Effect

Virkni gildru er í raun einfaldlega hvað gerist þegar hún fer í gang. Þetta gæti verið skaði eða galdur en gæti verið ýmislegt annað. Árásin gæti þurft Attack Roll eða Saving Throw til að virka.

Pits: Pyttur þarf ekki Attack Roll en náist Reflex kast er hægt að sleppa við fallið. Það gæti verið fleiri hættur en bara sjálft fallið við gildruna en fallskaðinn er 1d6 fyrir hver 10 ft.

Pyttir eru annað hvort augljósir, huldir eða gjár. Það má bjarga sér framhjá eða upp úr þeim með Acrobatics, Climb og ýmsum hlutum og töfrum.

Gjár og opnir pyttir hafa aðallega þann tilgang að fæla þar sem hættan er augljós.

Huldir pyttir eru mun hættulegri. Það er hægt að taka eftir þeim með DC 20 Perception kasti en aðeins ef viðkomandi er að kanna umhverfið gaumgæfilega. Ef einhver rambar á pyttinn er hægt að bjarga sér með viðbragði með því að ná DC 20 Reflex kasti, nema viðkomandi hafi hlaupið í pyttinn eða ekki farið varlega á nokkurn hátt.

Það má nota hvað sem er til að fela pytt. Þeir opnast yfirleitt þegar nægileg þyngd hvílir á þeim, yfirleitt um 50-80 pund. Sérlega færir eða klókir gidrlusmiðir hanna þá þannig að þeir lokast aftur og jafnvel læsast. Það er hægt að opna lásinn á hefðbundinn máta eða halda pyttinum opnum með DC 13 Strength kasti.

Það má oft finna brodda, skrímsli, vatn, sýru eða ýmsar aðrar ógnir á botninum.

Sérlega kvikyndislegir gidrusmiðir setja oft aðra gildru ofan í pyttinn.

Ranged Attack: Sumar gildrur skjóta örvum, hnífum, spjótum eða hverju sem er. Smiðurinn ræður nokkurn vegi miðinu og skaðinn er yfirleitt í samræmi við skotfærin. Vélræn gildra hefur jafngildi Strength sem getur aukið skaðann.

Melee Attack: Hvasst blað eða grjót úr loftinu þarf að hitta og miðið er í raun í höndum smiðsins. Skaðinn er í samræmi mið vopnið. Vélræn gildra er með nokkurs konar Strength, sem getur haft áhrif á skaðann.

Spell: Galdragildra virkar næakvæmlega eins og galdurinn, þ.m.t. Saving Throw með DC 10 + Spell Level + viðeigandi Ability.

Magic Device: Töfragildrur leika eftir göldrum sem eru notaðir í byggingunni. Ef Saving Throw er í boði, þá er DC (10 + Spell Level) x 1,5. Það gæti einnig verið um Attack Roll að ræða.

Special: Sumar gildrur hafa aukna hættu eða virkni sem fylgir raunvirkni, s.s. drukknun í vatni eða Ability skaði frá eitri.

Effect

Greyhawk - Norðið Fadaz81