Grapple

Grapple er bæði flókið ástand og aðgerð og illt viðueignar. Því er afar mikilvægt að hafa góðan skilning á bæði notkun og afleiðingum þess.

Það er Standard action að hefja tak. Ef þú ert ekki með Improved Grapple, Grab eða annan sambærilegan eiginleika, þá opnarðu á AoO.Mannlegar verur sem eru ekki með báðar hendur lausar fá -4 á kastið. Ef þú hefur betur, þá fá báðir aðilar Grappled ástandið. Ef þú nærð taki á andstæðingi sem er ekki í aðliggjandi reit, þá færist hann í næsta aðliggjandi reit. Sá sem stýrir ástandinu hefur í raun umtalsvert forskot á hinn aðilann. Sá sem stýrir getur sleppt takinu sem Free action. Ef þú heldur takinu þarf Standard action í hverri umferð og þú færð +5 Circumstance bónus til að viðhalda taki gegn sama andstæðingnum. Ef þú hefur betur viðheldurðu takinu og mátt framkvæma eina af eftirfarandi aðgerðum (sem eru hluti af Standard action Grapple aðgerðinni):

Hreyfing: Þú getur fært bæði þig og andstæðinginn allt að hálfa hreyfigetu þína og þegar þú stoppar geturðu komið andstæðingnum fyrir í reit að eigin vali sem snertir þinn. Ef þú reynir að koma honum fyrir á hættulegum stað fær hann samstundis tilraun til að losna og fær +4 á kastið.

Skaði: Þú getru hert að, slegið eða á annan hátt meitt andstæðinginn með höggi, náttúrulegri árás, broddum eða einhentu léttvopni. Skaðinn fer eftir vopni og gæti verið Lethal eða Nonlethal.

Pin: Þú getur skellt andstæðingnum niður og fest hann, þannig að hann fær Pinned ástandið. Þú ert enn bara með Grappled ástandið en missir Dex á AC.

Hnýting: Ef þú ert með andstæðinginn Pinned, meðvitundarlausan eða heftan á annan hátt þá er hægt að binda hann ef þú hefur aðgang að kaðli. Þetta er svipað og Pinned ástandið en DC til að sleppa er CMB + 20 og það þarf ekki að kasta í hverri umferð til að viðhalda ástandinu. Ef þú ert með andstæðinginn Grappled er hægt að reyna að binda hann en þá færðu -10 á kastið. Ef DC er hærra en 20 + CMB andstæðingsing, þá getur hann ekki losnað, jafnvel þá hann fái 20 á kastið.

Ef þú ert Grappled: Það er Standard action CMB eða Escape Artist kast að reyna að sleppa úr taki og það veldur ekki AoO. Ef þú hefur betur, þá losnarðu úr takinu eða nærð stjórn á takinu. Þú getur einnig reynt að framkvæma aðgerð sem ekki krefst beggja handa, s.s. að beita töfrum eða gera árás með léttu vopni, þ.m.t. Full Attack gegn hverjum sem er í færi. Ef þú ert hins vegar Pinned, þá eru möguleikar þínir afar takmarkaðir.

Margar verur: Margir geta reynt að halda einum andstæðingi. Aðeins sá sem á upptök að takinu kastar CMB kasti en fær 2 fyrir alla sem aðstoða með Aid Another aðgerðinni. Að sama skapi geta margir reynt að losa samherja úr taki og gefa félaga sínum 2 hver með Aid Another aðgerðinni.

Grapple

Greyhawk - Norðið Fadaz81