Forest

Skógar eru misþéttir og til þæginda er þeim skipt í þrjá flokka: Sparse, Medium og Dense og stærri skógar geta innihaldið kafla sem eru blanda af þessu.

Trees: Vera sem stendur í trjáreit fær Partial Cover, +2 á AC og +1 á Reflex. Trjábolur hefur AC 4, Hardness 5 og 150 hp. Það þarf DC 15 Climb kast til að klífa tré. Stærri tré fylla algjörlega reit og það fæst Cover bak við þau. Stærri tré hafa AC3, Hardness 5 og 600 hp. Þá þarf DC 15 Climb kast til að klifra í þeim.

Undergrowth: Rætur, litlar runnar og gróður þekja mikið af skóglendi. Það kostar 2 reiti að ferðast hvern gróinn reit og þar fæst einnig Concealment. Acrobatics og Stealth DC hækka um 2 þar sem ýmislegt getur verið fyrir eða valdið hávaða. Þéttur gróður er erfiðari yfirferðar, það kostar 4 reiti að ferðast þannig reit og þar fæst 30% Miss Chance. Acrobatics DC hækka um 5 en Stealth köst fá +5 þar sem það er öllu auðveldara að felast. Það er ómögulegt að nota Run eða Charge aðgerðirnar. Það getur vel gerst að það sé bæði tré og gróður í reitnum.

Canopy: Álfar (sér í lagi skógar- og háálfar) og ýmsar aðrar skógarverur búa stundum á pöllum hátt uppi í trjánum. Þeir eru oft tengdir með kaðalbrúm. Til að komast upp er hægt að klífa trén (DC 15), nota kaðalstiga (DC 0) eða lyftur sem má draga með handafli (allt að niðurstöðu Strength kasts í ft hverja umferð, Full-Round Action) – allt háð því að slíkt sé til staðar. Þeir sem eru uppi á pöllunum hafa Cover gagnvart þeim sem eru niðri og einnig Concealment í Medium og Dense skóglendi.

Other: Trjádrumbar eru yfirleitt um 3 ft háir og veita sama skjól og lágir veggir. Það kostar 5 ft hreyfingu að ferðast yfir þá. Lækir eru almennt um 5-10 ft breiðir og ekki dýpri en 5 ft. Í flestum víðfarnari skógum eru stígar sem hamla ekki hreyfingu en veita ekkert skjól.

Stealth: Í gisnum skógum er lengsta mögulega vegalengd fyrir Perception 3d6 x 10 ft, þéttari 2d8 x 10 ft og þeim Þéttustu 2d6 x 10 ft.

Þar sem gróinn reitur veitir Concealment er almennt æði auðvelt að leynast í skóglendi. Drumbar og stærri tré veita Cover sem gerir sama gagn.

Það eru ýmis hljóð í skógum sem trufla svo Perception köst sem reiða á heyrn minnka um 2 fyrir 10 ft, ekki 1.

Forest Fires (CR 6): Skógareldar geta komið til af ýmsum sökum. Það má greina þá úr allt 2d6 x 100 ft fjarlægð með Perception kasti og farið er með þá sem Colossal veru (sem minnkar DC um 16). Nái enginn kastinu, þá ferðast eldurinn nær án þess að nokkur viti af. Þegar eldurinn hefur ferðast helming þessarar vegalengdir tekur hópurinn sjálfkrafa eftir eldinum. Úr nægilegri hæð má greina skógareld úr 10 mílna fjarlægð.

Sá sem getur ekki reitt á sjón gæti allt eins fundið fyrir hita eða fundið brunalykt og mun taka eftir eldinum sjálfkrafa innan 10 ft.

Skógareldur ferðast hraðar en nokkur manneskja getur hlaupið (Þumalfingurreglan er 120 ft / rd miðað við meðalvind). Þegar eldurinn hefur læst klóm sínum í skóglendið brennur hann í 2d4 x 10 mín þar til hann deyr út. Sá sem lendir í skógareldi gæti lent í þeim ömurlegu aðstæðum að festast lengra og lengra inn í eldhafinu af því það er ekki hægt að hlaupa uppi brúnina.

Í skógareldi þarf að kljást við þrjár hættur: Skaða vegna hitans, bruna og reikeitrun.

Heat: Hver andardráttur er kvalræði í skógareldi. Brennheit loftið veldur 1d6 eldskaða í hverri umferð. Hverjar 5 umferðir þarf að kasta Fortitude kasti, DC 15 + 1 fyrir hvert kast) eða taka á sig 1d4 Nonlethal skaða. Sá sem getur haldið andanum sleppur við eldskaðann en ekki Nonlethal skaðann. Þeir sem eru í þungum klæðnaði eða herklæðum fá -4 á kastið. Málmherklæði verða fyrir sömu áhrifum og Heat Metal galdurinn veldur.

Catching on Fire: Í skógareldi er hætta á brenna – sjá viðeigandi kafla. Kastað er um leið og eldurinn snertir viðkomandi og hverja mínútu þar á eftir.

Smoke Inhalation: Það er mikill reykur í skógareldum og innöndun krefst Fortitude kasts hverja umferð, DC 15 + 1 fyrir hverja umferð og takist það ekki er fátt hægt að gera nema hósta og reyna ná andanum. Sá sem á í öndunarörðugleikum 2 umferðir í röð tekur einnig á sig 1d6 Nonlethal skaða. Þá fæst einnig Concealment frá reiknum.

Forest

Greyhawk - Norðið Fadaz81