar og Perception köst.

Deafened: Persónan hefur tapað heyrn, hvort sem það er tímabundið eða varanlegt. Hún fær -4 á Initiative köst, getur ekki framkvæmt neinar aðgerðir eða köst sem treysta á heyrn, fær -4 á Opposed Perception köst og fær 20% Spell Failure ef hún notar töfra. Persóna sem er heyrnarlaus um langa hríð venst því og minnkar eða jafnvel tapar sumum þessara refsinga.

Disabled: Lifandi vera með 0 hp, eða er með neikvæð hp en er bæði Stable og með meðvitund er Disabled og má aðeins nota Move eða Standard action í hverri umferð. Hún getur ekki notað Full-Round action en má nota Free actions af öllu tagi. Move action veldur engum vandræðum en Standard action (og viss Free action, háð dómi stjórnanda) veldur það mikilli áreynslu að persónan missir 1 hp og hefur dauðaferli nema aðgerðin hafi verið til að lækna og persónan er komin upp í jákvætt hp gildi.

Disabled persóna læknast náttúrulega og eðlilega ef hún fær hjálp. Hjálparlaus þarf hún að kasta DC 10 Constitution kasti eftir 8 klst hvíld. Frá þessu kasti er dregin neikvæða hp talan. Takist kastið hefst náttúruleg lækning af sjálfu sér en takist það ekki missir persónan 1 hp til viðbótar en dauðaferlið hefst ekki. Það má endurtaka kastið einu sinni á dag.

Dying: Meðvitundarlaus persóna sem er með neikvæð hp og ekki Stable er að deyja. Deyjandi persóna getur ekkert gert nema reyna DC 10 Constitution kast í hverri umferð til að verða Stable. Frá þessu kasti er dregið neikvæða hp gildið. Ef kastið tekst ekki, þá missir persónan 1 hp til viðbótar. Þegar persóna er með jafnmörg neikvæð hp og gildi Constitution er hún dáin.

Energy Drained: Persónan er með eitt eða fleiri Negative Level sem gætu verið varanleg. Þegar persóna er með jafnmörg Negative Level og Character Level deyr hún, hvert svo sem annað ástand hennar er.

Entangled: Persónan er flækt eða föst. Hreyfigeta er hömluð en ekki endilega engin. Flækt persóna getur aðeins ferðast á hálfum hraða, getur ekki notað Run eða Charge aðgerðirnar, fær -2 á árásarköst og -4 á Dexterity. Flækt persóna sem reynir að nota töfra þarf að ná Concentration kasti, DC 15 + Spell Level.

Exhausted: Örmagna persóna getur aðeins ferðast á hálfum hraða, getur ekki notað Run eða Charge aðgerðirnar og fær -6 á Str og Dex. Örmagna persóna sem getur hvílt sig í 1 klst samfleitt verður Fatigued. Persóna sem er Fatigued og framkvæmir aðgerð sem myndi valda Fatigue verður Exhausted.

Fascinated: Persónan er dáleidd eða heilluð vegna töfra eða yfirnáttúrulegra áhrifa. Hún heldur kyrru fyrir og gerir ekkert nema beina allri sinni athygli að upptökum hughrifanna meðan þau endast. Hún fær -4 á öll köst sem eru viðbrögð við einhverju á meðan. Öll aðsteðjandi ógn leyfir heilluðu persónunni nýtt Saving Throw til að hrista af sér slenið. Augljós ógn, til dæmis ef dregið er upp eða miðað vopni eða galdrar eru gerðir tilbúnir brjóta alveg heillunina. Samherji getur hrist vitið í persónuna með Standard action.

Fatigued: Þreytt persóna getur ekki notað Run eða Charge aðgerðina og fær -2 á Str og Dex. Þreytt persóna sem framkvæmir aðgerð sem myndi gera hana Fatigued verður Exhausted. Full 8 klst hvíd fjarlægir þreytu.

Flat-Footed: Persóna sem hefur ekki enn framkvæmt neina aðgerð í bardaga er óundirbúin og tapar Dex á AC og getur ekki framkvæmt AoO.

Frightened: Óttaslegin persóna flýr frá því sem veldur óttanum eftir bestu getu. Ef það er ekki hægt gæti hún brugðið til varna. Óttaslegin persóna sem neyðist til að verja sig fær -2 á árásir, Saving Throw, Skill köst og Ability köst. Óttaslegin persóna getur notað töfra eða aðra sérstaka eiginleika til að flýja og verður að gera það ef það er eina flóttaleiðin.

