Miscellaneous

Það getur verið ýmislegt við gildrur sem eyur hættur þeirra á einn eða annan hátt.

Alchemical: Alkemískir hlutir geta verið hluti af vélrænni gildru, t.d. gildra sem skýtur Tanglefoot Bag eða Alchemist's Fire. Ef áhrifin eru sambærileg við töfra hækkar það DC gildrunnar.

Gas: Gasgildrur eru frekar hættulegar þar sem það er nærri ómögulegt að forðast að anda gasinu að sér, það liggur oft í góðan tíma í loftinu og stundum koma áhrifin ekki strax fram.

Liquid: Vökvagildrur valda drukknunarhættu ofan á aðrar hættur.

Multiple Targets: Sumar gildrur hafa fleiri en eitt skotmark.

Never Miss: Góð viðbrögð hjálpa ekki þegar veggirnir dragast saman. Venjulega þurfa gildrur af þessu tagi einhvern tíma að fara í gang.

Onset Delay: Stundum líður viss tími eftir að gildra er virkjuð og þar til hún fer í gang.

Poison: Þar sem eitur eykur hættu, þá hækkar CR. Ekki er hægt að nota hvaða eitur sem er í gildru.

Pit Spikes: Farið er með brodda á botni pytts sem rýtinga sem fá +10 á Attack Roll. Hver 10 ft hækka kastið um +1 (allt að +5). Hver sá sem fellur niður á á hættu að fá í sig 1d4 brodda. Skaðinn er til viðbótar við fallskaðann. Það er vel til í dæminu að það séu mun hættulegri broddar til en þeim sem hér er lýst.

Pit Bottom: Ef eitthvað annað en broddar leynist á botni pytts er farið með það sem aðra gildru með Location virkni.

Touch: Sumar gildrur þurfa eingöngu að snerta fórnarlömb sín, ekki að fara í gegnum herklæði.

Miscellaneous

Greyhawk - Norðið Fadaz81