GettingLost

Það þarf ekki mikið til að villast, sérstaklega við vond skilyrði.

Poor Visibility: Slæmt skyggni eykur verulega hættu á að villast. Þegar skyggni er nær ekki lengra en 60 ft vegna skyggnis, t.d. í þoku, snjóbyl eða úrhelli. Þá er varasamt að ferðast í myrkri.

Difficult Terrain: Skóglendi, mýrar og fen, hæðir, fjalllendi o.s.frv. getur valdið villu ef ferðast er utan stíga eða sambærilegra kennileita. Skóglendi er hér sérlega varasamt.

Chance: ÞEgar upp koma þau skilyrði að hópur gæti villst er skorið úr hvort svo sé með Survival kasti. Umhverfi, veðurskilyrði og hjálpartæki (s.s. kort) geta gert erfiðara fyrir eða hjálpað.

Sá sem er með a.m.k. 5 Ranks í Knowledge (Geography) eða Knowledge (local) fær +2 á kastið.

Kastað er fyrir hverja klst meðan ferðast er til að meta hvort hópur hafi villst. Aðeins sá sem leiðir hópinn tekur kastið.

Effects: Ef hópur er villtur er hann ekki viss hvort ferðast sé í rétta átt. Stjórnandinn velur af handahófi eða kastar í hvaða átt er farið þar til hópurinn rambar á kennileiti eða grípur á lofti að hann er villtur.

Recognition: Fyrir hverja klst má hver meðlimur hóps kasta Survival kasti, DC 20 -1 fyrir hverja klst, til að átta sig á því að hópurinn er villtur. Vissar kringumstæðar get gert það augljóst að farið er villu.

New Course: Þegar hópur áttað sig á því að hann hefur villst er kastað Survival kasti með DC 15 + 2 fyrir hverja klst sem er ráfað í blindni. Takist kastið ekki er tekin röng ákvörðun og viðkomandi er sannfærður um að áttin sem var valin sé rétt.

Hvort sem það var valin rétt eða röng stefna, þá er enn hætta á að villast aftur (eða meira). Ef slæm skilyrði eru enn til staðar er kastað hverja klst til að meta hvort hópurinn sé að fara rétta leið.

Conflict: Það er til í dæminu að nokkrir hópmeðlimir reyni að ákvarða rétta stefnu til að komast úr villu. Allir fá sitt kast og stjórnandi gefur þeim þá átt sem þeir telja rétta án þess að gefa upp hvaða átt sé rétt.

Regain Bearings: Fyrir utan áðurnefndar leiðir til að finna rétta leið eftir að hafa villst, þá gæti einnig komið til betri skilyrði, s.s. betri birta eða það styttir upp. Þá fæst nýtt kast með +4.

GettingLost

Greyhawk - Norðið Fadaz81