Grappled: Grappled persóna er í taki. Hún getur ekki hreyft sig og fær -4 á Dex, -2 á árásir og CMB (nema á Grapple). Hún getur ekkert gert sem þarf tvær hendur í, ekki reynt AoO og getur aðeins biett töfrum ef hún nær Concentration kasti (DC 10 + CMB + Spell Level).

Persóna í taki getur engan veginn notað Stealth. Verði hún ósýnileg fær hún +2 Circumstance á CMD til að sleppa við tak.

Helpless: Bjargarlaus persóna er lömuð, föst, bundin, meðvitundarlaus eða algjörlega bjargarlaus á annan hátt. Hún er með virkt Dexterity 0 (-5 Modifier) og andstæðingar fá +4 á árásir úr návígi og er veik fyrir Sneak Attack.

Þá getur andstæðingar notað Coup-de-Grace sem Full-Round action.

Vera sem er ónæm fyrir Critical Hit sleppur við Coup-de-Grace.

Incorporeal: Incorporeal vera dvelur að hluta að hluta í þokuvíddinni og er ekki með eiginlegt líkamlegt form. Venjulegar árásir gera ekkert. Töfravopn, töfrar, Spell-Like og Supernatural árásir gera hálfan skaða. Aðrar Incorporeal verur og Force áhrif hafa full áhrif. 

Invisible: Ósýnileg persóna fær +2 á árásir og andstæðingurinn fær ekki Dex á AC.

Nauseated: Persóna sem finnur fyrir ógleði getur ekki gert árásir, notað töfra, einbeitt sér eða gert nokkuð sem krefst árvekni. Hún getur ekkert gert nema notað eitt Move action.

Panicked: Persóna haldin ofsahræðslu hendir öllu frá sér og flýr eins hratt og unnt er í burtu frá uppsprettu óttans. Að auki fær hún -2 á árásir, Skill köst og Ability köst. Ef hún er innikróuð legst hún niður í horni og gerir ekkert nema verja sig með Total Defense aðgerðinni. Hún getur notað töfra eða aðra eiginleika til að flýja og verður meira að segja að gera það ef hún getur.

Paralyzed: Lömuð persóna getur hvorki hreyft sig né gert nokkuð. Str og Dex eru 0 á meðan en það er hægt að framkvæma aðgerðir sem krefjast engra líkamlegra aðgerða. Vera sem notar vængi til flugs hrapar. Syndandi vera getur ekki synt og gæti drukknað. Það er hægt að ferðast vandræðalaust gegnum rými lamaðrar veru en þá telur hver reitur tvöfalt.

Petrified: Steinrunnin persóna er álitin meðvitundarlaus. Ef steinninn brotnar eða brestur er hægt að sameina brotin þannig að persónan skaðast ekki ef vel er að staðið en ef persónan er ekki heil þegar ástandið hættir að virka vaknar þá ekki heil og það getur haft verulegar afleiðingar.

Pinned: Pinned persóna hefur verið snúin niður og er algjörlega föst. Hín missir Dex og fær að auki -4 á AC. Hún getur alltaf reynt að losa sig en en að öðru leiti getur hún eingöngu notað munnlegar eða huglægar aðgerðir. Töfranotkun virkar aðeins ef persónan nær Concentration kasti, DC 10 + CMB + Spell Level.

Prone: Persónan liggur á jörðinni. Hún fær -4 á árásir í návígi og getur ekki notað skotvopn utan lásboga, hins vegar fær hún +4 á AC gegn skotvopnum en fær -4 í návígi.

Shaken: Hrædd persóna fær -2 á árásir, Saving Throw, Skill köst og Ability köst.

Sickened: Persónan er þrekuð og fær -2 á árásir, skaða, Saving Throw, Skill og Ability köst.

Stable: Persóna sem var í dauðaferli en er búin að stoppa blæðinguna þó hún sé enn í neikvæðum hp er Stable. Hún er meðvitundarlaus en er ekki í bráðri lífshættu. Stable persóna má reyna DC 10 Constitution kast hverja klst til að ná meðvitund og verða Disabled. Persónan dregur gildi neikvæðu hp frá kastinu.

Staggered: Persóna sem er vönkuð getur aðeins notað Standard eða Move action í umferð, ekki bæði eða Full-Round action. Það eru engar takmarkanir á Free actions af öllu tagi. Persóna sem er með jafnmikinn Nonlethal skaða og hp er vönkuð.

Stunned: Stunned persóna missir allt úr höndunum, getur ekkert gert og fær -2 á AC ásamt því að missa Dex á AC.

Unconscious: Meðvitundarlaus persóna er rotuð og bjargarlaus. Hún getur verið það vegna neikvæðra hp eða er með meiri Nonlethal skaða en hp.

Conditions

Greyhawk - Norðið Fadaz81